20. apríl 2005

Þakkir til eiginkonunnar

Konan mín var í Madríd og keypti skó á okkur bæði.

Kona á rölti keypti skó,
kná í búðavíking.
Knúsa iljar, kætir fót,
Campers eftirlíking.

4 ummæli:

Elísabet sagði...

fín ferskeytla hjá þér ærir - þér fer fram í brageyranu

Nafnlaus sagði...

æfingin skapar miðlungskveðara, -vonandi. vissi ekki að bragfræði gæti verið svona ágætis afþreying. loks farinn að skilja hvað atkvæði og bragliðir eru. það virðist til bóta. sé það jafnvel sjálfur. er þó en að baxa.

Elísabet sagði...

já, þetta er skemmtilegt. það vantar reyndar eitt err hjá þér í vísuna, til að hún sé alveg rökrétt...

Nafnlaus sagði...

Campers kominn loks á skæði,
keypti á Spáni spúsa.
Kampavín nú væri æði
viðeigandi að djúsa!

Kkv/MÓla