14. apríl 2005

Bruðningur.

Bruðningur er ólystugur harðindamatur. Það munu beinastrúgur líka vera skv. Sveini mági.

Til eru margar lýsingar á mat, alveg eins og sokkum. Hér koma nokkur dæmi:
blóðæsandi matur, einskorinn matur, fábreyttur matur, fornsoðinn matur, gómsætur átmatur, hanginn matur, hálfétinn matur, heimsendur matur, hvítur matur, illætur matur, kokkaður matur, kræsingar og sælgætismatur, leiðigjarn matur (oft eldaður heima hjá mér, skv. yngri syni mínum), rammíslenskur matur, niðursoðinn dósamatur, þunglífur matur, ólystugur harðindamatur.

Í skemmitlegum orðsamböndum má finna:
maturinn getur verið kappsýður, maturinn smeltist treglega, það er ekki lítill matur í messunni, það er meiningin málsins og maturinn kálfsins, maturinn getur verið gómtamur og óleiðigjarn,

En hér kemur ein eplauppskrift til viðbótar:

Kjúklingur, eitt stykki. Stærð háð fjölskyldu. Kryddað vel með sítrónupipar (mikið almennt sérð).
Kartöflur skornar í bita, sumir vilja sneiðar, aðrir báta eða bara forsoðnar smákartöflur. Hér getur hver og einn sett svip sinn á réttinn.
Laukur, brytjaður til að leyna fyrir börnunum.
Hvítlaukur en má sleppa.
Epli. Skorin í báta, helst afhydd. Mikið af þeim. Þegar þið haldið að komið sé nóg, þá bætið við 2 eplum og þegar þið haldið að sé komið allt of mikið bætið við einu í viðbót.
Allt sett í stóran ofnpott, emalieraðan.
Sett í ofn (því lengur því betra).
Farið á hestbak og drjúgan reiðtúr.
Komið heim og borðið með bestu lyst.

Hátíðarútfærsla.
Sleppi kartöflum, notið meira af eplum.
Bætið vodka slurk út í, eða íslensku brennivíni
Minnkið sítrónupiparinn eða sleppið alveg, og notið smá salt og pipar.
Rjómaslurku talsvert.
Berið fram með því sem gott þykir.

Eplauppskrift án epla.
Notið allt að ofan (ekki hátíðarútfærslu):
Skiptið út eplum fyrir annað grænmeti,
þmt sykurkartöflu (ekki mikið, en meira af öðru).
Ekki gleyma reiðtúrnum.

Uppskrift án reiðtúrs.
Val á uppskrift að ofan, en í stað reiðtúrs er mælt með hjólaferð eða göngutúr.

Ath í þessari uppskrift er engin Fjörmjólk.

3 ummæli:

Elísabet sagði...

vil bara lýsa ánægju minni með uppskriftastefnu æris. líst firna vel á epli með kjúklingi hér að ofan, ætla að prófa þetta (en sleppa reiðtúrnum)

huxy sagði...

hljómar vel, stefni á hjólatúrsútfærsluna innan skamms.
bendi æri og fleirum á síðuna brallibauk.blogspot.com þar sem finn má margar og mismunandi uppskriftir.

ærir sagði...

bon apetite