þegar læknar veikjast af flensu kvarta þeir og kveina. Þannig sagði einn prófessor í geðlækningum við okkur studiosi medicinae fyrir margt löngu að hans secundary gain í flensum væri að fá að liggja heima auka dag og láta stjana við sig. Þetta reyni ég alltaf og nú er ég komin með mína haustflensu, -reyndar ekki farinn að tárfella eins mikið og venjulega. En frá þessum veikindum greini ég skilmerkilega þeim sem vilja hlusta eða komast ekki hjá því að hlusta. Þannig býr undir von um secundary gain af mínum veikindum. Þannig hafa mér borist ótal margar kveðjur og óskir um bata eins og sagt er í pólitíkinni. M.a. frá pasíentum, en ég stunda heimilislækingar on-the-side og hef opna klinik á kvöldin heima hjá mér fyrir gesti og gangandi og þangað leita mínir tryggu sjúklingar eða þeir sem ekki hafa aldur til að mótmæla og koma í fylgd foreldra. Það er nú reyndar stærsti hópurinn, hinn fer minnkandi.
Ég nota helst gamaldags húsráð og ætti eiginlega að kallast græðir fremur en læknir. Þannig var ein vinkona mín á þriðja ári hjá mér um daginn og þurfti ráð vegna kvefs og nefstíflu. Ráðlögð var hafgola og sjávarúði upp í nefið og etv hitalæknandi og svo tyggjó. Þetta er óbrigðult ráð til að vinna traust sjúklinga á þessum aldri. Þ.e.a.s. tyggjóið. Þeir koma gjarnan aftur. Svo fylgist ég með framgangi sjúkdómsins í tölvupósti og líkist þannig Dr. House í sjónvarpinu sem helst vill ekki sjá sjúklinga en lækna þá frekast úr fjarlægð. Ég er svolítið líkur honum í öllu viðmóti (má sjá á fimmtudögum á skjá einum um kl 22). Og eins og hann sem gengur um með verkjatöflur og bryður fyrir framan sjúklinga og rekur raunir sínar þá geri ég það lika, þ.e. rek raunir mínar. Pilluátið er meira, svona ja prívat í mínu tilfelli.
Mér barst svo þetta skeyti frá vinkonu minni á þriðja ári og mömmu hennar í dag og þar sem óljóst er hvor er pasíentin og hvor læknirinn í þessu tilfelli, læt ég þetta flakka þó eflaust verði ég lögsóttur um brot á pasíent-doktor trúnaði:
"læknir lækna sjálfan þig, er eina heilræðið sem ég get gefið á þessu stigi enda alltaf ráðagóð var að enda við að klippa tyggjó úr hári með kjötskærum. litli sjúklingurinn mjög ánægð með að fá tyggjó og súkkulaði í morgunmat og fá að horfa ómælt á stubbana, ja svona ætti að vera hvern einast dag, hugsar hún og skilur ekki annað farðu vel með þig".
þetta er dæmi um vel heppnaða lækningu og ánægðan pasíent.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli