21. júní 2005

Í Vinaminni

Mínútur ekki margar gáfust
mér er þungt í sinni.
Næst skal staldra stundu lengur
og í stofu setjast inni.

Í bænum þeim nú búa hjónin
og bráðgerð börn í sinni.
Þó að stutt þá væri stoppið
stöðugt endast kynni.

Kveðja varð þá kæru búa
en kvæðið lengi minni.
Nú mun varla meira kveðið
nú er mál að linni.

Engin ummæli: