Surprise!!!
Datt einhverjum í hug að ég gæti látið líða langt á milli þess að ég skrifa um hesta. Fór í dag í leiðangur í Hestheima. Þar var uppboð eða sala á hestum. Sá þar einn, tvo, þrjá eða jafnvel fjóra sem ég gæti fallið fyrir. Einn af Kirkjubæjar- og Hindisvíkurkyni. Mín uppáhalds erfðafræðingsblanda. Faðir frá Kirkjubæ og móðir af Hindisvíkurkyninu (vonandi því gamla). Rauðtvístjörnóttur og hét Tvistur. Sá í hendi mér að hann var hestur sem mig vantar í stóðið mitt sívaxandi. Rólegur, viljugur, yfirvegaður með allan gang og mjúkur. Held ég sé að fá tilfinningu fyrir því hvað er góður hestur sem passar mér og kannski mínum líka. Nú er vandi úr að ráða. Kominn á aðra flösku úr vínkassanum mínum, Beronia, sem ég mælti með fyrir viku og drakk tvær flöskur af líka þá. Best að drekkja sorgum sínum..... eða gleðjast yfir því óvænta sem lífið gefur..........
Engin ummæli:
Skrifa ummæli