Ekkert hefur verið sinnt um Dratthalastaðadrápu um skeið. Því miður. En nú skal birt eitt erindi úr Skaufhalabálki Svarts Þórðarsonar, en hann bjó í Þorskafirði. Báðir erum við komnir af Andrési Guðmundssyni og Þorbjörgu Ólafsdóttur. Andrés var sýslumaður á Felli í Kollafirði og bóndi þar og Bæ á Rauðasandi. Launsonur Guðmundar ríka á Reykhólum, er dæmdur var útlægur 1446.
Skaufhalabálkur er 42 erindi, en hér eru aðeins fjögur þeirra birt.
....
Sannast má það
að sýnist þú gamall
og stirðfættur
að strjúka að heima
og matvæla
mér að afla,
niðjum okkar
til nauðþurftar.
....
Mælti þanninn
móðir dratthala:
"Matr er eigi meiri
mér í höndum:
halrófu bein
og hryggur úr lambi,
bógleggir þrír
og banakringla.
....
Fór heiman þá
fjótt dratthali
og ætlar sér þá
afla fanga
fann skjótlega
fimmtán sauði,
og einn af þeim
allvel feitan.
....
Hefr bálk þennan
og barngælur
sett og samið
Svartr á Hofstöðum
mér til gamans,
en meinþurrðar
mengi ófróðu.
Mun eg nú þagna.
11. apríl 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli