Ritlán manna er misjafnt í vísindum. Það höfum við sem ritum á þessa síðu reynt oftar enn einu sinni. En stundum gleðst maður yfir árangri annara og stundum hitta þeir naglann aftur á höfuðið, reyndar ekki sami naglinn og áður greint frá í dag. Heldur að í rannsóknarviðfangsefni sem átti hug minn allan í hjartnær áratug og varð m.a. að doktorsritgerð um miðjan síðasta áratug hafa orðið nokkrar framfarir. Þannig hefur doktorsnemandi minn í Hollandi og samstarfsmenn hennar hitt blessaðan naglann á höfuðið í framhaldsrannsóknum á því sem við vorum að basla með hjá ónefndu íslensku rannsóknarfyrirtæki. Niðurstöður þeirra hafa nú birst og mér hlotnast sá heiður að fylgja þeim úr hlaði í tímaritinu Nature genetics. Þar er lítið greinarkorn frá mér um þetta efni og má sá á slóðinn: http://www.nature.com/ng/index.html
Smellið þar á ”Imprinting in preeclampsia” á forsíðunni (og svo næstu síðu full text í hægra horninu).
29. apríl 2005
Heilabrot
Þessi ágæti botn beið mín, og hittir þar naglann beint á höfuðið.
Annars er spurning dagsins þessi, sérstaklega er henni beint til endurhæfingarlækna og annara í þeim bransa: Hvernig meðhöndlar maður heilabrot?
Loksins kominn í langþráð frí,
lengi mun þess njóta.
Endurnærður aftur sný
til andans jafnt sem fóta.
K.kv./MÓla
Annars er spurning dagsins þessi, sérstaklega er henni beint til endurhæfingarlækna og annara í þeim bransa: Hvernig meðhöndlar maður heilabrot?
Loksins kominn í langþráð frí,
lengi mun þess njóta.
Endurnærður aftur sný
til andans jafnt sem fóta.
K.kv./MÓla
28. apríl 2005
Skammkell
Nú verður ekki lengur orða bundist. Hann Skammkell er kominn á kreik, sá ódámur og skjallari kvenna og karla. Hann er um margt líkur nafna sínum í Njálu. Þó held ég að hann sé yngri. Hann bætist við sem sögupersóna innan tíðar því hann tók þátt í Dratthalastaðabardaga, en frásagnir af orustu þeirra verða brátt færðar í letur. Það þykir þó tilhlýðilegt að kynna helstu sögupersónur fyrst. Skammkel rakst ég fyrst á fyrir allnokkru og eins og í vísu sem um hann var ort í norðuramti fyrir allmörgum árum. Sennilega er höfundurinn Hlymrekur handan sem nú er fyrir handan. En svona mun hann hafa kveðið um Skammkell, sem ég held að sé sami maðurinn en þó er það óstaðfest vísindi og gætu verið fleiprur einar. Þetta er því birt án ábyrgðar.
Eru verur sem vér nefnum guði
sem virðast oft lenda í puði
við að skapa, ég skil,
og þegar Skammkell varð til,
þá var skaparinn ekki í stuði.
Uppruni limrunar (skv rannsóknum) er mun eldri. Í enskri útgáfu er hún til svona (eftir Dante Gabriel Rosetti 1828-1882).
There is a creature called God,
Whose creations are some of them odd.
I maintain, and I shall,
The creation of Val
Reflects little credit on God.
Það skal tekið fram að ekkert hefur verð fitlað við rímorð 4 línu.
Mér þótti rétt að kynna Skammkell og tvílyndi hans, enda sá ég að hann var farinn að hasla sér völl á síðum velmektarfrúa, vestan Elliðaár. Skal nú varað við fagurgalanum í honum, rétt einu sinni enn.
(heimildir fyrir því sem hér er skrifað og farið frjálslega með má finna í Nýju Limrubókinnin sem Gísli Jónsson úr Norðuramti bjó til prentunar. Bókaútgáfan Hólar 2001)
Eru verur sem vér nefnum guði
sem virðast oft lenda í puði
við að skapa, ég skil,
og þegar Skammkell varð til,
þá var skaparinn ekki í stuði.
Uppruni limrunar (skv rannsóknum) er mun eldri. Í enskri útgáfu er hún til svona (eftir Dante Gabriel Rosetti 1828-1882).
There is a creature called God,
Whose creations are some of them odd.
I maintain, and I shall,
The creation of Val
Reflects little credit on God.
Það skal tekið fram að ekkert hefur verð fitlað við rímorð 4 línu.
Mér þótti rétt að kynna Skammkell og tvílyndi hans, enda sá ég að hann var farinn að hasla sér völl á síðum velmektarfrúa, vestan Elliðaár. Skal nú varað við fagurgalanum í honum, rétt einu sinni enn.
(heimildir fyrir því sem hér er skrifað og farið frjálslega með má finna í Nýju Limrubókinnin sem Gísli Jónsson úr Norðuramti bjó til prentunar. Bókaútgáfan Hólar 2001)
Örmögnunarangist
Að lífið sé skjálfandi lítið grass, átti náttúrulega vel við í leikfimininni í dag. Reyndar lítið um fimi verð ég að segja. En þetta samdi þjóðskáld. Hér yrkir sá er lítið annað getur og algjörlega fixeraður á vandamálið og langt frá því að vera mótiveraður. Þetta brá fyrir í örmögnunar angistar kasti í búningsklefa að lokinni meðhöndlun Dean Martins (ekki söngvarans):
Syndir mínar sitja á hér,
sveittur fitukeppur.
Æfingar sem að ætlar mér
eru algjör kleppur.
Fór svo í sund á eftir, og get staðfest að floteiginleikar hafa lítið breyst og sundgeta í lágmarki enda vissara aðhalda sig nærri bakkanum þegar maður er hvort sem er á brúninni.
Syndir mínar sitja á hér,
sveittur fitukeppur.
Æfingar sem að ætlar mér
eru algjör kleppur.
Fór svo í sund á eftir, og get staðfest að floteiginleikar hafa lítið breyst og sundgeta í lágmarki enda vissara aðhalda sig nærri bakkanum þegar maður er hvort sem er á brúninni.
27. apríl 2005
Kardíó
Fyrsti dagur að sjálfsdáðum í átaki 05. Mættur snemma dags og nú að standa sig einn. Fyrirmæli um 45 min aerobic þjálfun á tækjum. Eklipsu eins og það heitir erlendis. Átti þó engin heyrnartól, verða að bæta úr því. Svo stígvél. Bretti. Róðrarvél og reiðhjól. Enn á lífi, afrek fyrir suma. Nefni engin nöfn.
Heyrði í fjarska lengi, lengi,
líkaböng hljóma.
Batt þá mína þvengi, þvengi,
þrauka á meðan óma.
Lengi kveður líkaböng á Hólum.
Sat þar yfir sárum, sárum,
sveitum tárum.
Bætti við mig árum, árum,
ævilöngum gárum.
Lengi kveður líkaböng á Hólum.
Fór að loknu puði á booztbar, ætti að heita skyrbar. Mikið flottara nafn og hljómþýðara og svo rýmar skyr við bar. Fékk þar búst. Náði svo að ganga út í bíl án þess að verða rennsveitur og þurfa að skipta um skyrtu. Fór að því loknu og keypti 5l af þekjandi viðarvörn og snaraði henni á skjólveggina í garðinum. Í gær fór ég í garðrækt, því ég las í blaðinu á sumardaginn fyrsta að ef maður ræktar garðinn sinn þá ræktar hann þig. Þetta virðist mega sjá á öðrum blöðum líka í 8. víddinni. En nú bar svo undarlega til tíðinda að það var ég sem hóf garðvinnunna okkar í ár. Yfirleitt hefur það verið hlutskipti konunnar. Skýri það út síðar. En í ár var ég mættur galvaskur með klippur og réðst á heggstaða-, sumir segja hreggstaðavíðinn. Klippti óteljandi græðlinga, sem ætlað er að koma til nokkurs vaxtar í vor og planta svo í Grímsnes óðalinu, beitilandinu okkar góða upp við Sólheima. Nafn enn óákveðið, en á köflum er það mýrlent og í landi Kringlu. Því væri kringlumýri bara ágætt, en við erum enn að leita einhverju frumlegra. Kvíabekkur, Jórvík eða Svannastaðir, Stærri-Kringlumýri eða Stóra Kringla eða Skálholtshjálega því við horfum heim til Skálholts og svo yfir Skeiðin og þá blasir ískaldur Eyjafjallajökull við og Tindfjöll í blámóðu fjarskans. Kannski við þurfum að vera þar eitthvað til að fá tilfinningu fyrir nafninu. Sennilega fara hestarnir þangað á beit í júní. Fór aftur í dag að kanna hvort einhverjir græðlinganna hefðu skotið rótum en svo var ekki. Á morgun þarf ég að bera á sólpallinn og etv fara í mosaeyðingu með öllum tiltækum ráðum. Greinilegt að fótbolti hefur ekki verið sport á heimilinu lengi. Þarf sennilega að fá boltaglöð ungmenni úr fjölskyldunni í heimsókn. Það reyndist alltaf best á mosann þegar strákarnir voru yngri og faðir þeirra tilkippilegri en nú.
Að lokinni garðvinnu var hestum sinnt. Þetta ætlar að verða hið besta frí. Í gær fór ég einn á Hófi umhverfis Rauðvatn. Við kölluðum það fuglaleiðangur. Ætluðum að telja endur sem ég var viss um að ég hefði séð margar fyrir nokkrum dögu. Nú var kaldi en samt milt í veðri. Við sáum ekki marga fugla en ræddum þó ýmislegt í fari náttúrunnar á þessum slóðum. Athuguðum sprettu og Hófur beit nokkur strá og tjáði sig um gæði þeirra. Næst var Flygill í fimiæfingum, sem hann almennt þarf ekki. En hann er latur til töltsins svo við tókum rispu, hring eftir hring eftir hring umhverfis hring. Þar hugnast honum best að vera á fjórtakta gangi og því losnar hann úr brokkinu (sem er aðeins tvítakta) og bauð upp á þetta ágætis tölt. Svo kom frúin og við skelltum okkur annan hring um Rauðavatn og enn lítið fuglalíf en margir að baða klárana sína í vatninu, m.a. forstjóri spítalans mikla í vatnsýrarholtinu og riðum við með honum hálfhring, enda skagfirðingur að því er við komumst að. Ég á Skuld og frúin á Glóa.
Í dag voru Flygill og Skuld aftur hreyfð og nú riðið til heiða. Inn í Heiðmörk upp að grænakofanum í hlíðinni sem við vitum ekki hvað heitir en eflaust ætti aðheita grænahlíð. Þaðan er gott útsýnir yfir mörkina og út á Elliðavatn. Kyrrt veður hestar gripu aðeins niður. Ekki mikill nýgræðingur þar enn.
Á morgun kemur nýr dagur og ég enn í fríi. Áfram skal haldið með ræktun í ýmsu formi.
Heyrði í fjarska lengi, lengi,
líkaböng hljóma.
Batt þá mína þvengi, þvengi,
þrauka á meðan óma.
Lengi kveður líkaböng á Hólum.
Sat þar yfir sárum, sárum,
sveitum tárum.
Bætti við mig árum, árum,
ævilöngum gárum.
Lengi kveður líkaböng á Hólum.
Fór að loknu puði á booztbar, ætti að heita skyrbar. Mikið flottara nafn og hljómþýðara og svo rýmar skyr við bar. Fékk þar búst. Náði svo að ganga út í bíl án þess að verða rennsveitur og þurfa að skipta um skyrtu. Fór að því loknu og keypti 5l af þekjandi viðarvörn og snaraði henni á skjólveggina í garðinum. Í gær fór ég í garðrækt, því ég las í blaðinu á sumardaginn fyrsta að ef maður ræktar garðinn sinn þá ræktar hann þig. Þetta virðist mega sjá á öðrum blöðum líka í 8. víddinni. En nú bar svo undarlega til tíðinda að það var ég sem hóf garðvinnunna okkar í ár. Yfirleitt hefur það verið hlutskipti konunnar. Skýri það út síðar. En í ár var ég mættur galvaskur með klippur og réðst á heggstaða-, sumir segja hreggstaðavíðinn. Klippti óteljandi græðlinga, sem ætlað er að koma til nokkurs vaxtar í vor og planta svo í Grímsnes óðalinu, beitilandinu okkar góða upp við Sólheima. Nafn enn óákveðið, en á köflum er það mýrlent og í landi Kringlu. Því væri kringlumýri bara ágætt, en við erum enn að leita einhverju frumlegra. Kvíabekkur, Jórvík eða Svannastaðir, Stærri-Kringlumýri eða Stóra Kringla eða Skálholtshjálega því við horfum heim til Skálholts og svo yfir Skeiðin og þá blasir ískaldur Eyjafjallajökull við og Tindfjöll í blámóðu fjarskans. Kannski við þurfum að vera þar eitthvað til að fá tilfinningu fyrir nafninu. Sennilega fara hestarnir þangað á beit í júní. Fór aftur í dag að kanna hvort einhverjir græðlinganna hefðu skotið rótum en svo var ekki. Á morgun þarf ég að bera á sólpallinn og etv fara í mosaeyðingu með öllum tiltækum ráðum. Greinilegt að fótbolti hefur ekki verið sport á heimilinu lengi. Þarf sennilega að fá boltaglöð ungmenni úr fjölskyldunni í heimsókn. Það reyndist alltaf best á mosann þegar strákarnir voru yngri og faðir þeirra tilkippilegri en nú.
Að lokinni garðvinnu var hestum sinnt. Þetta ætlar að verða hið besta frí. Í gær fór ég einn á Hófi umhverfis Rauðvatn. Við kölluðum það fuglaleiðangur. Ætluðum að telja endur sem ég var viss um að ég hefði séð margar fyrir nokkrum dögu. Nú var kaldi en samt milt í veðri. Við sáum ekki marga fugla en ræddum þó ýmislegt í fari náttúrunnar á þessum slóðum. Athuguðum sprettu og Hófur beit nokkur strá og tjáði sig um gæði þeirra. Næst var Flygill í fimiæfingum, sem hann almennt þarf ekki. En hann er latur til töltsins svo við tókum rispu, hring eftir hring eftir hring umhverfis hring. Þar hugnast honum best að vera á fjórtakta gangi og því losnar hann úr brokkinu (sem er aðeins tvítakta) og bauð upp á þetta ágætis tölt. Svo kom frúin og við skelltum okkur annan hring um Rauðavatn og enn lítið fuglalíf en margir að baða klárana sína í vatninu, m.a. forstjóri spítalans mikla í vatnsýrarholtinu og riðum við með honum hálfhring, enda skagfirðingur að því er við komumst að. Ég á Skuld og frúin á Glóa.
Í dag voru Flygill og Skuld aftur hreyfð og nú riðið til heiða. Inn í Heiðmörk upp að grænakofanum í hlíðinni sem við vitum ekki hvað heitir en eflaust ætti aðheita grænahlíð. Þaðan er gott útsýnir yfir mörkina og út á Elliðavatn. Kyrrt veður hestar gripu aðeins niður. Ekki mikill nýgræðingur þar enn.
Á morgun kemur nýr dagur og ég enn í fríi. Áfram skal haldið með ræktun í ýmsu formi.
26. apríl 2005
Dagur tvö
Vaknaði eilítið stirður í morgun. Minna en átti von á. Kellogs Special K, og banani og svo beint í líkamsræktina. Mættur á slaginu tíu. Nokkuð ánægður, en mikið askoti voru æfingarnar, þær sömu og í gær erfiðar í dag. Dagur tvö, sagði Dean Martin (ekki söngvarinn, heldur þjálfarinn). Dagur tvö sagði ég eins og ég ætti að vita það. Næstu æfingar voru líka mun erfiðari. Hvað var ég kominn út í. Kostaðu hug þinn að herða, hér skaltu ekki af lífi verða hugsaði ég og bæti þar með fornan kveðskap. Hélt þó ekki áfram á þeim nótum, heldur þessum, sbr no pain no gain sem ég lærði í dag:
Lagði af stað í líkamsrækt,
lúinn drengur.
Vefjahylkið varla tækt,
til vörslu lengur,
til vörslu mikið lengur.
Vöðvaagnir varla finn,
vesæll aftur.
Þreytur, búinn, þrautir enn
þrotinn kraftur,
þrotinn allur kraftur.
Vanda lífs míns í vísu set,
vinur nokkur.
Engin verkur, ekkert get,
aumur skrokkur,
aumur er þessi skrokkur.
Þakka góðar kveðjur og styrkjandi áheit. Gott til þess að vita fólk skuli enn lifa þrátt fyrir að stunda sjálfspyntingar sem þessar. Get útvegað tilvísanir fyrri synduga og jafnvel aflátsbréf en gjald fyrir bréfin þau síðarnefndu eru auðvitað hærri.
Lagði af stað í líkamsrækt,
lúinn drengur.
Vefjahylkið varla tækt,
til vörslu lengur,
til vörslu mikið lengur.
Vöðvaagnir varla finn,
vesæll aftur.
Þreytur, búinn, þrautir enn
þrotinn kraftur,
þrotinn allur kraftur.
Vanda lífs míns í vísu set,
vinur nokkur.
Engin verkur, ekkert get,
aumur skrokkur,
aumur er þessi skrokkur.
Þakka góðar kveðjur og styrkjandi áheit. Gott til þess að vita fólk skuli enn lifa þrátt fyrir að stunda sjálfspyntingar sem þessar. Get útvegað tilvísanir fyrri synduga og jafnvel aflátsbréf en gjald fyrir bréfin þau síðarnefndu eru auðvitað hærri.
25. apríl 2005
Eilífð
Fyrir hádegi:
Mánudagur var til mæðu sagði móðir mín og á þeim degi skyldi ég ekki gifta mig. Reyndar reiknaði ég ekki með að nokkur myndi nokkurn tíman giftast mér. En úr því rættist. En mánudagar geta verið til mæðu. Þessi var það ekki. Hinsvegar var þessi mánudagur til mæði, mikillar mæði. Þannig er nefnilega mál með vexti (talandi um vöxt NB), að nú skal á tekið á vöxtunum. Þ.e. því skrýtna fyrirbæri að ég held áfram að vaxa, rétt eins og dráttarvextir. Hraði vaxtabreytinga alltof mikill. Ógiftur gæti þetta gengið en þar sem ég giftist þá var mér bent á þetta. Oft. Oft. Já, já. Jæja, ég varð að taka mér frí til að gera eitthvað í þessu. Einbeita mér að verkefninu. Taka mér frí í viku. Enda hafði vinkona mín ein úti í bæ haft orð á því að eftir slíka meðferð væru menn einskis nýtir og þyrftu hvíld. Ég ætti eiginlega að vera í veikindaleyfi ímynda ég mér. Eða heilsuleyfi, eða heilsubótarleyfi. Af hvurju er það ekki hægt. Það er mun skynsamlegra.
Stirðlyndi
Vaknaði í morgun, með stirðlyndi. Fann ekkert nema óhrein íþróttaföt í töskunni minni. Nokkura vikna. Jæja, rétt skal vera rétt, nokkura mánaða. Illt í efni. Varagallinn hvergi finnanlegur enda ekki verið þörf á honum lengi, lengi. Stirðlyndi. Kannski kvíði. Skyldi ég fá anginu innan um allt jet settið. Algjört dómgreindarleysi að panta tíma í hádeginu. Þá traffíkin svo mikil. Best að hringa og fresta þessu. Kannski lengi, amk fram yfir hádegi. En svo fannst varagallinn. Engir sokkar. Hvað er þetta með sokka og þessa ætt. Ætti ég að hringa í konuna. Kvarta. Láta vita að mér líði illa. Þurfi huggun og uppörvun, meira en í meðallagi. Hringdi og hún skynjaði vandan.
Hádegi:
Jæja út í bíl. Gott að geta keyrt á staðinn. Mætti á réttum tíma. Vinkona mín, úr bænum, var reyndar búsett og ráðsett í norðuramti um skeið og nýflutt í bæinn til að lækna. Hún er nú minn helsti heilsuráðgjafi, og líknar því líka. Hún sagði sisvona að þetta væri algjör pínari, eða var það hýðari. Hann hýddi mann áfram þar til blóð læki og sviti storknaði og tár flóðu. Iðrunar ganga til Róms og bænir við sjö höfuðkirkjur væru ekkert. Ekki einu sinni að fara á hnjánum upp santa casa, með eina maríubæn i hverju þrepi. Og þau eru mörg. Hinsvegar væri hýðarinn breskur og maríubænir bitu ekki á hann. Hann væri vægðalaus. Hann hlaut að vera stór. Fékk erfitt hlutverk og varaður við af vinkonum minni, að koma mér í form. Þarna stóð hann á stigapallinum. Ekkert stór. Bara písl. Ungur og spengilegur. Með æskuþokka sem mér er löngu horfinn. Heilsaði kumpánlega. Þarna eru búningsklefar. Ég bíð. Ekki margmáll hugsaði ég. Fór inn, með nýja sokka sem ég hafði af fyrirhyggju keypt í andyrinu. Greinilegt að sokkavandræði algeng og því til staflar af nýjum sokkum. Viltu hvíta eða svarta? Hvíta auðvita sagði ég. Samviska mín er hrein. Því geng ég í hvítum sokkum.
Kom úr búningsklefanum, í varagallanum og nýju hvítu sokkunum mínum. Fyrsti áfangi búinn. Stirðlyndið að hverfa, kvíðinn enn til staðar. Fengi ég anginu, eða strók eða bara örmagnaðist eftir korter. Þá þyrfti ég veikindaleyfi. Kallast þetta hörmungarhyggja á fagmáli, með hindrunum sem er illskeytt afbrigði.
Mælingar
Ég ætla að mæla þig farðu úr skóm og sokkum. Hvað er þetta með sokka. Settur upp á vigt. Man ekki töluna. Guð sé lof fyrir alzheimer. Svo hélt ég að meiri hluti líkamans væri vatn. Það var misskilningur. Eitthvert annað efni, illt efni, slæmt efni, vont efni. Efni sem ekki finnst nema á slugsum var alltof mikið af. Allt of há prósenta. Prósenta hvað. Er þetta ekki bara tölfræði.
Við höfum þetta létt í dag. Tökum allan líkamann fyrir. Smá á öllu. Ekkert erfitt. Nú bara mannlegur. Engar píningar. Hvað var vinkona mín að hræða mig. Þarna var fullt af frægu fólki, þessu sem maður sér í blöðunum. Fyrir mér fór ekki mikið. Hefði eiginlega átt bara að borga hálft gjald miðað við þessa sem voru með símana með sér. Þeir voru að tala í símann. Hvernig er þetta hægt. Er hægt að æfa í gegnum síma. Þarf að rannsaka það nánar. Muna það.
Spacewalk
Við byrjum á space walk! Ok. Ég gekk aftur á bak. Tækið bara fór þannig. Tók tíma að fara í rétta átt. Rétta átt. þarna eru eðlisfræðilögmálin allt önnur en þau sem lærði hjá Newton í gamla daga. Ég fór í enga átt. Bara puðaði áfram á sama stað. Skyldi nú að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast. Nema ég sat ekki. En átti eftir að óska mér þess að hægt væri að sitja einhversstaðar. Tíu mínútur með frjálsu lagi, en þó afram var skipunin. Þegar sjö voru búnar fór ég að taka á. Var viss um að lifa af fyrstu lotuna. Engin angina, engin svimi, ekkert strók, púls reglulegur en hraður. Ok tilbúinn í næstu lotu.
Lyftingasalur. Lóð í öllum stærðum og gerðum. Setti að ég held met í bekkpressu. Amk persónulegt met. Ýmislegt annað gert, þ.e. en alltaf að lyfta. Telja. Fimm eftir. Dásamlegt þegar bara fimm voru eftir.
Stígvél. Sex mínútur með frjálsri aðferð. Nei. Ekki rétta úr hnjánum. Stíga langt niður. Púls í 156. Tachycardia. Nú byrjar það. Maðurinn andaðist í stígvél. Nei engin angina. Ekki höfuðverkur. Enn á lífi.
Tækjasalur. Pumpa með fótleggjum. Var ég ekki að því. Þeir eru aumir. Á mörkum sinadráttar. Fimm eftir. Oh, hvað gott er að bara séu fimm eftir. Ha! Annað tæki. Fimm eftir. HA! aftur í þetta. Var það ekki búið. Fimm eftir. Áfram nýtt tæki. Hættur að fylgja þræði. Viljalaust verkfæri. Hýddur og hýddur. Píndur og píndur.
Róðrarvél. Þetta reynir á anaerobik hæfileika vöðva. Ha. Mjólkursýrur. Já svaka gott. Spyrna vel. Hvíla á þegar bandið fer inn. Erfitt að anda á milli. Já, reyna að læra það. Muna að anda. Nóg anerobic samt. Puff.
Tækjasalur. Aðeins meira á efri líkamann. Ha. Hvurn þá. Fimm eftir. Fimm eftir. Fimm eftir. Endurtaka.
Magaæfingar. Leggjast á gólfið. Loksins eitthvað af viti. Get þetta. Með stóran maga. Heldur var það til baga. Fimm eftir. Vinstri fótinn upp og svo endurtaka. Taka á í maganum.
Teygjur.
Eftir hádegi, eða réttara sagt eftir heila eilífð.
Sturta. Hvernig kemst ég upp stigann og út í bíl. Er lyfta hér einhversstaðar.
Meira eftir hádegi/hreystimenni
Ég er hreystimenni. I will survive. We are the champions. Kominn í nýja skyrtu. Hin blotnaði svo asskoti mikið í bílnum á leiðinni heim.
Nú skal tekið til. Rusli hent. Allt gamalt á haugana. Verð þó að sætta mig við gamla skrokkinn.
Hesthús.
Mætur þar kl 15. Þrír útreiðartúrar. Fagna því að vera á lífi. Sól á heiðskýrum himni. Léttar æfingar fyrir klárana. Ekki pína þá áfram. Teygja vel á. Fór fyrst einn á Flygli, sem hélt að lífið væri leikur en ekki þjáning. Svo Skuld og loks Glói. Hann var stirður kallinn eftir helgina. Fórum létt. Hittum einn borgarfulltrúa og mann hennar í Elliðaárdalnum. Þau á göngu. Ræddum saman lengi. Svo tóku þau vinstri snú upp græna hlíðina í átt að heimili sínu í breiðholtinu.
Kvöldmatur.
Saltfiskréttur að hætti börsunga með grænmeti.
Kvöld.
Skrifa reynslu dagsins ef engin skyldi vera til frásagnar um daginn í dag á morgun. Á morgun er voltaren dagur.
Mánudagur var til mæðu sagði móðir mín og á þeim degi skyldi ég ekki gifta mig. Reyndar reiknaði ég ekki með að nokkur myndi nokkurn tíman giftast mér. En úr því rættist. En mánudagar geta verið til mæðu. Þessi var það ekki. Hinsvegar var þessi mánudagur til mæði, mikillar mæði. Þannig er nefnilega mál með vexti (talandi um vöxt NB), að nú skal á tekið á vöxtunum. Þ.e. því skrýtna fyrirbæri að ég held áfram að vaxa, rétt eins og dráttarvextir. Hraði vaxtabreytinga alltof mikill. Ógiftur gæti þetta gengið en þar sem ég giftist þá var mér bent á þetta. Oft. Oft. Já, já. Jæja, ég varð að taka mér frí til að gera eitthvað í þessu. Einbeita mér að verkefninu. Taka mér frí í viku. Enda hafði vinkona mín ein úti í bæ haft orð á því að eftir slíka meðferð væru menn einskis nýtir og þyrftu hvíld. Ég ætti eiginlega að vera í veikindaleyfi ímynda ég mér. Eða heilsuleyfi, eða heilsubótarleyfi. Af hvurju er það ekki hægt. Það er mun skynsamlegra.
Stirðlyndi
Vaknaði í morgun, með stirðlyndi. Fann ekkert nema óhrein íþróttaföt í töskunni minni. Nokkura vikna. Jæja, rétt skal vera rétt, nokkura mánaða. Illt í efni. Varagallinn hvergi finnanlegur enda ekki verið þörf á honum lengi, lengi. Stirðlyndi. Kannski kvíði. Skyldi ég fá anginu innan um allt jet settið. Algjört dómgreindarleysi að panta tíma í hádeginu. Þá traffíkin svo mikil. Best að hringa og fresta þessu. Kannski lengi, amk fram yfir hádegi. En svo fannst varagallinn. Engir sokkar. Hvað er þetta með sokka og þessa ætt. Ætti ég að hringa í konuna. Kvarta. Láta vita að mér líði illa. Þurfi huggun og uppörvun, meira en í meðallagi. Hringdi og hún skynjaði vandan.
Hádegi:
Jæja út í bíl. Gott að geta keyrt á staðinn. Mætti á réttum tíma. Vinkona mín, úr bænum, var reyndar búsett og ráðsett í norðuramti um skeið og nýflutt í bæinn til að lækna. Hún er nú minn helsti heilsuráðgjafi, og líknar því líka. Hún sagði sisvona að þetta væri algjör pínari, eða var það hýðari. Hann hýddi mann áfram þar til blóð læki og sviti storknaði og tár flóðu. Iðrunar ganga til Róms og bænir við sjö höfuðkirkjur væru ekkert. Ekki einu sinni að fara á hnjánum upp santa casa, með eina maríubæn i hverju þrepi. Og þau eru mörg. Hinsvegar væri hýðarinn breskur og maríubænir bitu ekki á hann. Hann væri vægðalaus. Hann hlaut að vera stór. Fékk erfitt hlutverk og varaður við af vinkonum minni, að koma mér í form. Þarna stóð hann á stigapallinum. Ekkert stór. Bara písl. Ungur og spengilegur. Með æskuþokka sem mér er löngu horfinn. Heilsaði kumpánlega. Þarna eru búningsklefar. Ég bíð. Ekki margmáll hugsaði ég. Fór inn, með nýja sokka sem ég hafði af fyrirhyggju keypt í andyrinu. Greinilegt að sokkavandræði algeng og því til staflar af nýjum sokkum. Viltu hvíta eða svarta? Hvíta auðvita sagði ég. Samviska mín er hrein. Því geng ég í hvítum sokkum.
Kom úr búningsklefanum, í varagallanum og nýju hvítu sokkunum mínum. Fyrsti áfangi búinn. Stirðlyndið að hverfa, kvíðinn enn til staðar. Fengi ég anginu, eða strók eða bara örmagnaðist eftir korter. Þá þyrfti ég veikindaleyfi. Kallast þetta hörmungarhyggja á fagmáli, með hindrunum sem er illskeytt afbrigði.
Mælingar
Ég ætla að mæla þig farðu úr skóm og sokkum. Hvað er þetta með sokka. Settur upp á vigt. Man ekki töluna. Guð sé lof fyrir alzheimer. Svo hélt ég að meiri hluti líkamans væri vatn. Það var misskilningur. Eitthvert annað efni, illt efni, slæmt efni, vont efni. Efni sem ekki finnst nema á slugsum var alltof mikið af. Allt of há prósenta. Prósenta hvað. Er þetta ekki bara tölfræði.
Við höfum þetta létt í dag. Tökum allan líkamann fyrir. Smá á öllu. Ekkert erfitt. Nú bara mannlegur. Engar píningar. Hvað var vinkona mín að hræða mig. Þarna var fullt af frægu fólki, þessu sem maður sér í blöðunum. Fyrir mér fór ekki mikið. Hefði eiginlega átt bara að borga hálft gjald miðað við þessa sem voru með símana með sér. Þeir voru að tala í símann. Hvernig er þetta hægt. Er hægt að æfa í gegnum síma. Þarf að rannsaka það nánar. Muna það.
Spacewalk
Við byrjum á space walk! Ok. Ég gekk aftur á bak. Tækið bara fór þannig. Tók tíma að fara í rétta átt. Rétta átt. þarna eru eðlisfræðilögmálin allt önnur en þau sem lærði hjá Newton í gamla daga. Ég fór í enga átt. Bara puðaði áfram á sama stað. Skyldi nú að sitja kyrr á sama stað og samt að vera að ferðast. Nema ég sat ekki. En átti eftir að óska mér þess að hægt væri að sitja einhversstaðar. Tíu mínútur með frjálsu lagi, en þó afram var skipunin. Þegar sjö voru búnar fór ég að taka á. Var viss um að lifa af fyrstu lotuna. Engin angina, engin svimi, ekkert strók, púls reglulegur en hraður. Ok tilbúinn í næstu lotu.
Lyftingasalur. Lóð í öllum stærðum og gerðum. Setti að ég held met í bekkpressu. Amk persónulegt met. Ýmislegt annað gert, þ.e. en alltaf að lyfta. Telja. Fimm eftir. Dásamlegt þegar bara fimm voru eftir.
Stígvél. Sex mínútur með frjálsri aðferð. Nei. Ekki rétta úr hnjánum. Stíga langt niður. Púls í 156. Tachycardia. Nú byrjar það. Maðurinn andaðist í stígvél. Nei engin angina. Ekki höfuðverkur. Enn á lífi.
Tækjasalur. Pumpa með fótleggjum. Var ég ekki að því. Þeir eru aumir. Á mörkum sinadráttar. Fimm eftir. Oh, hvað gott er að bara séu fimm eftir. Ha! Annað tæki. Fimm eftir. HA! aftur í þetta. Var það ekki búið. Fimm eftir. Áfram nýtt tæki. Hættur að fylgja þræði. Viljalaust verkfæri. Hýddur og hýddur. Píndur og píndur.
Róðrarvél. Þetta reynir á anaerobik hæfileika vöðva. Ha. Mjólkursýrur. Já svaka gott. Spyrna vel. Hvíla á þegar bandið fer inn. Erfitt að anda á milli. Já, reyna að læra það. Muna að anda. Nóg anerobic samt. Puff.
Tækjasalur. Aðeins meira á efri líkamann. Ha. Hvurn þá. Fimm eftir. Fimm eftir. Fimm eftir. Endurtaka.
Magaæfingar. Leggjast á gólfið. Loksins eitthvað af viti. Get þetta. Með stóran maga. Heldur var það til baga. Fimm eftir. Vinstri fótinn upp og svo endurtaka. Taka á í maganum.
Teygjur.
Eftir hádegi, eða réttara sagt eftir heila eilífð.
Sturta. Hvernig kemst ég upp stigann og út í bíl. Er lyfta hér einhversstaðar.
Meira eftir hádegi/hreystimenni
Ég er hreystimenni. I will survive. We are the champions. Kominn í nýja skyrtu. Hin blotnaði svo asskoti mikið í bílnum á leiðinni heim.
Nú skal tekið til. Rusli hent. Allt gamalt á haugana. Verð þó að sætta mig við gamla skrokkinn.
Hesthús.
Mætur þar kl 15. Þrír útreiðartúrar. Fagna því að vera á lífi. Sól á heiðskýrum himni. Léttar æfingar fyrir klárana. Ekki pína þá áfram. Teygja vel á. Fór fyrst einn á Flygli, sem hélt að lífið væri leikur en ekki þjáning. Svo Skuld og loks Glói. Hann var stirður kallinn eftir helgina. Fórum létt. Hittum einn borgarfulltrúa og mann hennar í Elliðaárdalnum. Þau á göngu. Ræddum saman lengi. Svo tóku þau vinstri snú upp græna hlíðina í átt að heimili sínu í breiðholtinu.
Kvöldmatur.
Saltfiskréttur að hætti börsunga með grænmeti.
Kvöld.
Skrifa reynslu dagsins ef engin skyldi vera til frásagnar um daginn í dag á morgun. Á morgun er voltaren dagur.
24. apríl 2005
Gargandi snilld
Loksins kominn í langþráð frí,
lengi mun þess njóta.
Föstudagur
Fór á föstudagskvöldið að æfa mig fyrir vikuna komandi. Markið sett hátt. Mælti mér mót við konuna og tvo vini. Riðið skyldi út í kvöldblíðunni. Fékk þá flugu i höfuðið að nú væri gott að byrja á því ómögulega. Hafa tvo til reiðar. Nokkuð sem hefur verið lengi fyrirsjáanlegt en ósköp kvíðvænlegt fyrir huglausa. Haft allan veturinn til að herða upp hugann, sem er ekkert sérlega harður. Heldur linur, eins og margt annað. Tók tvo út. Beiðeftir að hinir yrðu klárir. Spennan varð skynseminni yfirsterkari, rauk af stað í æðibunugangi. Með báða til reiðar.
Tveir ákveðnir í að halda saman. Ég og Hófur. Glói ekki á sama máli. Fannst þetta ekki boðlegt sjálfstæðum hesti, þó geltur væri. Lét sig hafa það nokkur hundruð metra en ákvað svo að nóg væri komið af þessari vitleysu. Stoppaði. Hinn hélt áfram. Ég hélt í báða. Hvernig fer það nú, hugsaði ég eitt augnablik. Mundi eftir gömlum píningaratriðum úr bíómyndum, þar sem banditar voru strengdir á milli tveggja hrossa, etv fleiri. Sá í hendingu að slíkt væri ekki ákjósanlegur endir þessa kvölds. Nóttin enn ung, og lét þetta eftir Glóa sem beið mín og Glotti. Ætti kannski að heita það. Sagði ýmislegt sem aðeins er tjáð með augum og líkamstjáningu (eða líkamsvitund). Við vorum ekki sammála. Ætti ég að berjann, til hlýðni? Nei, gamlir og reyndir knapar segja það algjöran ósigur. Betra að semja! Eftir nokkuð þóf leit út fyrir að deilan væri á leið til ríkissáttasemjara. Skyldi hann hafa hrossadeild? Að minnsta kosti fara þar fram hrossakaup í skjóli nætur. Ekkert gekk fyrr en kona úr næsta húsi kom og gekk áeftir Glóa, þá varð hann tilleiðanlegur. Sýndi að hann kunni þetta, en ekki endilega víst að hann vildi gefa mér það. Komst heim að hesthúsi. Reyndar í fylgd eiginkonunnar sem hafði farið að leita að bónda sínum og séð hann tilsýndar í vændræðum, þiggjandi aðstoð annara kvenna við reið sína, enda með tvo til reiðar. Fórum heim, en nú var hlaupið kapp í kinn.
Vinir okkar FinnurogFanney ekki tilbúin enn. Hvað dvaldi fólkið. Ég enn í spreng að reyna. Gott að hafa annan með til að reka á eftir. Konan á Flygli, ég með sama settið. Taka tvö. Af stað haldið niður á skeiðvöll, aðeins að prófa. Komust býsna langt áður en Glói ákvað að sína konunni og Flygli hvernig hann stjórnar. Hóf hryðjuverkastarfssemi. Bara stoppaði. Óþekktaranginn. Ég af baki til að ná honum. Það tókst og áfram haldið. Sáum þá FinnogFanney halda af stað. Nú reynt að fara hratt. Stress, pat og pirringur. Ekki gekk að ná þeim. En hvað um það. Meiri æfingar á skeiðvelli. Tókst bara bærilega.
Hættum svo þessu basli og skyldum Flygil eftir heima og riðum hratt á Hóf og konan á Glóa (ég teymdi ekki, hún vildi það ekki). Fórum í kvöld andvaranum inn að bugðu. Busluðum yfir ána, riðum út í miðjan hyl svo flaut upp að hnakk. Hittum þar FinnogFanney, settumst á þúfu og spölluðum um dásemdir reiðmennsku, gæði gæðinganna okkar. Veltum því fyrir okkur hvernig stæði á því að við skyldum hafa eignast bestu hesta íslandssögunnar.
Laugardagur
getur verið til lukku, sagði mamma mín alltaf. Þessi var það svo sannarlega. Í meiri blíðu en menn vildu muna, voru hestar selfluttir að vífilstaðavatni, þar beislaðir og haldið sem leið liggur í gegnum hraunið í átt að hafnarfirði. Finnur hennar Fanneyjar hafði tekið eftir að búið var að bera ofan í nýja slóð upp í gegnum hraunið, inn í Heiðmörk. Þá leið varð að prófa og ríða heim í heiðadalinn okkar víðidal. Hestarnir kátir og héldu að þeir væru komnir í sleppitúr. Ég á Hófi mínum, konan á Glóa og svo Máni systursonur Fanneyjar á Flygli hennar Þorbjargar. Fanney auðvitað á Óðni, þeim moldótta og Finnur á tvísilfurverðlaunuðum Illuga sínum. Finnur hvarf inn í náttúruna á mikilli yfirferði. Fór hratt. Flygill lætur ekki segja sér það tvisvar ef fara má hratt, eða hann kemst upp með það. Við hin á eftir alsæl. Þó þótti rétt að sprengja ekki klárana og ég settur í forreið, enda settlegur knapi sem gat skipulagt slíka langferð. Mættum mörgum á fyrstu metrunum í hrauninu. Örtröð hestamanna hélt ég. Eða var stígurinn svo lítill að hann skyldi kallast örtröð.
Svo riðum við þetta allt af okkur, enda á landsins bestu fákum. Riðum inn í Heiðmörk. Innan um stærðar grenitré og furur. Fuglasöngur blíður, golan kyssir kinn. Á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. Og allir hinir líka. Komum svo undir hjallana og ríðum Hjallaveginn inn að mannamótsflöt. Það fannst okkur gott heiti á áningarstað okkar. Gróandinn kominn af stað. Græn strá stinga sér upp úr fölgulri sinunni. Getur nokkuð verið betra á laugardagseftirmiðdegi í fyrstu viku sumars. Þarna áttum við langa dvöl. Sprettum af klárunum sem fengu að narta í grænkuna og það fannst þeim aldeilis ágætt. Í fjarska mátti sjá keili og fjöllin á reykjanesi. Esjan í hvarfi og vötn ekki farin að falla til reykjavíkur. Eftir klukkutíma dvöld, etv lengur var aftur lagt á hestana og haldið heimleiðis.
Sprettum úr spori á þurrum moldargötum. Hulin í jóreyk. Drúgur spölur og eftir hálftíma reið fórum við að sjá Skálafell og svo Elliðavatn. Áðum næst við Vatnsvíkna í Elliðavatni og héldum svo í átt að Þingnesi. Farið að líða að kvöldmat og vatnið stillt og spegilslétt. Mikið af andfugli ýmsum. Þar vantaði bara vin minn og frænda, þann sem færastur er með veiðafæri og flugu út í vatnið. Hugurinn leitar gamalla kynna á slíkum augnablikum. Ef ég hefði nú getað lært að kasta af flugustöng, þá hefði ég geta veitt í matinn, Betra væri ef vinur minn og frændi og lærimeistari í flugukasti sem verið í miðju vatni í bússum þröngum með fisk á færi og upptendraðan eld til matargerðar. Kannski við eigum eftir að ríða saman upp á arnarvatnsheiði með stöng eina vopna.
En áfram hélt leiðin. Ég í mínum heimi eftir velheppnaðan dag. Leit á hina sem greinilega var svipað komið fyrir. Hvað skyldu þau vera að hugsa, hugsaði ég á brúnni. Svo flaug hrossagaukur yfir hausum okkar og við náðum aftur sambandi við raunveruleikann. Héldum alla leið heim, um Bugðu og fórum í bað. Knapar fótabað og hestarnir kældu sig vel í hylnum góða. Hófur fer alltaf þar sem dýpst er. Sennilega til að ég finni vel hversu köld áin er á vordegi, þó sól skíni í heiði. Komum svo heim í heiðardalinn okkar, víðidalinn. Hestum brynnt og gefið góð tugga.
Þorbjörg fór á undan heim að athuga mat og drykk. Ég fór í að gefa hrossum. Gekk svo heim með regnbogann í fangið. Allir litir léku yfir þverásnum okkar. Regnboginn var hvergi rofinn. Það hlýtur að vera gæfumerki. Gargandi snilld og ég á minni einka náttúru-artí sýningu.
Sunnudagur
Vaknaði snemma í morgun til að sjá að sólin hafði enn einu sinni haft fyrir því að koma upp. Sól skein í heiði. Horfði út um gluggan fyrst út á Rauðvatn sem var alveg slétt og svo Elliðavatn sem var það líka. Nýr dagur og ný tækifæri. Hvar er mitt þunga djúplyndi nú. Tók moggann til að vera viss um að kominn væri nýr dagur. Ný dagsetning. Morgunmatur. Hestarnir á gjöf. Skreið inn aftur. Þar svaf yngismey svo létt. Lagðist við hlið hennar. Sólargeisli þó dregið væri fyrir gluggann.
Lúrði til ellefu. Mágkona komin í heimsókn með stjórnsýsluverkefni. Nuddandi stýrur úr augum, muldraði ég afsökunarorð og stakk mér út, átti nú brýnt erindi í hesthús. Helti þar upp á kaffi. Kötturinn, hún músfinna í leit að keleríi og mjólkursopa sem hún fær sjaldan. Áttum góða stund saman. Hún er stjórnsöm. Heldur ýmist að hún sé mannleg eða hestur. Er hún þá hestleg? Verð ég hestlegur af því að vera alltaf innan um hesta? Setti hestana út í sólina og ylinn. Þeir nýbúnir með morgungjöfina. Bar því í þá vatn í sólinni. Það vakti mikla lukku hjá þeim. Eins og að komast á barinn.
Fór upp og fékk mér kaffisopa með mola. Músfinna fékk G-mjólk. Fær vart nokkuð betra sýndist mér. Hnoðaði saman einni vísu til síðara brúks. Átti að vera stúfhent. Varð með aðeins of langan stúf. Hvað skyldi það kallast. Verð að muna að leita það uppi. Fór heim til að ræsa konuna út í næsta útkall.
Í dag skyldi riðið upp í Hólmsheiði. Hittum aftur ferðafélaga okkar frá í gær. Nú fór ég á Skuldina sem var komin á nýja skó og ég líka. Hún á glansandi skeifur og ég ástralska fangaskó, held ég einhver hafi kallað þá. Hinir gömlu enn blautir eftir volkið í Bugðu í gær. Hófur vissi vel hvað hann var að gera. Sem betur fer skyldi hann mig ekki eftir í hylnum eins og einn blíðviðrisdaginn í fyrra. Þorbjörg fór auðvitað á honum Glóa. Eitthvað samband þar á ný. Máni fékk Flygil aftur lánaðan. Finnur nú kominn á hinn moldótta og djúphyggna Óðinn. Fanney á Lýsing, sem er glófextur.
Fórum stystu leið upp í Rauðhóla. Löguðum þar gjarðir og hnakka og áfram haldið að grænabústaðnum. Flygill og Máni í góðum gír. Ná greinilega vel saman. Báðir ærslabelgir. Flygill hefur ekki fengið að stökkva jafnmikið og spretta jafn hratt úr spori lengi. Enda ánægður og blés mikð þegar við áðum. Hann er allur að grennast. Það þyrftu fleiri.
Fórum svo upp í heiðina. Þræddum sem mest utanvega í moldarstígum gömlum. Upp og niður hæðardrög og dalverpi. Fórum mikið á feti. Sáum tvo alhvíta karra. Einu rjúpurnar sem við höfum séð í vetur á heiðinni. Þar hafa verið nokkur óðöl ár hvert. Mófuglar að koma sér fyrir, en fáir enn. Þröstur einn í baði í polli. Minna grænt þar en undir hjöllunum í gær. Tókum góðan tíma í ferðina. Tíminn stóð kyrr. Fáir á ferð fyrir utan okkur. Fórum svo nýja reiðveginn í gegnum skógarlundinn við Rauðavatn og frá því heim. Enn einn dagur sem ekki má gleymast í góðra vina hópi. Fríið rétt að byrja. Heil vika eða næstum því. Ég er lukkunar pamfíll.
lengi mun þess njóta.
Föstudagur
Fór á föstudagskvöldið að æfa mig fyrir vikuna komandi. Markið sett hátt. Mælti mér mót við konuna og tvo vini. Riðið skyldi út í kvöldblíðunni. Fékk þá flugu i höfuðið að nú væri gott að byrja á því ómögulega. Hafa tvo til reiðar. Nokkuð sem hefur verið lengi fyrirsjáanlegt en ósköp kvíðvænlegt fyrir huglausa. Haft allan veturinn til að herða upp hugann, sem er ekkert sérlega harður. Heldur linur, eins og margt annað. Tók tvo út. Beiðeftir að hinir yrðu klárir. Spennan varð skynseminni yfirsterkari, rauk af stað í æðibunugangi. Með báða til reiðar.
Tveir ákveðnir í að halda saman. Ég og Hófur. Glói ekki á sama máli. Fannst þetta ekki boðlegt sjálfstæðum hesti, þó geltur væri. Lét sig hafa það nokkur hundruð metra en ákvað svo að nóg væri komið af þessari vitleysu. Stoppaði. Hinn hélt áfram. Ég hélt í báða. Hvernig fer það nú, hugsaði ég eitt augnablik. Mundi eftir gömlum píningaratriðum úr bíómyndum, þar sem banditar voru strengdir á milli tveggja hrossa, etv fleiri. Sá í hendingu að slíkt væri ekki ákjósanlegur endir þessa kvölds. Nóttin enn ung, og lét þetta eftir Glóa sem beið mín og Glotti. Ætti kannski að heita það. Sagði ýmislegt sem aðeins er tjáð með augum og líkamstjáningu (eða líkamsvitund). Við vorum ekki sammála. Ætti ég að berjann, til hlýðni? Nei, gamlir og reyndir knapar segja það algjöran ósigur. Betra að semja! Eftir nokkuð þóf leit út fyrir að deilan væri á leið til ríkissáttasemjara. Skyldi hann hafa hrossadeild? Að minnsta kosti fara þar fram hrossakaup í skjóli nætur. Ekkert gekk fyrr en kona úr næsta húsi kom og gekk áeftir Glóa, þá varð hann tilleiðanlegur. Sýndi að hann kunni þetta, en ekki endilega víst að hann vildi gefa mér það. Komst heim að hesthúsi. Reyndar í fylgd eiginkonunnar sem hafði farið að leita að bónda sínum og séð hann tilsýndar í vændræðum, þiggjandi aðstoð annara kvenna við reið sína, enda með tvo til reiðar. Fórum heim, en nú var hlaupið kapp í kinn.
Vinir okkar FinnurogFanney ekki tilbúin enn. Hvað dvaldi fólkið. Ég enn í spreng að reyna. Gott að hafa annan með til að reka á eftir. Konan á Flygli, ég með sama settið. Taka tvö. Af stað haldið niður á skeiðvöll, aðeins að prófa. Komust býsna langt áður en Glói ákvað að sína konunni og Flygli hvernig hann stjórnar. Hóf hryðjuverkastarfssemi. Bara stoppaði. Óþekktaranginn. Ég af baki til að ná honum. Það tókst og áfram haldið. Sáum þá FinnogFanney halda af stað. Nú reynt að fara hratt. Stress, pat og pirringur. Ekki gekk að ná þeim. En hvað um það. Meiri æfingar á skeiðvelli. Tókst bara bærilega.
Hættum svo þessu basli og skyldum Flygil eftir heima og riðum hratt á Hóf og konan á Glóa (ég teymdi ekki, hún vildi það ekki). Fórum í kvöld andvaranum inn að bugðu. Busluðum yfir ána, riðum út í miðjan hyl svo flaut upp að hnakk. Hittum þar FinnogFanney, settumst á þúfu og spölluðum um dásemdir reiðmennsku, gæði gæðinganna okkar. Veltum því fyrir okkur hvernig stæði á því að við skyldum hafa eignast bestu hesta íslandssögunnar.
Laugardagur
getur verið til lukku, sagði mamma mín alltaf. Þessi var það svo sannarlega. Í meiri blíðu en menn vildu muna, voru hestar selfluttir að vífilstaðavatni, þar beislaðir og haldið sem leið liggur í gegnum hraunið í átt að hafnarfirði. Finnur hennar Fanneyjar hafði tekið eftir að búið var að bera ofan í nýja slóð upp í gegnum hraunið, inn í Heiðmörk. Þá leið varð að prófa og ríða heim í heiðadalinn okkar víðidal. Hestarnir kátir og héldu að þeir væru komnir í sleppitúr. Ég á Hófi mínum, konan á Glóa og svo Máni systursonur Fanneyjar á Flygli hennar Þorbjargar. Fanney auðvitað á Óðni, þeim moldótta og Finnur á tvísilfurverðlaunuðum Illuga sínum. Finnur hvarf inn í náttúruna á mikilli yfirferði. Fór hratt. Flygill lætur ekki segja sér það tvisvar ef fara má hratt, eða hann kemst upp með það. Við hin á eftir alsæl. Þó þótti rétt að sprengja ekki klárana og ég settur í forreið, enda settlegur knapi sem gat skipulagt slíka langferð. Mættum mörgum á fyrstu metrunum í hrauninu. Örtröð hestamanna hélt ég. Eða var stígurinn svo lítill að hann skyldi kallast örtröð.
Svo riðum við þetta allt af okkur, enda á landsins bestu fákum. Riðum inn í Heiðmörk. Innan um stærðar grenitré og furur. Fuglasöngur blíður, golan kyssir kinn. Á harða, harða spretti hendist áfram klárinn minn. Og allir hinir líka. Komum svo undir hjallana og ríðum Hjallaveginn inn að mannamótsflöt. Það fannst okkur gott heiti á áningarstað okkar. Gróandinn kominn af stað. Græn strá stinga sér upp úr fölgulri sinunni. Getur nokkuð verið betra á laugardagseftirmiðdegi í fyrstu viku sumars. Þarna áttum við langa dvöl. Sprettum af klárunum sem fengu að narta í grænkuna og það fannst þeim aldeilis ágætt. Í fjarska mátti sjá keili og fjöllin á reykjanesi. Esjan í hvarfi og vötn ekki farin að falla til reykjavíkur. Eftir klukkutíma dvöld, etv lengur var aftur lagt á hestana og haldið heimleiðis.
Sprettum úr spori á þurrum moldargötum. Hulin í jóreyk. Drúgur spölur og eftir hálftíma reið fórum við að sjá Skálafell og svo Elliðavatn. Áðum næst við Vatnsvíkna í Elliðavatni og héldum svo í átt að Þingnesi. Farið að líða að kvöldmat og vatnið stillt og spegilslétt. Mikið af andfugli ýmsum. Þar vantaði bara vin minn og frænda, þann sem færastur er með veiðafæri og flugu út í vatnið. Hugurinn leitar gamalla kynna á slíkum augnablikum. Ef ég hefði nú getað lært að kasta af flugustöng, þá hefði ég geta veitt í matinn, Betra væri ef vinur minn og frændi og lærimeistari í flugukasti sem verið í miðju vatni í bússum þröngum með fisk á færi og upptendraðan eld til matargerðar. Kannski við eigum eftir að ríða saman upp á arnarvatnsheiði með stöng eina vopna.
En áfram hélt leiðin. Ég í mínum heimi eftir velheppnaðan dag. Leit á hina sem greinilega var svipað komið fyrir. Hvað skyldu þau vera að hugsa, hugsaði ég á brúnni. Svo flaug hrossagaukur yfir hausum okkar og við náðum aftur sambandi við raunveruleikann. Héldum alla leið heim, um Bugðu og fórum í bað. Knapar fótabað og hestarnir kældu sig vel í hylnum góða. Hófur fer alltaf þar sem dýpst er. Sennilega til að ég finni vel hversu köld áin er á vordegi, þó sól skíni í heiði. Komum svo heim í heiðardalinn okkar, víðidalinn. Hestum brynnt og gefið góð tugga.
Þorbjörg fór á undan heim að athuga mat og drykk. Ég fór í að gefa hrossum. Gekk svo heim með regnbogann í fangið. Allir litir léku yfir þverásnum okkar. Regnboginn var hvergi rofinn. Það hlýtur að vera gæfumerki. Gargandi snilld og ég á minni einka náttúru-artí sýningu.
Sunnudagur
Vaknaði snemma í morgun til að sjá að sólin hafði enn einu sinni haft fyrir því að koma upp. Sól skein í heiði. Horfði út um gluggan fyrst út á Rauðvatn sem var alveg slétt og svo Elliðavatn sem var það líka. Nýr dagur og ný tækifæri. Hvar er mitt þunga djúplyndi nú. Tók moggann til að vera viss um að kominn væri nýr dagur. Ný dagsetning. Morgunmatur. Hestarnir á gjöf. Skreið inn aftur. Þar svaf yngismey svo létt. Lagðist við hlið hennar. Sólargeisli þó dregið væri fyrir gluggann.
Lúrði til ellefu. Mágkona komin í heimsókn með stjórnsýsluverkefni. Nuddandi stýrur úr augum, muldraði ég afsökunarorð og stakk mér út, átti nú brýnt erindi í hesthús. Helti þar upp á kaffi. Kötturinn, hún músfinna í leit að keleríi og mjólkursopa sem hún fær sjaldan. Áttum góða stund saman. Hún er stjórnsöm. Heldur ýmist að hún sé mannleg eða hestur. Er hún þá hestleg? Verð ég hestlegur af því að vera alltaf innan um hesta? Setti hestana út í sólina og ylinn. Þeir nýbúnir með morgungjöfina. Bar því í þá vatn í sólinni. Það vakti mikla lukku hjá þeim. Eins og að komast á barinn.
Fór upp og fékk mér kaffisopa með mola. Músfinna fékk G-mjólk. Fær vart nokkuð betra sýndist mér. Hnoðaði saman einni vísu til síðara brúks. Átti að vera stúfhent. Varð með aðeins of langan stúf. Hvað skyldi það kallast. Verð að muna að leita það uppi. Fór heim til að ræsa konuna út í næsta útkall.
Í dag skyldi riðið upp í Hólmsheiði. Hittum aftur ferðafélaga okkar frá í gær. Nú fór ég á Skuldina sem var komin á nýja skó og ég líka. Hún á glansandi skeifur og ég ástralska fangaskó, held ég einhver hafi kallað þá. Hinir gömlu enn blautir eftir volkið í Bugðu í gær. Hófur vissi vel hvað hann var að gera. Sem betur fer skyldi hann mig ekki eftir í hylnum eins og einn blíðviðrisdaginn í fyrra. Þorbjörg fór auðvitað á honum Glóa. Eitthvað samband þar á ný. Máni fékk Flygil aftur lánaðan. Finnur nú kominn á hinn moldótta og djúphyggna Óðinn. Fanney á Lýsing, sem er glófextur.
Fórum stystu leið upp í Rauðhóla. Löguðum þar gjarðir og hnakka og áfram haldið að grænabústaðnum. Flygill og Máni í góðum gír. Ná greinilega vel saman. Báðir ærslabelgir. Flygill hefur ekki fengið að stökkva jafnmikið og spretta jafn hratt úr spori lengi. Enda ánægður og blés mikð þegar við áðum. Hann er allur að grennast. Það þyrftu fleiri.
Fórum svo upp í heiðina. Þræddum sem mest utanvega í moldarstígum gömlum. Upp og niður hæðardrög og dalverpi. Fórum mikið á feti. Sáum tvo alhvíta karra. Einu rjúpurnar sem við höfum séð í vetur á heiðinni. Þar hafa verið nokkur óðöl ár hvert. Mófuglar að koma sér fyrir, en fáir enn. Þröstur einn í baði í polli. Minna grænt þar en undir hjöllunum í gær. Tókum góðan tíma í ferðina. Tíminn stóð kyrr. Fáir á ferð fyrir utan okkur. Fórum svo nýja reiðveginn í gegnum skógarlundinn við Rauðavatn og frá því heim. Enn einn dagur sem ekki má gleymast í góðra vina hópi. Fríið rétt að byrja. Heil vika eða næstum því. Ég er lukkunar pamfíll.
22. apríl 2005
Copycat perv burnt
þetta var fyrirsögn í amrísku blaði sem segir frá viðureign ungs kana við heitt eplapæ, að hætti bíomyndarinnar american pye. þessu kom meinafræðingur á framfæri við okkur. Setti saman að því tilefni:
Ef að djásni ofan í pæ,
otar ungur haninn.
Brúklegt varla býður hræ,
brúði sinni kaninn.
vinir bættu um betur:
MÓla:
Otaði tota ofaní pæ
Ungur amríkani.
Birtist honum brunahræ,
Brunninn gleði-rani.
og svo LG:
Það sem er eftirminnilegast er líka þýðingarmest.
Þótt mig oft um dísir dreymi
dofnar minning þeirra kynna,
en eplaköku aldrei gleymi
hún alla tíð mun á sig minna.
Ef að djásni ofan í pæ,
otar ungur haninn.
Brúklegt varla býður hræ,
brúði sinni kaninn.
vinir bættu um betur:
MÓla:
Otaði tota ofaní pæ
Ungur amríkani.
Birtist honum brunahræ,
Brunninn gleði-rani.
og svo LG:
Það sem er eftirminnilegast er líka þýðingarmest.
Þótt mig oft um dísir dreymi
dofnar minning þeirra kynna,
en eplaköku aldrei gleymi
hún alla tíð mun á sig minna.
Tapað er(r)
Meira um skóvísur, að gefnu tilefni og athugasemdum í skóla braga:
Talfræðingi taldist rétt,
ég tapaði einu erri.
Æri f(r)áum þykir frétt,
og fæstum þykir verri.
Svo barst þessi ágæta athugasemd sem verður tekin til alvarlegrar athugunar:
Las um Campers-skókaup og sendi þetta til Ærirs:
Campers kominn loks á skæði,
keypti á Spáni spúsa.
Kampavín nú væri æði
viðeigandi að djúsa!
Með bragkveðju,
MÓla
Talfræðingi taldist rétt,
ég tapaði einu erri.
Æri f(r)áum þykir frétt,
og fæstum þykir verri.
Svo barst þessi ágæta athugasemd sem verður tekin til alvarlegrar athugunar:
Las um Campers-skókaup og sendi þetta til Ærirs:
Campers kominn loks á skæði,
keypti á Spáni spúsa.
Kampavín nú væri æði
viðeigandi að djúsa!
Með bragkveðju,
MÓla
20. apríl 2005
Frá konunni minni, fyrr í dag
vertu þrautseigur og þolinmóður, láttu ekki áhugann dofna og eyddu aldrei tíma til ónýtis
Þakkir til eiginkonunnar
Konan mín var í Madríd og keypti skó á okkur bæði.
Kona á rölti keypti skó,
kná í búðavíking.
Knúsa iljar, kætir fót,
Campers eftirlíking.
Kona á rölti keypti skó,
kná í búðavíking.
Knúsa iljar, kætir fót,
Campers eftirlíking.
Fyrirmyndir
Látið barnið
fá kredid kortið,
- kennið
pin númer,
sendið í Makdonalds.
Farið í reiðtúr.
Kaldur hamborgari
flatt kók með
kartöflustráum
bíður.
Sitja einn og éta
yfir sjónvarpi.
Konan á rölti
í Madrid
og drengirnir
á sínu tölti
í Reykjavík.
fá kredid kortið,
- kennið
pin númer,
sendið í Makdonalds.
Farið í reiðtúr.
Kaldur hamborgari
flatt kók með
kartöflustráum
bíður.
Sitja einn og éta
yfir sjónvarpi.
Konan á rölti
í Madrid
og drengirnir
á sínu tölti
í Reykjavík.
18. apríl 2005
Munnvarp
Enn er reynt við eldri bragarhætti. Hér er það munnvarp en þau eru 8 ljóðlínur (4 hendingar). Hver þeirra eru þrír bragliðir. Rím er einugngis í síðlínum hendinga þá oftast sniðrím, en hér er það alrím, þ.e. á sérhljóðin og samhljóðin eru þau sömu.
Kemur fram í kvæði
kærleiksríkur ærir
Vinur allra veikra
vandalausra fjanda
Sælir allir sitja,
sáttir náum áttum.
Líkna skaltu ljóðið,
lauga mína bauga.
Kemur fram í kvæði
kærleiksríkur ærir
Vinur allra veikra
vandalausra fjanda
Sælir allir sitja,
sáttir náum áttum.
Líkna skaltu ljóðið,
lauga mína bauga.
Refhvörf
Þessi vísa er tilraun til að semja undir kvæðahætti sem kallast að ég held Refhvörf hin minni.
Mikið, lítið meyjar rakki,
margt, fátt getur ljóðað,
sigrar, tapar sálu hreinni,
sjaldan, oftast hrekki fremur.
Blíður, reiður bústinn drengur,
byggir, rífur kvæðin góðu,
kátur, leiður kemur aftur,
klæmist, lofar góða þulu.
Mikið, lítið meyjar rakki,
margt, fátt getur ljóðað,
sigrar, tapar sálu hreinni,
sjaldan, oftast hrekki fremur.
Blíður, reiður bústinn drengur,
byggir, rífur kvæðin góðu,
kátur, leiður kemur aftur,
klæmist, lofar góða þulu.
Dróttkveðið
Nú tókst að koma eldra kvæði, reyndar bara fyrra erindinu yfir í dróttkvæðan hátt.
Útlagi með atgeir
ólst í skjóli fjólu
Rafið geisla rýfur
rís úr viðjum ísa
höldur sá er heldur
hjarta sínu bjarta
einn svíkur annan
allir munu falla
Útlagi með atgeir
ólst í skjóli fjólu
Rafið geisla rýfur
rís úr viðjum ísa
höldur sá er heldur
hjarta sínu bjarta
einn svíkur annan
allir munu falla
Skyndibiti
Svo virðist sem nú sé komið að uppskriftatímabilinu, og skriptatímabilinu, sbr. pápísku lokið. Enda ekki hægt að iðrast stöðugt, jafnvel stórsyndugir. Við feðgarnir vorum einir heima um helgina. Húsmóðirinn á rölti suður í Madríd. Tókst að sólbrenna þrátt fyrir kulda og trekk. Kom heim í nótt. Við feðgarnir höfum þurft að ala önn fyrir okkur í 4 daga samfellt.
Reyndum nýja hesthúsauppskrift. Enda snýst lífið um hesthús og láta matinn malla á meðan hestum er sinnt. Drengir í öðru sæti, að þeim finnst. Um helgina, eftirfarandi matseld, -reynd og dugar í neyð.
Látið barnið fá kredid kortið,
kennið pin númer,
sendið í Makdonalds.
Farið í reiðtúr.
Dæmi um útfærslu: Fór á þrjá hesta, Flygil sem allt í einu fann töltið. Fórum fram að Elliðavatni og tókum þeysireið heim. Svo Skuld sem var í fúlu skapi og vildi stuttan túr og telur sig enn eiga inni hvíld eftir að hafa farið Elliðavatnshringinn um helgina á undan. Loks á Hóf sem nú er í endurhæfingu eftir slysið og slagsmálin á kránni á heimsenda. Sá fór geyst. Fékk lausan tauminn.
Kom svo heim og þar beið mín kaldur hamborgari frá Makdonalds og flatt kók með kartöflustráum.
Sat einn og át yfir sjónvarpi.
Konan á rölti í Madrid og
drengirnir á sínu tölti um bæinn.
Reyndum nýja hesthúsauppskrift. Enda snýst lífið um hesthús og láta matinn malla á meðan hestum er sinnt. Drengir í öðru sæti, að þeim finnst. Um helgina, eftirfarandi matseld, -reynd og dugar í neyð.
Látið barnið fá kredid kortið,
kennið pin númer,
sendið í Makdonalds.
Farið í reiðtúr.
Dæmi um útfærslu: Fór á þrjá hesta, Flygil sem allt í einu fann töltið. Fórum fram að Elliðavatni og tókum þeysireið heim. Svo Skuld sem var í fúlu skapi og vildi stuttan túr og telur sig enn eiga inni hvíld eftir að hafa farið Elliðavatnshringinn um helgina á undan. Loks á Hóf sem nú er í endurhæfingu eftir slysið og slagsmálin á kránni á heimsenda. Sá fór geyst. Fékk lausan tauminn.
Kom svo heim og þar beið mín kaldur hamborgari frá Makdonalds og flatt kók með kartöflustráum.
Sat einn og át yfir sjónvarpi.
Konan á rölti í Madrid og
drengirnir á sínu tölti um bæinn.
15. apríl 2005
Stælingar
Er búinn að koma á aðra síðu, Leiptur, fimbulvísunum mínum. Þar má sjá lokaútgáfu af dratthalabálki (ekki drápu) og ferðadrápunni (amk í bili). Hef hnoðað saman næstum 50 vísum frá áramótum. Misgott safn. Nú er það allt komið á einn stað. Búinn að uppgötva bragfræðivefi (sjá í hlekkjum) og hjálpartæki ljóðalífsins. Á margt eftir ólært, en er að stúdera. Ekki sem verst afþreying. Mæli með þessu, þó við amatörarnir verðum að sætta okkur við að til séu fræ sem aldrei.....
Útlagi
Útlagi með atgeir
sólu sá á róli
rofa geislar í hafi
rís úr viðjum ísa
höldur sá er heldur
hjarta sínu bjarta
einn svíkur annan
falla munu allir
Átti líf en hætti
iðrast ekki kliðar
kallar hátt í fjöllin
sálin brann á báli
aþena valdi hina
flagð síðan lagði
fleini köldum steini
henni lengi unni.
sólu sá á róli
rofa geislar í hafi
rís úr viðjum ísa
höldur sá er heldur
hjarta sínu bjarta
einn svíkur annan
falla munu allir
Átti líf en hætti
iðrast ekki kliðar
kallar hátt í fjöllin
sálin brann á báli
aþena valdi hina
flagð síðan lagði
fleini köldum steini
henni lengi unni.
14. apríl 2005
Bruðningur.
Bruðningur er ólystugur harðindamatur. Það munu beinastrúgur líka vera skv. Sveini mági.
Til eru margar lýsingar á mat, alveg eins og sokkum. Hér koma nokkur dæmi:
blóðæsandi matur, einskorinn matur, fábreyttur matur, fornsoðinn matur, gómsætur átmatur, hanginn matur, hálfétinn matur, heimsendur matur, hvítur matur, illætur matur, kokkaður matur, kræsingar og sælgætismatur, leiðigjarn matur (oft eldaður heima hjá mér, skv. yngri syni mínum), rammíslenskur matur, niðursoðinn dósamatur, þunglífur matur, ólystugur harðindamatur.
Í skemmitlegum orðsamböndum má finna:
maturinn getur verið kappsýður, maturinn smeltist treglega, það er ekki lítill matur í messunni, það er meiningin málsins og maturinn kálfsins, maturinn getur verið gómtamur og óleiðigjarn,
En hér kemur ein eplauppskrift til viðbótar:
Kjúklingur, eitt stykki. Stærð háð fjölskyldu. Kryddað vel með sítrónupipar (mikið almennt sérð).
Kartöflur skornar í bita, sumir vilja sneiðar, aðrir báta eða bara forsoðnar smákartöflur. Hér getur hver og einn sett svip sinn á réttinn.
Laukur, brytjaður til að leyna fyrir börnunum.
Hvítlaukur en má sleppa.
Epli. Skorin í báta, helst afhydd. Mikið af þeim. Þegar þið haldið að komið sé nóg, þá bætið við 2 eplum og þegar þið haldið að sé komið allt of mikið bætið við einu í viðbót.
Allt sett í stóran ofnpott, emalieraðan.
Sett í ofn (því lengur því betra).
Farið á hestbak og drjúgan reiðtúr.
Komið heim og borðið með bestu lyst.
Hátíðarútfærsla.
Sleppi kartöflum, notið meira af eplum.
Bætið vodka slurk út í, eða íslensku brennivíni
Minnkið sítrónupiparinn eða sleppið alveg, og notið smá salt og pipar.
Rjómaslurku talsvert.
Berið fram með því sem gott þykir.
Eplauppskrift án epla.
Notið allt að ofan (ekki hátíðarútfærslu):
Skiptið út eplum fyrir annað grænmeti,
þmt sykurkartöflu (ekki mikið, en meira af öðru).
Ekki gleyma reiðtúrnum.
Uppskrift án reiðtúrs.
Val á uppskrift að ofan, en í stað reiðtúrs er mælt með hjólaferð eða göngutúr.
Ath í þessari uppskrift er engin Fjörmjólk.
Til eru margar lýsingar á mat, alveg eins og sokkum. Hér koma nokkur dæmi:
blóðæsandi matur, einskorinn matur, fábreyttur matur, fornsoðinn matur, gómsætur átmatur, hanginn matur, hálfétinn matur, heimsendur matur, hvítur matur, illætur matur, kokkaður matur, kræsingar og sælgætismatur, leiðigjarn matur (oft eldaður heima hjá mér, skv. yngri syni mínum), rammíslenskur matur, niðursoðinn dósamatur, þunglífur matur, ólystugur harðindamatur.
Í skemmitlegum orðsamböndum má finna:
maturinn getur verið kappsýður, maturinn smeltist treglega, það er ekki lítill matur í messunni, það er meiningin málsins og maturinn kálfsins, maturinn getur verið gómtamur og óleiðigjarn,
En hér kemur ein eplauppskrift til viðbótar:
Kjúklingur, eitt stykki. Stærð háð fjölskyldu. Kryddað vel með sítrónupipar (mikið almennt sérð).
Kartöflur skornar í bita, sumir vilja sneiðar, aðrir báta eða bara forsoðnar smákartöflur. Hér getur hver og einn sett svip sinn á réttinn.
Laukur, brytjaður til að leyna fyrir börnunum.
Hvítlaukur en má sleppa.
Epli. Skorin í báta, helst afhydd. Mikið af þeim. Þegar þið haldið að komið sé nóg, þá bætið við 2 eplum og þegar þið haldið að sé komið allt of mikið bætið við einu í viðbót.
Allt sett í stóran ofnpott, emalieraðan.
Sett í ofn (því lengur því betra).
Farið á hestbak og drjúgan reiðtúr.
Komið heim og borðið með bestu lyst.
Hátíðarútfærsla.
Sleppi kartöflum, notið meira af eplum.
Bætið vodka slurk út í, eða íslensku brennivíni
Minnkið sítrónupiparinn eða sleppið alveg, og notið smá salt og pipar.
Rjómaslurku talsvert.
Berið fram með því sem gott þykir.
Eplauppskrift án epla.
Notið allt að ofan (ekki hátíðarútfærslu):
Skiptið út eplum fyrir annað grænmeti,
þmt sykurkartöflu (ekki mikið, en meira af öðru).
Ekki gleyma reiðtúrnum.
Uppskrift án reiðtúrs.
Val á uppskrift að ofan, en í stað reiðtúrs er mælt með hjólaferð eða göngutúr.
Ath í þessari uppskrift er engin Fjörmjólk.
Læknabréf
Læknabréf á verkjasviði.
Sjúkl:
Ekkert betri og ekkert gott,
enginn verkur farinn.
Allt það puð og allt það streð,
ósköp var ég barinn.
Læknir:
Allt í skralli, allt er vont,
enginn vandi búinn.
Öll þau bréf og allt það puð,
ösköp verð ég lúinn.
Sjúkl:
Ekkert betri og ekkert gott,
enginn verkur farinn.
Allt það puð og allt það streð,
ósköp var ég barinn.
Læknir:
Allt í skralli, allt er vont,
enginn vandi búinn.
Öll þau bréf og allt það puð,
ösköp verð ég lúinn.
13. apríl 2005
Stirðlyndi.
Þá er heldur farið að rofa til í morgunstirðlyndinu, enda dagurinn liðinn að nóni. Hitinn þokast upp í 3C. Fann ljóð sem ég habði samið og vissi ekki um fyrr en ég fór að lesa fimbulþulununa mína aftur.
Hesthús.
Hestarnir mínir
eru taktfastir
á gangi.
Ég þarf að læra
hrynjanda
af þeim.
Hesthús eru
lærdómshús.
og svo:
Orkukorn
Ég hef þulið
orkukornafræði.
Kannski eru
vísurnar mínar,
mín orkukorn.
Hver veit.
-------
Nú er best að þegja eins og tjörupappi (þetta er orðsamband ekki ljóð).
Hesthús.
Hestarnir mínir
eru taktfastir
á gangi.
Ég þarf að læra
hrynjanda
af þeim.
Hesthús eru
lærdómshús.
og svo:
Orkukorn
Ég hef þulið
orkukornafræði.
Kannski eru
vísurnar mínar,
mín orkukorn.
Hver veit.
-------
Nú er best að þegja eins og tjörupappi (þetta er orðsamband ekki ljóð).
Veðrabrigði
Veðrabrigði eru eins og geðbrigði. Suma daga ætti maður ekki að fara fram úr. Að minnsta kosti ekki fram úr sér. Veðurfar hefur verið annkannalegt undanfarna daga. Í gærmorgun var hvít jörð og af bílum þurfti að hreinsa nokkuð þykkt snjólag. Síðdegis var allur þessi snjór farinn. Í morgun, sól og heiðskýrt. Stilla og Rauðavatn alveg slétt og með glampa. Ég var árisull í morgun, vaknaði kl 5.30. Ekki beint á áætlun. Geðbrigðin ekki í samræmi við veðurbrigðin. Nú vappar fyrir utan gluggann hjá mér þröstur minn góði, og grænum blæ slær á þúfurnar. Kannski fer vorið að koma. En hvar er stúlkan mín.
12. apríl 2005
Trabant
Var á ferð um 8. heimsálfuna, netið og kíkti á síðu skólasystur minnar. Þar segir frá skrásetjara þilskipaútgerðar og vini hans að banka á glugga heimsætu nokkurar á Akureyri. Svo er rifjuð upp saga af þeim brúna glæsifáki sem mér áskotnaðist á menntaskólaárum. Nýjum úr kassanum. Þá eins og nú var ég meinlætamaður og í þeim dúr eignaðist ég Trabant, þó faðir minn hefði lagt hart að mér að fá að kaupa handa mér Lödu. Nei Trabant skildi það vera. Mörgum árum seinna keyptum við feðgar svo saman Lödu, rauða auðvitað. En Trabantinn gerði ungum manni kleyft að ferðast, frjáls sem fuglinn. Eða næstum því. Hann hafði marga kosti. T.d. gat maður þekkt hann á hljóðinu. Svo var hann passlega stór. Þ.e. ekki of stór, en kannski stundum heldur lítill og léttur. Það gat þó verið kostur líka, eins og nú skal greint frá.
Þannig var að einn vetur ákváðum við félagar, m.a. umræddur ungsveinn úr Borgarnesi sum um getur í sögu skólasystur minnar, ef ég man rétt, að skella okkur suður um heiðar. Þá voru veður válynd og ekki sú þíða sem nú ríkir. Stórhríðir voru daglegur viðburður og fjallvegir oft tepptir. Þetta létum við ekki á okkur fá heldur héldum af stað í hríðarmuggu frá Akureyri. Höfðum meðferðis skóflur og keðjur. Ferðin gekk bærilega suður í Hrútafjörð en þar var okkur sagt að við yrðum að doka á meðan Borgfirðingar ryddu Holtavörðuheiði. Félagar mínir sem unnu á sumrin við að hefla borgfirska vegi og þekktu vel til, hvöttu mig til að halda áfram og bíða við fyrsta skafl sem á leið okkar yrði.
Við settum keðjur undir, þá eða síðar á heiðinni, en það skiptir ekki máli. Allavega vorum við vígalegir þegar lagt var á ófæra heiðina á Trabant. Ferðin sóttist vel og yfir ýmis höft ýttum við bílnum, enda kraftakarlar með. Þegar kom niður undir Fornahvamm komum við að bílalest sem þar sat föst. Fremstu bílar fastir og mannsöfnuður að reyna að ýta þeim hverjum af öðrum yfir skaflinn sem hefti för. Veður var nú að batna og hafði létt mikið til. Gott ef ekki var sólarglæta. Það þótti góður liðsauki af félögum mínum sem tóku til hendinni og ýttu hverjum bílnum af öðrum yfir hindrunina. Ég varð þó uggandi um minn hag, enda margir bílar í lestinni og nokkuð viss þegar komið væri að Trabant þá væru a) allir farnir b) félagar mínir uppgefnir eftir áttökin og þar af leiðandi c) við einir þyrftum að bíða vegagerðarinnar úr Borgarnesi.
Varð ég þungt hugsi og geng út að snjóinn til hliðar við veginn. Og viti menn þar var hjarn og ég sökk ekki í gegn. Þá laust niður tryllingsleg hugmynd. Ég vatt mér inn í Trabantinn. Rak hann í gír og keyrði út úr vegslóðinni, upp á hjarnið og svo í einu blússi fram hjá allri bílalestinni og stoppaði ekki fyrr en kominn alla leið yfir. Gekk svo hróðugur til baka og kallaði í mína menn. Stóðu þá allir bíleigendur þar gapandi yfir aðförunum og áður en þeir náðu að átta sig á að án félaga minna sætu þeir lengi í þessum skafli skelltum við okkur inn í Trabant sem malaði þýtt. Fékk hann mikið hrós og alla tíð síðan í mínum huga með allra bestu bílum.
Þegar við svo komum niður undir Hreðavatnsskála voru við stoppaðir af vegagerðarmönnum sem nú töldu víst að búið væri að handmoka í gegnum skaflinn fyrst Trabant væri á ferð og þeirra ekki lengur þörf. Þeir fengu þá að vita sitt lítið af hverju um Trabant og ágæti þess bíls í vetrarferðum.
Þannig var að einn vetur ákváðum við félagar, m.a. umræddur ungsveinn úr Borgarnesi sum um getur í sögu skólasystur minnar, ef ég man rétt, að skella okkur suður um heiðar. Þá voru veður válynd og ekki sú þíða sem nú ríkir. Stórhríðir voru daglegur viðburður og fjallvegir oft tepptir. Þetta létum við ekki á okkur fá heldur héldum af stað í hríðarmuggu frá Akureyri. Höfðum meðferðis skóflur og keðjur. Ferðin gekk bærilega suður í Hrútafjörð en þar var okkur sagt að við yrðum að doka á meðan Borgfirðingar ryddu Holtavörðuheiði. Félagar mínir sem unnu á sumrin við að hefla borgfirska vegi og þekktu vel til, hvöttu mig til að halda áfram og bíða við fyrsta skafl sem á leið okkar yrði.
Við settum keðjur undir, þá eða síðar á heiðinni, en það skiptir ekki máli. Allavega vorum við vígalegir þegar lagt var á ófæra heiðina á Trabant. Ferðin sóttist vel og yfir ýmis höft ýttum við bílnum, enda kraftakarlar með. Þegar kom niður undir Fornahvamm komum við að bílalest sem þar sat föst. Fremstu bílar fastir og mannsöfnuður að reyna að ýta þeim hverjum af öðrum yfir skaflinn sem hefti för. Veður var nú að batna og hafði létt mikið til. Gott ef ekki var sólarglæta. Það þótti góður liðsauki af félögum mínum sem tóku til hendinni og ýttu hverjum bílnum af öðrum yfir hindrunina. Ég varð þó uggandi um minn hag, enda margir bílar í lestinni og nokkuð viss þegar komið væri að Trabant þá væru a) allir farnir b) félagar mínir uppgefnir eftir áttökin og þar af leiðandi c) við einir þyrftum að bíða vegagerðarinnar úr Borgarnesi.
Varð ég þungt hugsi og geng út að snjóinn til hliðar við veginn. Og viti menn þar var hjarn og ég sökk ekki í gegn. Þá laust niður tryllingsleg hugmynd. Ég vatt mér inn í Trabantinn. Rak hann í gír og keyrði út úr vegslóðinni, upp á hjarnið og svo í einu blússi fram hjá allri bílalestinni og stoppaði ekki fyrr en kominn alla leið yfir. Gekk svo hróðugur til baka og kallaði í mína menn. Stóðu þá allir bíleigendur þar gapandi yfir aðförunum og áður en þeir náðu að átta sig á að án félaga minna sætu þeir lengi í þessum skafli skelltum við okkur inn í Trabant sem malaði þýtt. Fékk hann mikið hrós og alla tíð síðan í mínum huga með allra bestu bílum.
Þegar við svo komum niður undir Hreðavatnsskála voru við stoppaðir af vegagerðarmönnum sem nú töldu víst að búið væri að handmoka í gegnum skaflinn fyrst Trabant væri á ferð og þeirra ekki lengur þörf. Þeir fengu þá að vita sitt lítið af hverju um Trabant og ágæti þess bíls í vetrarferðum.
Glói Hugason, frá Ásgeirsbrekku.
Glói Hugason, frá Ásgeirsbrekku.
Eins og segir í kvæðinu okkar:
"við Glóa ég gantast og geysist um grund,
þegar grípa til töltsins, þá léttist mín lund".
Það á vel við um öðlinginn hann Glóa frá Ásgeirsbrekku (IS1998158477). Hann er yngsti hesturinn okkar, hann er að verða 7 vetra á sumardaginn fyrsta. Hann er með allra stærstu hestum landsins. Hávaxinn, sótrauður, blesóttur og glófextur (ljósfextur). Í Feng er hann skráður dökk dreyrrauður. Hann undan Huga frá Hafsteinsstöðum, en í fyrra voru Hafsteinsstaðir valdir ræktunarbú ársins á Landsmótinu á Hellu. Hugi er svo undan Hrafni frá Holtsmúla og Sýn frá Hafsteinsstöðum. Hún er dóttir Feykis frá Hafsteinsstöðum sem er undan Rauð frá Kolkuósi. Móðir Glóa er Stjarna frá Ásgeirsbrekku, sem er undan Frama frá Kirkjubæ, Frami er svon undan Þætti frá Kirkjubæ, svo aftur koma hér saman Kolkuósætt og Kirkjubæjarætt í hestunum okkar. Þá blöndu kunnum við vel að meta.
----
Í gærkveldi fórum við hjónin tryppahringinn, sem er stutt reiðleið umhverfis hesthúsahverfið okkar, tókum bæði settin. Ég fékk Flygil og Skuld en hún fór á Glóa og Hóf. Tók ekki langan tíma en mikil upplyfting að bregða sér aðeins á bak. Eldaði svo heimatilbúinn fiskrétt með eplum. Alls ekki svo slæm hugmynd og einföld:
Gulrætur og laukur mýkt á pönnu, raðað í eldfast mót.
Sósa gerð úr 1/2 pakka léttsmurosti m/ blönduðum sjávarréttu og 1/2 pakka kryddosti, leyst upp í Fjörmjólk við lágan hita.
Ýsa eftir þörfum, raðað ofan á gulrætur og lauk. Maldon salt eftir smekk á fiskinn.
Epli skorin í skífur og raðað ofan á ýsuna.
Ostasósu helt yfir allt saman.
Gratinostur yfir allt.
Inn í ofn þar til bakað.
Mmmmmm!
11. apríl 2005
Skaufhalabálkur
Ekkert hefur verið sinnt um Dratthalastaðadrápu um skeið. Því miður. En nú skal birt eitt erindi úr Skaufhalabálki Svarts Þórðarsonar, en hann bjó í Þorskafirði. Báðir erum við komnir af Andrési Guðmundssyni og Þorbjörgu Ólafsdóttur. Andrés var sýslumaður á Felli í Kollafirði og bóndi þar og Bæ á Rauðasandi. Launsonur Guðmundar ríka á Reykhólum, er dæmdur var útlægur 1446.
Skaufhalabálkur er 42 erindi, en hér eru aðeins fjögur þeirra birt.
....
Sannast má það
að sýnist þú gamall
og stirðfættur
að strjúka að heima
og matvæla
mér að afla,
niðjum okkar
til nauðþurftar.
....
Mælti þanninn
móðir dratthala:
"Matr er eigi meiri
mér í höndum:
halrófu bein
og hryggur úr lambi,
bógleggir þrír
og banakringla.
....
Fór heiman þá
fjótt dratthali
og ætlar sér þá
afla fanga
fann skjótlega
fimmtán sauði,
og einn af þeim
allvel feitan.
....
Hefr bálk þennan
og barngælur
sett og samið
Svartr á Hofstöðum
mér til gamans,
en meinþurrðar
mengi ófróðu.
Mun eg nú þagna.
Skaufhalabálkur er 42 erindi, en hér eru aðeins fjögur þeirra birt.
....
Sannast má það
að sýnist þú gamall
og stirðfættur
að strjúka að heima
og matvæla
mér að afla,
niðjum okkar
til nauðþurftar.
....
Mælti þanninn
móðir dratthala:
"Matr er eigi meiri
mér í höndum:
halrófu bein
og hryggur úr lambi,
bógleggir þrír
og banakringla.
....
Fór heiman þá
fjótt dratthali
og ætlar sér þá
afla fanga
fann skjótlega
fimmtán sauði,
og einn af þeim
allvel feitan.
....
Hefr bálk þennan
og barngælur
sett og samið
Svartr á Hofstöðum
mér til gamans,
en meinþurrðar
mengi ófróðu.
Mun eg nú þagna.
Að hugsa
Að hugsa sjálfstætt getur verið þrautinni þyngri. Þetta hef ég margoft reynt. Í lífi manns eru ýmsir áhrifavaldar. Gott dæmi er um það að þegar vinur minn einn norðan heiða, og frændi að langfeðgatali stingur niður penna þá veltur alltaf upp úr mér einhver vitleysa (sbr vísukorn hér að neðan). Þannig hafa skrif hans haft dýpri áhrif en við fyrstu sín. Þannig er hefði ég ekki farið að hnoða saman leirvísum, ef ekki hefði komið tilefni að norðan. Hið lipra og leikandi mál frænda míns kallar fram stuðla og höfuðstafi í huga mér, sem stundum ná að lenda á réttums stöðum í því bundna máli sem ég hef á síðari tímum reynt að glíma við. En stundum lenda þeir á skjön við bragreglur og stundum verða þeir bara of margir, en þá má alltaf nýta þá síðar og á ný. En allt er þetta til gamans gert og flokkast ekki undir einelti, skv. nýjust skilgreiningum þess hugtaks.
-----
Um helgina var ég mikið á hestabaki. Mest einn, konan á námskeiði á laugardag, og svo að sinna foreldrum sínum nýkomnum út til Íslands, eftir ferð utan í meiri sól. Ég fór á Skuld minni frá Vindási, dóttur Ingólfs frá Hvoli, Hrafnssonar frá Holtsmúla og Mistar frá Hvoli heilan hring um Elliðavatn, í rólegheitunum og áfallalaust. Síðan fórum við Flygill, sem allur er að koma til og allra hesta ljúfastur og skemmtilegastur þessa daganna. Hann er bróðursonur þessa fræga gæðings Orra frá Þúfu og undan Tígli frá Síðu. En faðir þeirra var Otur frá Sauðárkróki. Við fórum stóra Rauðhólahringinn. Þ.e.a.s. riðum úr Víðidal sem leið liggur upp í Rauðhóla og áðum fyrst við Bugðu og svo í gerði handan Rauðhólanna við afleggjarann inn í Heiðmörk. Undum okkur svo norður fyrir Suðurlandsbrautina og fórum nýja slóð um skógræktina að Rauðavatni. Æfðum tölt og fórum talsvert á stökki í brekkum. Veður var milt og skapið létt. Eða eins og segir í kvæði Hannesar Hafstein (Havsteen): Ég berst á fáki fráum, fram um veg, mót fjallahlíðum háum hleypi ég, því lund mín er svo létt..... , það átti vel við.
------
Ég hafði því engan tíma til að leika við skáldfákinn Pegasus og hér koma því bara tvær fimbulfambavísur frá sl. viku sem sendar voru Hali af litlu tilefni:
Iðrun og yfirbót
Heyrðist að bænirnar bárust,
frá Hali í hjartanu skárust,
boðorðin tíu,
og bænir að nýju,
biður því syndin er sárust.
Stólræða
Vont er að vakna úr dvala,
með verki á gyllinnar skala,
þá stólpípu má
við stoppinu fá,
Halur, ef kennir sér kvala.
-----
Um helgina var ég mikið á hestabaki. Mest einn, konan á námskeiði á laugardag, og svo að sinna foreldrum sínum nýkomnum út til Íslands, eftir ferð utan í meiri sól. Ég fór á Skuld minni frá Vindási, dóttur Ingólfs frá Hvoli, Hrafnssonar frá Holtsmúla og Mistar frá Hvoli heilan hring um Elliðavatn, í rólegheitunum og áfallalaust. Síðan fórum við Flygill, sem allur er að koma til og allra hesta ljúfastur og skemmtilegastur þessa daganna. Hann er bróðursonur þessa fræga gæðings Orra frá Þúfu og undan Tígli frá Síðu. En faðir þeirra var Otur frá Sauðárkróki. Við fórum stóra Rauðhólahringinn. Þ.e.a.s. riðum úr Víðidal sem leið liggur upp í Rauðhóla og áðum fyrst við Bugðu og svo í gerði handan Rauðhólanna við afleggjarann inn í Heiðmörk. Undum okkur svo norður fyrir Suðurlandsbrautina og fórum nýja slóð um skógræktina að Rauðavatni. Æfðum tölt og fórum talsvert á stökki í brekkum. Veður var milt og skapið létt. Eða eins og segir í kvæði Hannesar Hafstein (Havsteen): Ég berst á fáki fráum, fram um veg, mót fjallahlíðum háum hleypi ég, því lund mín er svo létt..... , það átti vel við.
------
Ég hafði því engan tíma til að leika við skáldfákinn Pegasus og hér koma því bara tvær fimbulfambavísur frá sl. viku sem sendar voru Hali af litlu tilefni:
Iðrun og yfirbót
Heyrðist að bænirnar bárust,
frá Hali í hjartanu skárust,
boðorðin tíu,
og bænir að nýju,
biður því syndin er sárust.
Stólræða
Vont er að vakna úr dvala,
með verki á gyllinnar skala,
þá stólpípu má
við stoppinu fá,
Halur, ef kennir sér kvala.
7. apríl 2005
Ríflega tvítug drápa.
Drápa um hreysti, hetjur og fáka þeirra.
Drápa er er forn tegund kvæða. Það sem einkenndi drápuna frá öðru rímuðu máli, var svokallað stef. Stefið var mislangt með efni sem skáldið vildi leggja áherslu á, og var endurtekið einusinni eða oftar í kvæðinu. Stefið skifti drápunni í þrjá meginþætti, upphaf, stefjabálk og slæm. Drápan byrjar á upphafinu sem er mismörg erindi. Þá kemur stefið. Það getur verið mismargar ljóðlínur. Það er endurtekið óbreytt eða með nokkrum breytingum. Alltítt mun vera að skifta um stef. Milli stefjanna er eru svo og svo mörg erindi. Þessi erindi heita stefjamél. Sá hluti drápunnar sem stefin eru í, þ.e. frá upphafi fyrsta stefs til þess síðasta kallast stefjabálkur. Á eftir stefjabálk tekur við niðurlag kvæðisins og heitir það slæmur. Slæmurinn er mismunandi langur (Heimild: byggt á skrifum Þorbergs Þórðarsonar í Eddu, Mál og menning, Reykjavík 1975).
Upphaf:
Ó, skáldfákur mikli á sköpunarvegi,
skemmtu í ljóði á fegurstum degi.
Hetjuleg kvæði, sem heimsljósi skæru
á hetjurnar varpa og meyjarnar kæru.
Alvaldur heimsins okkur má styrkja,
er aumur þinn þjónn um hetjur skal yrkja.
Megi vor andi frá minningum greina,
máttugum sögum um meyjar og sveina.
Við skjaldmeyjar fagrar og forynju kvalda
fáumst í kvæðum, við minningar staldra,
er greina frá stríði þess góða og illa,
er geysar um heiminn og vert er að stilla.
Við hringborðið vaskir heilsast þeir drengir,
er heim komu glaðir, er daganna lengir
Brátt munu kveða í brimhljómsins anda,
bögur um hetjur sem að eilífu standa.
Öfl munu vakna, er um aldir hafa sofið,
á Íslandi hafa bergrisar sáttmála rofið.
Kvæða mun kraftur hetjunar fjötra,
kremja og brjóta, í fjöllunum nötra.
Kyndir þá aflið er kveðin er bragur,
kemur upp sólin og fæðist nýr dagur.
Nú kappanna fákar kætast og lofa,
kominn er dagur og engin má sofa.
Í dag eru frásagnir færðar í letur,
er fæddust í huga, þess er smátt annað getur.
Skáldfákur vakur, mér vaktu hjá núna,
er vályndir tímar mér taka burt trúna.
Svo færa ég megi kóngi eitt kvæði,
að köppunum fræknu vísubrot læði.
Drápuna eina fær drengurinn sanni,
dýrt skal kveðið í skáldfáka ranni.
Hetjurnar prúðu í huganum strangar,
með hreysti og fegurð um ævina langa,
kappanna dugur skal kveðskapinn fanga.
Stefjabálkur:
Í heiðunum jarlar fundust með fákum,
fjallabök riðu og stóðin við rákum,
um öræfaveginn með ópum og látum,
allir við glöddust með fjallmeyjum kátum.
Heitin þeir strengdu með stórum huga,
stefna að bótum og öðrum vel duga.
Í hvarfi við jökla þeim aftur jókst kraftur,
í jóreyk þeir hurfu en snéru brátt aftur.
Á deginum öðrum dugðu vel klárar,
dugnaðarforkar, til reiðar vel árar.
Að heiman þeir fóru, á Hekluslóð riðu,
héldu um sanda og Dómadals biðu.
Um Klofninga fóru og Krakatind sáum,
komast til Löðmundar í fjarskanum bláum.
Að Landmannahelli skal leiðin strax liggja,
líflega mun riðið og veitingar þiggja.
Að Skælingum héldum og skoðuðum fellin,
skörðótt er leiðin, í vísunum hnellin.
Fjallanna hringur okkar huga nú seiðir,
húmar að kveldi, brekkurnar sneiðir,
á harðasta brokki hentist nú Brynja,
hélt sér á baki, ekki er að spyrja,
knapinn hann Finnur er ferðast á jónum,
og fimlega kveður í hafsagna sjónum.
Mögnuð var sjón er við blasti öllum,
Eldgjá sú fegursta í náttúruhöllum.
Um smugur og hjalla stóðið sig lestar,
smella í gómum meyjarnar bestar,
berast með hópnum að Hólanna skjóli,
hólpnar þær komu en harður var skóli.
Ljúft munu fljóð við fossanna nið
um ferðina dreyma lið fyrir lið.
Þá ljómaði dagur, Lambaskarðshólar,
voru lagðir að baki og riðið til sólar.
Um Álftavatnskróka var áfangi ljúfur,
aldrei gleymum er fram riðu í gljúfur,
mögnuð í svip, þá setti alla hljóða.
er Svarthnúkströllin inn okkur bjóða.
Hafna varð boði, við Hólmsána áð,
hugurinn leitar, þess er í æsku var sáð.
Kapparnir hraustu með huganum fanga,
hreysti og fegurð um ævina stranga,
hetjunnar dug og hugsýn svo langa.
Í hasti var kvatt og brátt nú birtist,
Brennivínskvíslin svo andinn nýr lyftist.
Á leið yfir bleytur á Strútinn þeir störðu,
stikluðu sanda og hetjurnar vörðu,
degi frá morgni á Mælifellssandi,
mikið er askoti langur sá fjandi.
Hestarnir þreyttir á þungum knöpum,
þurfa ei lengur að renna sköpum.
Í sólinni þyrstir sitja nú knapar,
silast að kvísl sem þorstann skapar.
Hjá Mýrdalsjökli og Mælifelli,
mæddust hestar á sandavelli.
Áfram var haldið og áfanga næstan
allir þeir komust en bardagann stærstan,
áttu svo knapar í kaldasta Klofi.
en komust að landi, en engin nú sofi.
Því gleði ríkir, í Hvanngili að kveldi,
og kát þau dvöldu í kvöldsólareldi.
Hetjurnar prúðu með hreystinni fanga,
hugarins fegurð og dugnaðinn stranga,
í kappanna kveðskap um ævina langa.
Af fjöllunum komu, á Fjörurna leggja,
fáka og menn nú ei þarf að eggja.
Þeysast á skeiði um sandana langa,
svettist úr hófum og fjörurnar anga.
Með vitunum skynja þá skáldlegu sögu,
skemmta að kveldi með glaðlegri í bögu.
Um fjallanna tinda, við fjörunar óma
fákanna leiftur í kvæðum mun hljóma.
Er fram sóttu knapar að Saltnesáli,
söguna geymum í bundnu máli.
fákurinn prúði er fullhugan bar,
festist í bleytu á sandinum þar.
Höfðinu draup en hetjunar tak
hífði upp klárinn, þá brá sér á bak
Illuga-bróðir er barðist á Fjörum,
og bjargaði fáki með handtökum snörum.
Lífgjarn var fákur og léttur bar knapa,
launaði greiða svo margfallt til baka.
Leikur í taumum er líður að vori,
lyftir hátt fótum, greikkar úr spori.
Sumrinu fagna, - þeir félagar bíða,
ferða um sveitir, um grundina líða.
Trúir reynast fákar og knapana geyma
traustir í lund og engum þeim gleyma.
Í tvísýnu lögðu og teymdust vel hestar,
en týndir í þoku, raunirnar mestar,
þola hann mátti er þræða skal pytti,
og þrautirnar margar er sukku í mitti.
Um flóana bárust en færðust að landi,
hjá fellinu slétta, þá jókst aftur vandi.
Því áttirnar allar þær vísuðu niður,
en aldrei skal falla er íslenskur siður.
Hetjurnar prúðu í huganum stranga,
með hreysti og fegurð um ævina langa,
kappanna dugur skal kveðskapinn fanga.
Slæmur:
Á móálóttu klárhrossi og merarsyni,
mættur var víkingur af sterkara kyni,
um sveitirnar reið skartbúinn knapi.
Skáldfáksins vinur, ei angurgapi,
en ef hnakkinn ei girðir á geltum fola,
skal harðan svörðinn á foldinni þola.
Því trylltur var drösull, í dansinum lenti,
og darraðans folinn af baki honum henti.
Upp reis hann aftur og aldrei skal þola,
öðrum að kætast ef dettur af fola.
Höfuðið uppi skal hátt áfram bera,
höldur er ríkir í ásinum þvera.
Þó marinn sé bógur og blá sé nú lend,
bugast mun aldrei og engin sú kend,
í huga hann þekkir, því þraukar hann enn,
þrautirnar vinnur, á bak fer hann senn.
Drápa er er forn tegund kvæða. Það sem einkenndi drápuna frá öðru rímuðu máli, var svokallað stef. Stefið var mislangt með efni sem skáldið vildi leggja áherslu á, og var endurtekið einusinni eða oftar í kvæðinu. Stefið skifti drápunni í þrjá meginþætti, upphaf, stefjabálk og slæm. Drápan byrjar á upphafinu sem er mismörg erindi. Þá kemur stefið. Það getur verið mismargar ljóðlínur. Það er endurtekið óbreytt eða með nokkrum breytingum. Alltítt mun vera að skifta um stef. Milli stefjanna er eru svo og svo mörg erindi. Þessi erindi heita stefjamél. Sá hluti drápunnar sem stefin eru í, þ.e. frá upphafi fyrsta stefs til þess síðasta kallast stefjabálkur. Á eftir stefjabálk tekur við niðurlag kvæðisins og heitir það slæmur. Slæmurinn er mismunandi langur (Heimild: byggt á skrifum Þorbergs Þórðarsonar í Eddu, Mál og menning, Reykjavík 1975).
Upphaf:
Ó, skáldfákur mikli á sköpunarvegi,
skemmtu í ljóði á fegurstum degi.
Hetjuleg kvæði, sem heimsljósi skæru
á hetjurnar varpa og meyjarnar kæru.
Alvaldur heimsins okkur má styrkja,
er aumur þinn þjónn um hetjur skal yrkja.
Megi vor andi frá minningum greina,
máttugum sögum um meyjar og sveina.
Við skjaldmeyjar fagrar og forynju kvalda
fáumst í kvæðum, við minningar staldra,
er greina frá stríði þess góða og illa,
er geysar um heiminn og vert er að stilla.
Við hringborðið vaskir heilsast þeir drengir,
er heim komu glaðir, er daganna lengir
Brátt munu kveða í brimhljómsins anda,
bögur um hetjur sem að eilífu standa.
Öfl munu vakna, er um aldir hafa sofið,
á Íslandi hafa bergrisar sáttmála rofið.
Kvæða mun kraftur hetjunar fjötra,
kremja og brjóta, í fjöllunum nötra.
Kyndir þá aflið er kveðin er bragur,
kemur upp sólin og fæðist nýr dagur.
Nú kappanna fákar kætast og lofa,
kominn er dagur og engin má sofa.
Í dag eru frásagnir færðar í letur,
er fæddust í huga, þess er smátt annað getur.
Skáldfákur vakur, mér vaktu hjá núna,
er vályndir tímar mér taka burt trúna.
Svo færa ég megi kóngi eitt kvæði,
að köppunum fræknu vísubrot læði.
Drápuna eina fær drengurinn sanni,
dýrt skal kveðið í skáldfáka ranni.
Hetjurnar prúðu í huganum strangar,
með hreysti og fegurð um ævina langa,
kappanna dugur skal kveðskapinn fanga.
Stefjabálkur:
Í heiðunum jarlar fundust með fákum,
fjallabök riðu og stóðin við rákum,
um öræfaveginn með ópum og látum,
allir við glöddust með fjallmeyjum kátum.
Heitin þeir strengdu með stórum huga,
stefna að bótum og öðrum vel duga.
Í hvarfi við jökla þeim aftur jókst kraftur,
í jóreyk þeir hurfu en snéru brátt aftur.
Á deginum öðrum dugðu vel klárar,
dugnaðarforkar, til reiðar vel árar.
Að heiman þeir fóru, á Hekluslóð riðu,
héldu um sanda og Dómadals biðu.
Um Klofninga fóru og Krakatind sáum,
komast til Löðmundar í fjarskanum bláum.
Að Landmannahelli skal leiðin strax liggja,
líflega mun riðið og veitingar þiggja.
Að Skælingum héldum og skoðuðum fellin,
skörðótt er leiðin, í vísunum hnellin.
Fjallanna hringur okkar huga nú seiðir,
húmar að kveldi, brekkurnar sneiðir,
á harðasta brokki hentist nú Brynja,
hélt sér á baki, ekki er að spyrja,
knapinn hann Finnur er ferðast á jónum,
og fimlega kveður í hafsagna sjónum.
Mögnuð var sjón er við blasti öllum,
Eldgjá sú fegursta í náttúruhöllum.
Um smugur og hjalla stóðið sig lestar,
smella í gómum meyjarnar bestar,
berast með hópnum að Hólanna skjóli,
hólpnar þær komu en harður var skóli.
Ljúft munu fljóð við fossanna nið
um ferðina dreyma lið fyrir lið.
Þá ljómaði dagur, Lambaskarðshólar,
voru lagðir að baki og riðið til sólar.
Um Álftavatnskróka var áfangi ljúfur,
aldrei gleymum er fram riðu í gljúfur,
mögnuð í svip, þá setti alla hljóða.
er Svarthnúkströllin inn okkur bjóða.
Hafna varð boði, við Hólmsána áð,
hugurinn leitar, þess er í æsku var sáð.
Kapparnir hraustu með huganum fanga,
hreysti og fegurð um ævina stranga,
hetjunnar dug og hugsýn svo langa.
