Eins og ég skráði nýlega tóku vinnufélagar mínir við sér og kváðust á. Þó var einn í fríi og kvað þegar kom til baka:
HJB: Drottin minn dýri. Maður má ekki skreppa frá einn dag þá fer Gróttarkvörnin af stað.
Kemur manni þá í hug:
Hnígur bunan bragar þunn,
bræðra rígur harður.
Míga saman í Mímisbrunn
meðan sígur larður.
Því var svarað svona í fyrsta lagi:
M.Óla:
Já hér voru greinilega æðri máttarvöld að verki, en:
Kveður Hans af mikilli kunn-
áttu hvílíkt gaman!
Mættum við báðir í Mímisbrunn
sælir míga saman!
Og í öðru lagi:
Ef í brunninn bræður tveir
buna svo út úr flæði.
Sjálfsagt munu síðar þeir
saman yrkja kvæði
Mímir það var máttugt goð
maki margra manna.
Held þó hafi ekki roð
í Hans, það dæmin sanna.
Lifið heil
28. júní 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Halur liggur inni alla daga milli þess sem honum er hleypt út sem öðrum kvikfénaði. Veit hann vel af minnimáttarkennd sinni er hann sér ljóðstaf suðuramtssveina. Halur kvað:
Líst mér vel á læknastand,
ljóðstafurinn þeirra grand;
en merkilega glaður
tjáði ókunnur maður:
"Í brunni væri merarhland!"
Kannski átti Halur sjómaður við: (og því í ort í orðastað hans):
Margir hafa merarhland
úr mímisbrunni drukkið.
Nú er best að laumast í land
og leggjast beint í sukkið.
takk fyrir limruna.
Skrifa ummæli