6. september 2005

Af bakstri vandræða og brauðs

Afrek mín og raunir hafa orðið til þess eins og ég vonaðist að eftir mér yrði tekið á ný. Ýmsir hafa komið að máli við mig bæði bréfleiðis og undir fjögur augu eða sex. Þar hafa allir sína sögu að segja, en mest sláandi var saga sem kollegi minn sagði mér. Hann hefði gengið í gegnum brauðtímabil. Það hefði verið ánægjulegt en erfitt á köflum. Gekk svo langt að hann fór að láta vekjarklukkuna hringja klukkan fimm á morgnanna til að fara og hræra deig. Svo lagði hann sig í klukkutíma og lét klukkuna hringja aftur. Fór þá fram til að hnoða degið og setja inn í ofn. Svo lagði hann sig aftur og vaknaði við brauðilm. Þannig gekk þetta dag eftir dag. Þar til eiginkonan gafst upp á þessu brölti hans og gaf honum brauðvél, enda nokkur truflun í því að láta vekjarklukkuna hringja á klukkutíma fresti frá því fimm um morguninn. Síðan hefur hann ekkert bakað.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já brauðbakstur getur verið svolítið vandræða skapandi fékk uppskrift af brauð meinhollu með engu geri bara lyftidufti og svei mér ef það var ekki eins á bragðið og það sem mamma bakaði hér áður fyrr og við eldri systkynin átum með góðri list ásamt rabbabarasultu þegar við komum úr skólanum. Þessa uppskrift fékkég á lundi þeim sem kenndur er við Reykji, tek fram þetta er ekkert froðubrauð eins og nú er í tísku, heldur saðsamt og kraftmikið.En ekki er allt gull sem glóir þegar ég svo bakaði brauðið þá var það ekki eins og það sem ég hafið borðað með svo góðri list, heldur eitthvað sem hægt var að nota til sjálfsvarnar sem sagt það hart og þétt að hægðarleikur var að rota mann með því.Því skora ég á þig að verða þér út um uppskrift þessa, hæg heimatökin,og baka brauðið gefa mér svo að smakka um helgina. Norðankveðja

ærir sagði...

ja sko það þarf ákveðna hæfileika í þetta, en hvort þú færð þetta brauð eða annað verður að ráðast. Svo á ég til stikilsberjamauk sem ég sauð í gærkveldi!