Nú þegar fyrir dyrum er að fara norður  í Hjaltadal í stóðhestarétt má rifja upp atburði að Hólum.
Upphaf fyrsta þáttar.
Hólar í Hjaltadal.  Stofa ráðsmannsins. Rökkur.  Tveir gluggar.  Túnið sem hallar niður að ánni, og hálsar fyrir handan sjást óglöggt í gegnum gluggana.  Milli glugganna, stendur fornt skatthol.  Lokrekkja í horninu hægra megin.  Borð og bekkir og stólar.  Ljósastjakar, strokkkerti.  Mikil og vönduð dragkista upp við þilið hægra megin.  Bókahilla.  Hægra megin dyr frá göngunum.  Minni dyr á miðju þili vinstramegin.  Sunnudagskvöld.  Sex ölmusumenn, sumir sitja, sumir á rjátli.
Fyrsti ölmusumaður (segir frá): Ég bið þig ekki um vísdóm því af honum hef ég nóg sjálfur, en nú bið ég þig um miskunn þína.
Annar ölmusumaður:  Voru það seinustu orð hans?
Fyrsti ölmusumaður: Já, það voru seinustu orðin hans.
Annar ölmusumaður: Við vorum aðkomumenn á sama bæ þegar ég sá hann í fyrsta skipti.  Hann sat á rúmstokk, með pokann sinn á bakinu.
Landshorna-flakkarinn: Hvaða maður var það? Ég er ókunnugur í þessum landsfjórðungi.
Landshorna-flakkarinn (hlær): Hann hefði verið gaman að sjá.
Þriðji ölmusumaður:  Það var aumingi.  Ef hann bar ekki poka á bakinu hélt hann að hann myndi steypast á höfuðið af því að það væri svo þungt af vísdómi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
 
 
2 ummæli:
Textinn er hér hefir verið settur á blað, verður eigi bættur. Allt er frágengið, en sérlega ánægjulegt er að sjá orðið "aumingi" sem nærri er búiðað taka út af sakramentinu.
já og að við erum allir guðsölmusur á einn eða annan veginn.
Skrifa ummæli