12. september 2005

Grjótharðir

Karlarnir breima og bágindi sýna
bugaðir menn.
Eru þeir búnir tólinu´ að týna
eða tollir það enn?

Þessa kjarnyrtu vísu hnaut ég um á vefsíðu sem margt gott hefur komið af. T.d. betubrauðið sem er nú mitt helsta partípís. En greinilegt er að hugarheimur karla og kvenna er ólíkur eða kannski það fari eftir stjörnumerkjum fremur en kyni. Það er í rannsókn. Þannig prófa konur að pissa standandi, en aldrei dytti karlmanni í huga að pissa sitjandi ótilneyddur. Þeir eru þó oft neyddir til þess. Karlmenn ræða sjaldan eða nánast aldrei um sín innri mál, nema ef vera skyldi nafnlaust og númerslaust á duldum heimasíðum. Þó er til undantekning sem ég hef kynnst á sl. ári en það er vinnustaður upp í sveit. Þar tjá menn sig um vandræði sín opnar en annars staðar sem ég hef kynnst og af því hef ég etv smitast. Stundum verða þeir þó fyrir aðkast vegna þess og kallaðir kverúlantar með einum eða beinum hætti. Konur vilja bara harða nagla ekki mjúka, -ég hef greinilega verið á rangri leið. Rétt einu sinni.

3 ummæli:

Guðný Pálína sagði...

Í ósköp venjulegu morgunkaffi í vinnunni í sumar var einhverra hluta vegna verið að ræða klósettvenjur kynjanna og þá leysti mætur maður frá skjóðunni: Sem eini karlmaðurinn í fjögurra manna fjölskyldu (og ósköp latur þar að auki) hafði hann séð það í hendi sér að það var vinnusparnaður fólginn í því fyrir hann að pissa sitjandi. Þá þurfti hann nefnilega að þrífa klósettið sjaldnar ;O)

Nafnlaus sagði...

þetta hlýtur að hafa verið bugaður maður. sáuð þið ekki about schmit...

Nafnlaus sagði...

Halur hélt í heimsku sinni, að það væri veikari kynið sem héldi um tólin; karlar hafa engu að tapa lengur og þá hvorki í kynlífi né öðru, konur eru alls staðar við "stjórnböllinn". Fyrra komment Hals fór afsíðis.