4. september 2005
Mal de Mer
Sjóveiki getur tekið á sig ýmsar myndir. Hún hefur ekki verið flokkuð eða skilgreind nægilega. Það er ég sannfærður um. Þurfti að sinna fjölskyldumeðlimi sem er að leggja í langferð á sjó og segist aldrei hafa sjóast. En mín sjóveiki er annars háttar. Ég sakna sjávarins. Sjávarniðs og öldubrots. Ilmsins í kjölfar sjávarroks. Að hlusta á báruna gára við ströndina. Það er mitt Mal de Mer.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Þórbergur skrifaði um "vatnsorkusálsýki" m.a. vatnaskáldanna ensku ef Halur man rétt úr menntaskóla úr kverinu Einum kennt - öðrum bent. Halur þurfti að aðstoða ungan dreng sem aldrei hafði verið á sjó en var á leiðinni í nokkurra vikna túr á togara; móðirin bað um sjóveikiplástur fyrir alla ferðina! Áður fyrr voru aðrar aðferðir notaðar á unga drengi. Sjávarsálsýki kannast Halur mæta vel við og beitir öllum ráðum til að forðast hana. Vötn og ár geta - tímabundið - komið í stað sjávarins, en illt er til þess að vita að Ærir, þessi "sjávarbrimill", þurfi að kveljast langt uppí landi sunnan heiða. Halur vildi fremur sjá hann í gúmmístígvélum í fjörunni, jafnvel beran á fæti, þar eða hann er hálfgerður brimill að upplagi.
Skrifa ummæli