13. apríl 2005

Veðrabrigði

Veðrabrigði eru eins og geðbrigði. Suma daga ætti maður ekki að fara fram úr. Að minnsta kosti ekki fram úr sér. Veðurfar hefur verið annkannalegt undanfarna daga. Í gærmorgun var hvít jörð og af bílum þurfti að hreinsa nokkuð þykkt snjólag. Síðdegis var allur þessi snjór farinn. Í morgun, sól og heiðskýrt. Stilla og Rauðavatn alveg slétt og með glampa. Ég var árisull í morgun, vaknaði kl 5.30. Ekki beint á áætlun. Geðbrigðin ekki í samræmi við veðurbrigðin. Nú vappar fyrir utan gluggann hjá mér þröstur minn góði, og grænum blæ slær á þúfurnar. Kannski fer vorið að koma. En hvar er stúlkan mín.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hún er hér, í vinnunni!