18. september 2005

Í fínu formi eða hjartablokki

Keypti blóðþrýstingsmæli í dag. Einn sjálfvirkan með batteríum. Mældi sjálfan mig enda alveg viss um að þrýstingurinn sé alltof hár þessa daganna og hina líka. En viti menn. Eitthvað er að virka eða annað í skralli. Kannski ístruátakið ÍÁ2005. Bþ 135/78. Púls 50 og við endurteknar mælingar 45 slög/mín. Er ég í formi eða hjartablokki af 1. 2. eða 3. gráðu? Eitthvað er að skila sér í puðinu. Þyngdin. Ja... hún er þrautinni þyngri. Enn er ég samt svolítið góðhjartaður. Það er gott að vita.....

Engin ummæli: