15. september 2005

Bleikja

Dagbókarbrot:
Vissi af manni nokkrum sem árlega setur met í veiði í Vatnsdalsá. Nú veiddi hann 59 fiska. Honum var því send þessi vísa.

Úr Vatnsdalsá með veiði góða
vanur maður skilar sér.
Hvenær má ég silung sjóða,
sérðu af einum handa mér?

Hann svaraði um síðir:

Ég mun þér færa Ærir* fisk,
sem fékk ég norður í Húnaþing.
Má bjóða þér að bera á disk
bleikju, lax eða sjóbirting?

Kkv/MÓLa
*Innskot Æris í stað þess nafn sem hann er stundum nefndur en gegnir ekki lengur nema á opinberum vettvangi, sem hann almennt þó forðast.

Sendi svar í dag:
Bleikju get ei beðið lengur
bauðst sá góði fiskur?
Tafðist nokkuð eða týndist fengur?
tómur er enn minn diskur.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halur hefir áhyggjur nokkrar af fiskþurrð sunnan heiða hjá brimli ættuðum úr norðurhöfum. Hann gefur þetta ráð:

Hvort sem ætlar hann að steikja,
hráan éta eða reykja;
þá skaltu áður
enda þjáður,
endilega smjörið sleikja.

ærir sagði...

hvar er þessi bleika bleikja
bústin til að steikja
skal hana í reyknum reykja
og rífa svo og sleikja

ærir sagði...

enn gengur ærir bónleiður til búðar:

að norðan berast röggsöm ráð,
mér raunmæddum æri.
reynast mun þó betur bráð,
ég bleikju frá þér særi.