29. apríl 2005

Ritlán

Ritlán manna er misjafnt í vísindum. Það höfum við sem ritum á þessa síðu reynt oftar enn einu sinni. En stundum gleðst maður yfir árangri annara og stundum hitta þeir naglann aftur á höfuðið, reyndar ekki sami naglinn og áður greint frá í dag. Heldur að í rannsóknarviðfangsefni sem átti hug minn allan í hjartnær áratug og varð m.a. að doktorsritgerð um miðjan síðasta áratug hafa orðið nokkrar framfarir. Þannig hefur doktorsnemandi minn í Hollandi og samstarfsmenn hennar hitt blessaðan naglann á höfuðið í framhaldsrannsóknum á því sem við vorum að basla með hjá ónefndu íslensku rannsóknarfyrirtæki. Niðurstöður þeirra hafa nú birst og mér hlotnast sá heiður að fylgja þeim úr hlaði í tímaritinu Nature genetics. Þar er lítið greinarkorn frá mér um þetta efni og má sá á slóðinn: http://www.nature.com/ng/index.html
Smellið þar á ”Imprinting in preeclampsia” á forsíðunni (og svo næstu síðu full text í hægra horninu).

6 ummæli:

Elísabet sagði...

til hamingju ærir! þú ert dugnaðarforkur.

Nafnlaus sagði...

Halur veit að glæstur er hann Ærir í glitklæðum með Glóa sér nærri en glæstari er máski Ærir í stofu með ritverkin að baki.
Halur kvað:
Að negla nagla kann
og nánar lýsti hann,
í erfðafræðum
og erfiræðum
alla leið að "Niðurhæðum".

Nafnlaus sagði...

Frændi Hals vill láta þess getið að um nýtt form er að ræða í ambögu kvöldsins, stundum brýtur nauðsyn lög!

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með greinina, ég reikna með að hún sé góð fyrst hún var birt. Ég skil varla orð af því sem þú skrifar í greininni svo næst skaltu skrifa á mannamáli en það er nú bara vegna þess að ég hef enga menntun í starfsemi líkamans en aftur á móti þá veit ég hvernig það er að hafa fóstureitrun en það kemur nú málinu hreint ekkert við. k

huxy sagði...

ég hélt um stund að ég hefði hitt naglann á höfuðið; master hefði breyst í doktor og minn vísaði til þess að ég er, jú, mágkona þín ... en ég kem lítið nálægt nature genetics, læt aðra um það! glæsilegt.

Nafnlaus sagði...

Þetta barst frá MÓla:

"Litla" grein hann var að gera,
gerð´ana víst í miklu fáti!
Glæsilegt, ég gratulera.
Genólóginn lítilláti!