9. september 2005

Mystic for you

Hvað snertir þá taug, er snýr við hjarta
snjófugl um sumar, syngdu þinn óð.
Hvar leynist blossinn með leiftrinu bjarta,
er ljómar að nóttu sem kvöldsólarglóð.
Hvenær ná hjörtun að hrærast í takti
sem hamast í einsemd að halda við mætti.
Ég yrki mín kvæði, í alheimisins tómi,
engin þau heyrir, þær nætur ég vakti.
En blómið það fölnar ef brestur sá ljómi,
er bærði við hjarta með titrandi slætti.

Engin ummæli: