29. apríl 2005

Heilabrot

Þessi ágæti botn beið mín, og hittir þar naglann beint á höfuðið.

Annars er spurning dagsins þessi, sérstaklega er henni beint til endurhæfingarlækna og annara í þeim bransa: Hvernig meðhöndlar maður heilabrot?

Loksins kominn í langþráð frí,
lengi mun þess njóta.

Endurnærður aftur sný
til andans jafnt sem fóta.
K.kv./MÓla

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Halur hyggur: lausnir allar liggja í eigin ranni.
Halur kvað:
Ef kemstu karlinn í þrot
og kroppur finnur ónot;
þá frekari æfing,
síður endurhæfing,
opnar þín heilabrot.

Nafnlaus sagði...

UM HEILABROT:

Heilabrot hjá drósum jafnt sem drengjum
draga margan ungling inn á BUGL.
Endurhæfum þau en ekki spengjum,
annars gæti allt farið í rugl.

Kv/MÓla