Svo virðist sem nú sé komið að uppskriftatímabilinu, og skriptatímabilinu, sbr. pápísku lokið. Enda ekki hægt að iðrast stöðugt, jafnvel stórsyndugir. Við feðgarnir vorum einir heima um helgina. Húsmóðirinn á rölti suður í Madríd. Tókst að sólbrenna þrátt fyrir kulda og trekk. Kom heim í nótt. Við feðgarnir höfum þurft að ala önn fyrir okkur í 4 daga samfellt.
Reyndum nýja hesthúsauppskrift. Enda snýst lífið um hesthús og láta matinn malla á meðan hestum er sinnt. Drengir í öðru sæti, að þeim finnst. Um helgina, eftirfarandi matseld, -reynd og dugar í neyð.
Látið barnið fá kredid kortið,
kennið pin númer,
sendið í Makdonalds.
Farið í reiðtúr.
Dæmi um útfærslu: Fór á þrjá hesta, Flygil sem allt í einu fann töltið. Fórum fram að Elliðavatni og tókum þeysireið heim. Svo Skuld sem var í fúlu skapi og vildi stuttan túr og telur sig enn eiga inni hvíld eftir að hafa farið Elliðavatnshringinn um helgina á undan. Loks á Hóf sem nú er í endurhæfingu eftir slysið og slagsmálin á kránni á heimsenda. Sá fór geyst. Fékk lausan tauminn.
Kom svo heim og þar beið mín kaldur hamborgari frá Makdonalds og flatt kók með kartöflustráum.
Sat einn og át yfir sjónvarpi.
Konan á rölti í Madrid og
drengirnir á sínu tölti um bæinn.
18. apríl 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
eldaði þessa líka fínu kjötsúpu að hætti mömmu í Daltúninu en enginn vildi borða, skelti þá pasta í pott handa drengjunum og Evu foreldrar á Akureyri, Vildi að ég hefði hringt í þig man það næst
Skrifa ummæli