13. apríl 2005

Stirðlyndi.

Þá er heldur farið að rofa til í morgunstirðlyndinu, enda dagurinn liðinn að nóni. Hitinn þokast upp í 3C. Fann ljóð sem ég habði samið og vissi ekki um fyrr en ég fór að lesa fimbulþulununa mína aftur.

Hesthús.

Hestarnir mínir
eru taktfastir
á gangi.

Ég þarf að læra
hrynjanda
af þeim.

Hesthús eru
lærdómshús.

og svo:

Orkukorn

Ég hef þulið
orkukornafræði.

Kannski eru
vísurnar mínar,
mín orkukorn.

Hver veit.

-------

Nú er best að þegja eins og tjörupappi (þetta er orðsamband ekki ljóð).

Engin ummæli: