28. apríl 2005

Örmögnunarangist

Að lífið sé skjálfandi lítið grass, átti náttúrulega vel við í leikfimininni í dag. Reyndar lítið um fimi verð ég að segja. En þetta samdi þjóðskáld. Hér yrkir sá er lítið annað getur og algjörlega fixeraður á vandamálið og langt frá því að vera mótiveraður. Þetta brá fyrir í örmögnunar angistar kasti í búningsklefa að lokinni meðhöndlun Dean Martins (ekki söngvarans):

Syndir mínar sitja á hér,
sveittur fitukeppur.
Æfingar sem að ætlar mér
eru algjör kleppur.

Fór svo í sund á eftir, og get staðfest að floteiginleikar hafa lítið breyst og sundgeta í lágmarki enda vissara aðhalda sig nærri bakkanum þegar maður er hvort sem er á brúninni.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það góða við íslenskar sundlaugar er að ef laugin virðist djúp og stór þá er alltaf heitur pottur stutt frá bakkanum, og það er svo notalegt að soðna þar og verða að rúsínu eftir erfiðar æfingar! k