23. júní 2005

Ættir Bergsveins úr Sunndal


Systkini Bergsveins afa míns

Bergsveinn Sveinsson 1876 - 1967.
Bergsveinn var fæddur í Sunndal 21 september 1876. Hann var Kennari og verkamaður í Skeljavík, Staðarsókn, Strand. árið 1930. Bóndi í Aratungu í Steingrímsfirði, síðar húsmaður og farkennari á Vatnshorni og í Skeljavík í Hrófsbergshr., Strand., síðast á Hólmavík. Hann giftist Sigríði Guðrúnu Friðriksdóttur, ömmu minni af Drangavíkurætt (sjá pistil 16. júní 2005). Þau bjuggu lengst af í Aratungu í Staðardal í Steingrímsfirði, norður á Ströndum. Börn þeirra voru 15 talsins.

Engin ummæli: