2. júní 2005

Slysin gera ekki boð á undan sér

Hólmgeir minn hljóp í gegnum rúðu (á íþróttaæfingu) og skarst illa á handlegg og fingri. Saumaður saman í gær, en þarf etv húðflutninga eða ágræðslu og aðgerðir á næstunni. Kemur í ljós á næstu dögum, hvort saumaskapurinn í gær heldur eða dugir til að græða hann að nýju, en það þykir tvísýnt. Þó þótti rétt að láta reyna á það áður en farið væri í frekari aðgerðir. Mun víst eiga í þessu næstu vikurnar. Það er því ljóst að keppnistímabili hans er lokið í bili, en hann hafði verið skráður til keppni á sundmóti Esso á Akranesi um helgina og á bikarmót SSÍ í júni.

Óvænt lagði á líf mitt skugga
sem langur var.
Þegar Hólmgeir hljóp á glugga
og hendina skar.

1 ummæli:

huxy sagði...

ljótt að heyra! knús frá frænkum.