18. apríl 2005

Munnvarp

Enn er reynt við eldri bragarhætti. Hér er það munnvarp en þau eru 8 ljóðlínur (4 hendingar). Hver þeirra eru þrír bragliðir. Rím er einugngis í síðlínum hendinga þá oftast sniðrím, en hér er það alrím, þ.e. á sérhljóðin og samhljóðin eru þau sömu.

Kemur fram í kvæði
kærleiksríkur ærir
Vinur allra veikra
vandalausra fjanda
Sælir allir sitja,
sáttir náum áttum.
Líkna skaltu ljóðið,
lauga mína bauga.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Nú ertu að verða alvöru----- frábært hjá þér alltaf jafn gaman að fylgjast með. Sé þig í næstu viku BA

Nafnlaus sagði...

Sæll. Gat ekki setið á mér að svara þér og sendi þetta líka inn á síðuna - vonast til að sjá þig á morgun, en svona var svarið:

Hér verður egi þagað - þvílík er snillin.

Datt í hug að búa til nýjan bragarhátt, skyldan Munnvarpi og dróttkvæðum, en kalla hann Kjafthátt:

Ærir engan særir,
allur er´ann snjallur.
Kærleiks-fréttir færir
fjallar um og skjallar
sjúka menn og mjúka,
meyjar jafnt sem peyja.
Garpur úr gini varpar
góðlátlegum ljóðum.

19. apríl 2005

MÓlason