Að strönd þú hraktist
og stefndir að hömrum,
í bjarginu bergmál,
þar sem bíða þín forlög.
Hamrarnir opnast
og hrynur úr bergi,
Skriðurnar falla
það skellur í grjóti.
Eldurinn kviknar
úr iðrum hann þeytist.
Himnarnir hljóma,
þú lendingu nærð,
en bátinn þinn brýtur
báran við klett.
Við lendur þess fjarska
með vitanum bjarta
er færði þér sjórinn,
þín bíður í vari
og bylgjuna kyssir
nýtt skip undir seglum.
Í tunglskini nætur
það titrar hvert borð
er ýfist upp veður,
ólgar þá brimið
og upp lyftist bylgjan,
þú berst út í geiminn
og siglir með stjörnum.
28. september 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli