12. apríl 2005

Glói Hugason, frá Ásgeirsbrekku.


Glói Hugason, frá Ásgeirsbrekku.

Eins og segir í kvæðinu okkar:
"við Glóa ég gantast og geysist um grund,
þegar grípa til töltsins, þá léttist mín lund".

Það á vel við um öðlinginn hann Glóa frá Ásgeirsbrekku (IS1998158477). Hann er yngsti hesturinn okkar, hann er að verða 7 vetra á sumardaginn fyrsta. Hann er með allra stærstu hestum landsins. Hávaxinn, sótrauður, blesóttur og glófextur (ljósfextur). Í Feng er hann skráður dökk dreyrrauður. Hann undan Huga frá Hafsteinsstöðum, en í fyrra voru Hafsteinsstaðir valdir ræktunarbú ársins á Landsmótinu á Hellu. Hugi er svo undan Hrafni frá Holtsmúla og Sýn frá Hafsteinsstöðum. Hún er dóttir Feykis frá Hafsteinsstöðum sem er undan Rauð frá Kolkuósi. Móðir Glóa er Stjarna frá Ásgeirsbrekku, sem er undan Frama frá Kirkjubæ, Frami er svon undan Þætti frá Kirkjubæ, svo aftur koma hér saman Kolkuósætt og Kirkjubæjarætt í hestunum okkar. Þá blöndu kunnum við vel að meta.
----
Í gærkveldi fórum við hjónin tryppahringinn, sem er stutt reiðleið umhverfis hesthúsahverfið okkar, tókum bæði settin. Ég fékk Flygil og Skuld en hún fór á Glóa og Hóf. Tók ekki langan tíma en mikil upplyfting að bregða sér aðeins á bak. Eldaði svo heimatilbúinn fiskrétt með eplum. Alls ekki svo slæm hugmynd og einföld:

Gulrætur og laukur mýkt á pönnu, raðað í eldfast mót.
Sósa gerð úr 1/2 pakka léttsmurosti m/ blönduðum sjávarréttu og 1/2 pakka kryddosti, leyst upp í Fjörmjólk við lágan hita.
Ýsa eftir þörfum, raðað ofan á gulrætur og lauk. Maldon salt eftir smekk á fiskinn.
Epli skorin í skífur og raðað ofan á ýsuna.
Ostasósu helt yfir allt saman.
Gratinostur yfir allt.
Inn í ofn þar til bakað.
Mmmmmm!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já þér er margt til lista lagt prufaði uppskriftina og hún er frábær. Ertu búin að sjá bændablaðið þar er verið að segja frá Svaðastaðahátíð 21-24 apríl. Datt sísvona að segja þér frá.BA

Elísabet sagði...

verður það að vera fjörjólk? og keypt í Nóatúni í þokkabót?