11. september 2005

Góð helgi

Þetta virðist ætla að verða góð helgi. Bakaði í gær og gladdist yfir því. Snemma morguns hringdi síminn og mér boðið í partí um kvöldið. Það gerist ekki oft. Fór um hádegisbil á Mílanó og drakk cappucino (það mun víst geidrykkur) með vini mínum, miðaldra karlmanni sem ekki er í krísu meir en venjulega. Analíseruð þjóðmálin og áttum margar góðar lausnir. Ég er að undirbúa framboð í 7. sætið í komandi prófkjöri. Því ég hef svo mikið til málanna að leggja.

Fór svo í bæinn. Fyrst í Habitat að leita að bókarekka til geyma ljóðabækurnar sem hrúgast upp við rúmstokkinn hjá mér. Skrítið hvað ég er farin að hafa gaman af ljóðalestri, þetta er alveg nýr heimur. Síðan fór ég Kokku. Fékk fyrirlestur um mólikúlauppröðun í hnífsegg. Heima hjá mér í gamla daga voru hnífar brýndir og stálaðir. Nú er eggin strokin til að endurraða mólikúlaóreiðu. En það er efni í annan pistil.

Keypti krækiber í Vínberinu og fór í Ríkið og keypti pela af Vodka (matsj00ooooooo.....). Fékk þar tips um rauðvín sem ég ætti að kaupa eins mikið af og ég gæti borið. Beronia, Tempranillo, Elaboratcion Especial (2001). Með rauðbrúnuletri á hvítum miða (þetta gef ég upp fyrir þá sem kaupa vín eftir sjónminni). Hafði bara fang fyrir tvær.

Heim kominn hræði ég í deig óbrýndur. Nú skyldi kannað hvort fyrsta og eina tilraun mín til baksturs á ævinni hefði verið heppni. En til þess þurfti ég að drekka í mig kjark. Ég ætlaði nefnilega með betubrauðið í partíið og matinn um kvöldið. Þetta gekk allt betur fyrir sig en fyrr. Eldhúsið var ekki alveg undirlagt, þó hvít hveitislikja lægi yfir eldhúsgólfinu. Nú kunni ég ráð við samloðun og viðloðun. Og nú var ég kominn í listamannafasann og brauðið var því formað í hringi og í þetta skipti gleymdust ekki graskersfræin. Kringlótt brauð með grasfræum og stöffi.

Nú þurfti ég heldur ekki að bíða í tvo tíma eftir að deigið hefaðist, enda reynslunni ríkari. Rauðvínið var svakalega gott. Svo gott að kjarkleysið sem almennt ég er haldinn lét lítið á sér bæra. Ég ætla að kaupa kassa strax eftir helgina.

Svo fór ég að útbúa enn eina gerðina af berjasnaps, það er karlmannsverk og einfalt. Næst hnoðaði ég deigið og bakaði svo í 10 mín á sérstökum pizzumótum með götum sem ég er nú búinn aðhafa upp á. Segið að ég taki þetta ekki alvarlega.

Svo fór ég í partíið og hafði þá lokið einni rauðvínsflösku og bakað tvö brauð. Gaf reyndar pínulítið með mér af rauðvíninu, en lítið af mér. Var glaður en það gerist ekki oft enda fátt til að gleðjast yfir. (Ég er að reyna að verða svo melankólískur að ég geti ort ódauðlegt ástarljóð til þeirra einu sönnu). Varð enn glaðari þegar betubrauðið sló í gegn. Það eitt gefur mér von. Drakk meira rauðvín og varð enn glaðari. Bætti að lokum við koníaki. En fátt er skemmtilegra en góður matur og gott vín með góðu fólki.

Helgarhintið: Kaupið Berónía með rauðbrúna letrinu.

Engin ummæli: