8. júní 2005

Handa betu á bauninni

Aðalsmærin alltaf um það dreymir,
og innst í hjartalagi sínu leynir,
að hörkutól og haglabyssur geymir,
og hörðum skotum í allar áttir beinir.

Með úfið hár og yggldar brúnir tvennar,
ógurleg með vískí sjúss í staupi,
vindla digra vinkonurnar hennar
á verönd rugga stól í þessu skaupi.

En innst í sálu ógnarsmá er baunin,
og allar vættir biðja vil um grið.
Því blóðgjöf nýleg betu reyndist raunin,
og bernskubrekin reyndust yfirlið.