13. september 2005

Vanitas quam minumum optimum

Því minna sem er af hégóma því betra. Þetta var móttó Brynjólfs biskups Sveinssonar, en 400 ár eru liðin frá fæðingu hans á morgun. Honum er svo líst að hann hafi verið án alls drambs og yfirlætis og fordildar í mat og klæðnaði. Hann hélt því fram að fyrst hann hefði fæðst á Íslandi þar sem klæði væru gerð úr sauðaull, en ekki í landi þar sem stunduð væri silki- og bómullarrækt, þá bæri honum að semja sig að háttum síns lands og klæðast ullarfötum.

Engin ummæli: