22. apríl 2005

Copycat perv burnt

þetta var fyrirsögn í amrísku blaði sem segir frá viðureign ungs kana við heitt eplapæ, að hætti bíomyndarinnar american pye. þessu kom meinafræðingur á framfæri við okkur. Setti saman að því tilefni:

Ef að djásni ofan í pæ,
otar ungur haninn.
Brúklegt varla býður hræ,
brúði sinni kaninn.

vinir bættu um betur:
MÓla:

Otaði tota ofaní pæ
Ungur amríkani.
Birtist honum brunahræ,
Brunninn gleði-rani.

og svo LG:
Það sem er eftirminnilegast er líka þýðingarmest.

Þótt mig oft um dísir dreymi
dofnar minning þeirra kynna,
en eplaköku aldrei gleymi
hún alla tíð mun á sig minna.

4 ummæli:

Elísabet sagði...

fyrirgefið, en er þetta ekki samkeppni? jú, auðvitað, þið eruð karlmenn. þá verð ég að segja að mér finnst Móla vísa fyndnust...

Nafnlaus sagði...

Kvenleg fræði kvelja mig,
að kveldi kominn dagur.
Keppni enga kannast við,
þó kveðinn sé einn bragur
.

Elísabet sagði...

Æ, fyrirgefðu Fimbulfambi, gat bara ekki hamið í mér skepnuskapinn. Þið eruð allir firnagóðir, mér fannst "gleðirani" bara svo skemmtilegt orð.

Ærir þolir ýmsar raunir
uppsker lítinn frið
gleymdu því þótt grænar baunir
gjammi við og við.

Nafnlaus sagði...

Gleðirani ekki er
auminginn hann ærir.
Græna baunin gleði ber
og giftusamleg færir.