21. júní 2005

Órar fimbulfamba

Fimbulfambi lifir daufu lífi, nú sem endranær. Helst að hann reyni að lifa lífi sínu í gegnum aðra sem eru skemmtilegri. Hann fær aldrei boð. Það fá hins vegar aðrir. Fimbulfambi hefur gaman af boðum annara ef hann fréttir af þeim og þá gjarna býr til sína eigin útgáfu af þeim sem hann lifir í kolli sínum og kallar hugsýnir. Í verstu tilfellum fer hann sálförum og reynir að lesa á milli línanna og gera öðrum upp athafnir. Það er því skammt á milli raunveruleika og hugaróra, þar eeru sko engar óravíddir. Þessa óra sendi hann mér til birtingar, semég á auðvitað ekki að gera, en veit að önuglyndi hans Fimbulfamba yrði erfitt að búa við ef óskir hans eru ekki virtar. Enda hef ég alltaf átt erfitt með að setja öðrum mörk og bý þessavegna við endemis markleysu. En svona einhvernvegin var þetta og eru allir hlutaðaeigandi beðnir velvirðingar.

Í boði nokkru baun ein gladdist,
býsna var þar gaman.
Sögu þessa segja vildi,
allra síst þó daman.

Í korseletti kom þar Harri,
klæddur bara að framan
Með sínustakti og dörti dansi,
dável áttu saman.

Og Harri sagði heijú beibí
hávdí skríkti daman.
Kosínussa kunna að dansa,
í korseletti saman.

Er kvölda tók þá kætust leikar,
og karli þótti gaman.
Því sýna vildi súludansinn,
síung dörti daman.

Súludansinn sánú Harri,
í sínusfalli daman,
um rauðanótt með ramakveini
á rassin féllu saman.

Saga þessi er ekki sönn,
en sumir hafa gaman.
Að flytja ljóð um langan veg,
og lygi berja saman.


gúdd næt reykjavík

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta smá afbrigði barst og hafi MÓla þökk fyrir:

Með skambyssunni skúrka siðar
og skýtur þessi grey,
á þá Harrí Magnum miðar:
"Make my day!"

Dörtí Harrí hreðjataki
höslar unga mey.
Þessi margra kvenna maki
meiks her day!

MÓla

Nafnlaus sagði...

Og enn berast kveðjur og dýrt kveðnar vísur. Loks tókst að ýta við skáldum. Þetta kvað Magnús Pálsson og sendi.

Ljóðsins stafur leikur þér,
einkar ljúft í hendi.
Eina stöku stuttur hér,
stúfur núna sendi.

Hátt nú svífa himinsfley,
hneggjar skáldafákur.
Yrkja taka dáðlaus grey,
dýrar merkar drápur

Mjöðinn teiga í skálda höll,
skreyttum klæðum skrýddir.
Þeysa hratt um víðan völl.
vinir dáðum prýddir.

Afrakstur er einkar fínn.
af ódáinsvöllum ljóða,
Boðskapur er ærið brýnn,
brátt menn setur hljóða

Í Hollívúddsins heljar klið
er hávaði og læti,
Yrkja myndi ég um það lið
ef ég bara gæti.