27. september 2005

Galsi


Afkvæmi Galsa eru í meðallagi stór, höfuðið er fulllangt en skarpt og eyru fínleg. Hálsinn er grannur og klipinn í kverk. Bakið er vöðvað og lendin jöfn en nokkuð grunn. Þau eru létt á bolinn en fremur afturrýr. Fætur eru grannir og sinastæði lítið en hófar þokkalegir. Þau eru óprúð á fax og tagl. Töltið er hreint og rúmt en lyftingarlítið. Brokkið er rúmt og skeiðið frábært. Þau eru viljug og fara vel í reið. Galsi gefur fjölhæf og rúm ganghross, hann hlýtur 1. verðlaun fyrir afkvæmi og þriðja sætið.

Svona hljómið kynbótadómur/afkvæmadómur fyrir Galsa þegar hann fékk heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Greifi er Galsasonur og Hálfmáni undan Marvin frá Hafsteinsstöðum sem er líka afkvæmi Galsa.

Engin ummæli: