18. september 2005

Þráhyggja

er skrítið orð. Skyldi það þýða að maður hugsar bara um það sem maður þráir eða eru hugsanirnar þrálátar af því maður þráir þær, það eða hitt. Hér þarf hygginn maður að svara.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Á stundum leggur Ærir vísvitandi spurningar fyrir alþýðuna sem eigi hefir stundað menntalíf á Eyjum Breta. Halur hyggur sem Ærir að skýringar verði að teljast margs konar. Hvaða skýringar eru réttastar má ennfremur um deila. Orðið er þó yfirleitt notað í neikvæðri merkingu þess eðlis að maðurinn hafi eðli ellegar hugsanaferli sem hann (eða hún) þráir að losna við; eitthvað verra sækir á hann sem betur væri ekki.

Nafnlaus sagði...

ja, þetta hefur nefnilega líka verið skilningur minn lengi. þráhyggja mín hefur kannski alltaf verið neikvæð, að ég hélt, en svo fór ég að grufla. gæti hún ekki verið jákvæð? hvað er dæmi um jákvæða þráhyggju. er þráhyggja neikvæð þegar hún er á barmi þess að verða árátta eða getur hún þá einnig verið jákvæð eða er hún þá bara neikvæð. er ég einn um að þekkja jákvæða þráhyggju. er ég þá sem sé með áráttuhegðun.