Í hasti var kvatt og brátt nú birtist,
Brennivínskvíslin svo andinn nýr lyftist.
Á leið yfir bleytur á Strútinn þeir störðu,
stikluðu sanda og hetjurnar vörðu,
degi frá morgni á Mælifellssandi,
mikið er askoti langur sá fjandi.
Hestarnir þreyttir á þungum knöpum,
þurfa ei lengur að renna sköpum.
Í sólinni þyrstir sitja nú knapar,
silast að kvísl sem þorstann skapar.
Hjá Mýrdalsjökli og Mælifelli,
mæddust hestar á sandavelli.
Áfram var haldið og áfanga næstan
allir þeir komust en bardagann stærstan,
áttu svo knapar í kaldasta Klofi.
en komust að landi, en engin nú sofi.
Því gleði ríkir, í Hvanngili að kveldi,
og kát þau dvöldu í kvöldsólareldi.
Hetjurnar prúðu með hreystinni fanga,
hugarins fegurð og dugnaðinn stranga,
í kappanna kveðskap um ævina langa.
Af fjöllunum komu, á Fjörurna leggja,
fáka og menn nú ei þarf að eggja.
Þeysast á skeiði um sandana langa,
svettist úr hófum og fjörurnar anga.
Með vitunum skynja þá skáldlegu sögu,
skemmta að kveldi með glaðlegri í bögu.
Um fjallanna tinda, við fjörunar óma
fákanna leiftur í kvæðum mun hljóma.
Er fram sóttu knapar að Saltnesáli,
söguna geymum í bundnu máli.
fákurinn prúði er fullhugan bar,
festist í bleytu á sandinum þar.
Höfðinu draup en hetjunar tak
hífði upp klárinn, þá brá sér á bak
Illuga-bróðir er barðist á Fjörum,
og bjargaði fáki með handtökum snörum.
Lífgjarn var fákur og léttur bar knapa,
launaði greiða svo margfallt til baka.
Leikur í taumum er líður að vori,
lyftir hátt fótum, greikkar úr spori.
Sumrinu fagna, - þeir félagar bíða,
ferða um sveitir, um grundina líða.
Trúir reynast fákar og knapana geyma
traustir í lund og engum þeim gleyma.
Í tvísýnu lögðu og teymdust vel hestar,
en týndir í þoku, raunirnar mestar,
þola hann mátti er þræða skal pytti,
og þrautirnar margar er sukku í mitti.
Um flóana bárust en færðust að landi,
hjá fellinu slétta, þá jókst aftur vandi.
Því áttirnar allar þær vísuðu niður,
en aldrei skal falla er íslenskur siður.
Hetjurnar prúðu í huganum stranga,
með hreysti og fegurð um ævina langa,
kappanna dugur skal kveðskapinn fanga.
Slæmur:
Á móálóttu klárhrossi og merarsyni,
mættur var víkingur af sterkara kyni,
um sveitirnar reið skartbúinn knapi.
Skáldfáksins vinur, ei angurgapi,
en ef hnakkinn ei girðir á geltum fola,
skal harðan svörðinn á foldinni þola.
Því trylltur var drösull, í dansinum lenti,
og darraðans folinn af baki honum henti.
Upp reis hann aftur og aldrei skal þola,
öðrum að kætast ef dettur af fola.
Höfuðið uppi skal hátt áfram bera,
höldur er ríkir í ásinum þvera.
Þó marinn sé bógur og blá sé nú lend,
bugast mun aldrei og engin sú kend,
í huga hann þekkir, því þraukar hann enn,
þrautirnar vinnur, á bak fer hann senn.
Góðir vinir.
Vinir mínir tveir Ærir og Fimbulfambi þurfa stöðuga uppörvun og sækjast í sviðsljósið. Þeir eru áhrifagjarnir og lítt stöðugir. Ærir heldur að hann sé rómantískur og og hefur í hávegum háleit markmið. Vill vera hugdjarfur og bæta heiminn. Honum mistekst iðulega ætlunarverk sitt. Hann les góðskáld og syrgir að hafa ekki verið upp á tímum rómantískustefnunar eða endurreisnarinnar. Hann reynir að safna orðum eins og svalblár og meyjarheit og sæviður. Aðrir safna frímerkjum. Ærir tekur því trúna alvarlega og hyggst ganga í klaustur og dvelja þar með orðum sínum og hrossum. En hér er ekkert slíkt í boði. Ærir er þegar orðinn svo syndugur að af slíku getur ekki orðið. Hann getur því aðeins hrópað á almættið Totus Tuus; -allur þinn.
Fimbulfamba hefur hinsvega alltaf dreymt um að verða bóhem. Drekka daglangt og vaka um nætur. Eiga ástir vergjarnra kvenna. Hann er áhrifagjarn og mælir fátt af viti. Yrkir jafnvel níð um ráðamenn, enda aldrei rekist vel í flokki. Er einfari, fer seinfari og aldrei verið snarfari. Mælir fátt gott og gantast á kostnað annara. Leggur menn í einelti og kann vel við þá nýju skilgreiningu að ef þrýst er á málsmetandi menn í þjóðfélaginu að segja sannleikann þá kallist það einelti. Það að fá ekki að skrökva sér til málsbóta er auðvitað einelti. Þess vegna skrökvar Fimbulfambi aldrei. Hann bara ýkir og níðir. Þetta hefur hann lært, því hann hefur lengi verið lagður í einelti af ráðamönnum fyrir að segja sannleikann. Hann segir því ekki satt orð lengur, enda lærði hann að það gatt leitt til eineltis. Þetta kallast hugræn atferlismeðferð. Síðan Fimbulfambi komst í ham hefur eineltið minnkað. Hann er þó enn haldinn hörmungarhyggju.
Halur er annar góður vinur okkar. Hans stærð er óþekkt. Hann finnst víða og hefur sætt einelti á síðum þessum. Þess iðrast Ærir en Fimbulfambi vill halda því áfram. Því hefur myndast togstreita. Ærir á þó orðið í dag og sendir bænir og blessanir syndugum og trúlausum Hali;:
Heyrðist að bænirnar bárust,
frá Hali í hjartanu skárust,
boðorðin tíu,
og bænir að nýju,
biður því syndin er sárust.
Fimbulfamba hefur hinsvega alltaf dreymt um að verða bóhem. Drekka daglangt og vaka um nætur. Eiga ástir vergjarnra kvenna. Hann er áhrifagjarn og mælir fátt af viti. Yrkir jafnvel níð um ráðamenn, enda aldrei rekist vel í flokki. Er einfari, fer seinfari og aldrei verið snarfari. Mælir fátt gott og gantast á kostnað annara. Leggur menn í einelti og kann vel við þá nýju skilgreiningu að ef þrýst er á málsmetandi menn í þjóðfélaginu að segja sannleikann þá kallist það einelti. Það að fá ekki að skrökva sér til málsbóta er auðvitað einelti. Þess vegna skrökvar Fimbulfambi aldrei. Hann bara ýkir og níðir. Þetta hefur hann lært, því hann hefur lengi verið lagður í einelti af ráðamönnum fyrir að segja sannleikann. Hann segir því ekki satt orð lengur, enda lærði hann að það gatt leitt til eineltis. Þetta kallast hugræn atferlismeðferð. Síðan Fimbulfambi komst í ham hefur eineltið minnkað. Hann er þó enn haldinn hörmungarhyggju.
Halur er annar góður vinur okkar. Hans stærð er óþekkt. Hann finnst víða og hefur sætt einelti á síðum þessum. Þess iðrast Ærir en Fimbulfambi vill halda því áfram. Því hefur myndast togstreita. Ærir á þó orðið í dag og sendir bænir og blessanir syndugum og trúlausum Hali;:
Heyrðist að bænirnar bárust,
frá Hali í hjartanu skárust,
boðorðin tíu,
og bænir að nýju,
biður því syndin er sárust.
5. apríl 2005
Máría mættu vini
Nú er látinn Jóhannes Páll II páfi kaþólskra manna. Fyrir rúmu ári sótti ég messu Páfa á Péturstorgi og fékk blessað sakramenti hans. Enda þá búinn að ganga á milli sjö höfuðkirkna í Róm til iðrunar.
Máríu öll,
minnumst blíð,
máttugust allra meyja;
í mynd
-kærleikans;
kemur og vitjar
kvöldstund eina.
Kemur og sækir
krónu þyrna,
kærust vitjar vinar hans.
Kveður í hljóði
á kveldi myrkvu,
kristi vís og kærastur;
klettur lifenda,
-hugaður;
faðir hirðar
fremstur á leið
að ljúfum endi
er lifnar nýtt líf,
í ljósi mildu blessaður.
Á boða háum
brotnar aldan,
bylgjast tár bráar,
er boðar trú;
-bjargfastur.
Upp rís aftur
aldir lifir
góður drengur
djúpt í huga
dvelur allra blíðastur.
Máría hreina,
mætust komdu,
villtu þinn vin,
til himna hefja;
- af víðsævi.
Höndum haltu
er heilsar þrenning,
honum okkar
og fagnar föður,
við ferðalok á langri ævi.
Máríu öll,
minnumst blíð,
máttugust allra meyja;
í mynd
-kærleikans;
kemur og vitjar
kvöldstund eina.
Kemur og sækir
krónu þyrna,
kærust vitjar vinar hans.
Kveður í hljóði
á kveldi myrkvu,
kristi vís og kærastur;
klettur lifenda,
-hugaður;
faðir hirðar
fremstur á leið
að ljúfum endi
er lifnar nýtt líf,
í ljósi mildu blessaður.
Á boða háum
brotnar aldan,
bylgjast tár bráar,
er boðar trú;
-bjargfastur.
Upp rís aftur
aldir lifir
góður drengur
djúpt í huga
dvelur allra blíðastur.
Máría hreina,
mætust komdu,
villtu þinn vin,
til himna hefja;
- af víðsævi.
Höndum haltu
er heilsar þrenning,
honum okkar
og fagnar föður,
við ferðalok á langri ævi.
1. apríl 2005
Sumarvon
Grámi hátt í Esjuhlíðum,
- hótar okkar vori að víkja,
hann vill okkar vonir svíkja.
En úti sýnist sólin blíða,
sumarkomu boða nýja.
Hvítan fald að miðju fjalli
fegurst skartar meyjan flík.
Hvenær kemur vorið vænsta.
- vorið sem og sólarblíða,
sumarþeyr um velli víða.
Ljóma sund í ljósum sólar
lævíst gerði kuldakast.
Ætlar sumar seint að koma,
sumarvon við köllum þig.
- hótar okkar vori að víkja,
hann vill okkar vonir svíkja.
En úti sýnist sólin blíða,
sumarkomu boða nýja.
Hvítan fald að miðju fjalli
fegurst skartar meyjan flík.
Hvenær kemur vorið vænsta.
- vorið sem og sólarblíða,
sumarþeyr um velli víða.
Ljóma sund í ljósum sólar
lævíst gerði kuldakast.
Ætlar sumar seint að koma,
sumarvon við köllum þig.
Fimbulfambi
Fimbulfambi hefur skotið upp kollinum á síðum þessum. Það þykir ágætt. Skeyti bárust í gær. En hver er hann. Leita verðum við uppruna hans. Þau eru ókunn enn. Þó fannst í Hávamálum:
...
fimbulfambi heitir
sá er fátt kann segja,
það er ósnoturs aðal.
Rannsóknin heldur áfram.
...
fimbulfambi heitir
sá er fátt kann segja,
það er ósnoturs aðal.
Rannsóknin heldur áfram.
Halr inn hvíti.
Í morgun höfðum við öll ástæðu til að gleðjast, þrátt fyrir frost og hvítar hlíðar Esjunnar. Halur er kominn á kreik og sendi stutta bögu, væna eins og hans er von og vísa. En þrátt fyrir að hann hafi legið lágt hafa rannsóknir á uppruna hans haldið áfram. Allt ber að sama brunni. Halur hefur lengi lifað og er því lífsreyndur maður. Áður höfum við sett fram kenningar um hver hann er. Leitað hefur verið á sömu mið. Aftur hafa fundist merki um þennan merka Íslending. Um hann hafa verið ort kvæði.
Í vísum Hallfreðar Óttarssonar vandræðaskálds (um 965-1007) er eftirfarandi:
---
Leggr að lýsibrekku
leggjar íss af Grísi
- kvöl þolir hún hjá honum -
heitr ofremmdar sveiti;
en dreypileg drúpir
dýnu Rán hjá hánum
- leyfi eg ljósra vífa
lund - sem álft á sundi.
Þrammar, svo sem svimmi
sílafullr, til hvílu
fúrskerðandi fjarðar,
fúlmár á tröð báru,
áðr en orfa stríðir
ófríðr þorir skríða
- hann era hlaðs Gunni
hvílubráðr - váðr.
Lítt mun Halr inn hvíti
hjálmgandr fyr búr skálmast
- hann mun aura Eirar
án - og Strútr in gráni,
þótt orfþægir eigi
ófríðr stöðul víðan
- hirðandi nýtr hjarðar
hjörvangs - og kví langa
Kolfinna lézt kenna,
- kveð eg enn um hlut þenna,
hvað kveða vífi vitru
valda - fúlt af skáldi;
en af ungum svanna
auðhnykkjanda þykkir
- óð er eg gjarn að greiða -
ganga dýrlega angi.
Lítt hirði eg - lautar
lundr hefir hætt til sprunda
viggs - þóttt verði eg höggvinn
-varra - í höndum svarra,
ef eg næða Sif slæðu
sofa karms meðal arma;
mákaat eg láss við ljósa
lind ofræktar bindast.
Skýringar:
Eir er gyðja læknisfræðinnar!
Á Halur þessi í kvennavandræðum.
Eins og ég hef alltaf sagt. Allt alminnilegt hefur þegar komið fram.
Í vísum Hallfreðar Óttarssonar vandræðaskálds (um 965-1007) er eftirfarandi:
---
Leggr að lýsibrekku
leggjar íss af Grísi
- kvöl þolir hún hjá honum -
heitr ofremmdar sveiti;
en dreypileg drúpir
dýnu Rán hjá hánum
- leyfi eg ljósra vífa
lund - sem álft á sundi.
Þrammar, svo sem svimmi
sílafullr, til hvílu
fúrskerðandi fjarðar,
fúlmár á tröð báru,
áðr en orfa stríðir
ófríðr þorir skríða
- hann era hlaðs Gunni
hvílubráðr - váðr.
Lítt mun Halr inn hvíti
hjálmgandr fyr búr skálmast
- hann mun aura Eirar
án - og Strútr in gráni,
þótt orfþægir eigi
ófríðr stöðul víðan
- hirðandi nýtr hjarðar
hjörvangs - og kví langa
Kolfinna lézt kenna,
- kveð eg enn um hlut þenna,
hvað kveða vífi vitru
valda - fúlt af skáldi;
en af ungum svanna
auðhnykkjanda þykkir
- óð er eg gjarn að greiða -
ganga dýrlega angi.
Lítt hirði eg - lautar
lundr hefir hætt til sprunda
viggs - þóttt verði eg höggvinn
-varra - í höndum svarra,
ef eg næða Sif slæðu
sofa karms meðal arma;
mákaat eg láss við ljósa
lind ofræktar bindast.
Skýringar:
Eir er gyðja læknisfræðinnar!
Á Halur þessi í kvennavandræðum.
Eins og ég hef alltaf sagt. Allt alminnilegt hefur þegar komið fram.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)