Grámi hátt í Esjuhlíðum,
- hótar okkar vori að víkja,
hann vill okkar vonir svíkja.
En úti sýnist sólin blíða,
sumarkomu boða nýja.
Hvítan fald að miðju fjalli
fegurst skartar meyjan flík.
Hvenær kemur vorið vænsta.
- vorið sem og sólarblíða,
sumarþeyr um velli víða.
Ljóma sund í ljósum sólar
lævíst gerði kuldakast.
Ætlar sumar seint að koma,
sumarvon við köllum þig.
1. apríl 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli