23. júní 2005

Ættir Bergsveins frh


Ætt Sveins Kristjánssonar langafa


Faðir Bergsveins, Sveinn Kristjánsson átti börn með þremur konum eins og sjá má á ættartréinu hér að neðan. Sveinn var fæddur í Snóksdalssókn (munið hann Daða sem drap Jón biskup Arason, hann var þaðan). Hann gerðist síðan bóndi í Sunndal í Strandasýslu og bjó þar alla tíð. Sveinn var því Dalamaður að ætt og uppruna. En saga þessarar ættar verður nú rakin í stuttu máli.

Sveinn missir föður sinn þegar hann er er 8-9 ára gamall og er honum komið í fóstur. Fimm árum eftir andlát föðursins er hann skráður sem tökubarn á Hólmlátrum í Breiðabólstaðar-sókn á Snæfellsnesi. Það vekur athygli fyrir okkur afkomendurnar að Sveinn Kristjánnson, langafi okkar (í móðurætt) hefur eignast barn með Björgu Ólafsdóttur langömmu okkar þegar hún var ráðskona hjá honum í Sunndal. Fyrir hefur hún átt barn með langalangafa okkar í föðurætt Þorbergi Björnssyni bónda í Reykjarvík, Nessveit, Strand. En sonur hans og Agötu langömmu var Bjarni Þorbergsson faðir Guðbjörns afa.

Björg langamma okkar Ólafsdóttir á ættir að rekja til Reykhólasveitar. Hún eignaðist börn með þremur mönnum, en virðist ekki hafa gifst neinum þeirra. Hún var fædd í Staðarsókn, sennilega á Hellu í Steingrímsfirði þar sem foreldrar henna bjuggu. Hún var ráðskona í Sunndal hjá Sveini bónda þar og eignast með honum tvíburana Bergsvein og Sigurð 1876. Þá var eiginkona Sveins, Helga Pétursdóttir látin fyrir þrem árum síðan. Áður hafði Sveinn eignast barn með Maríu Jónsdóttur,

Börn Bjargar langömmur voru:

Með Þorláki Hálfdani Guðmundssyni 1834 - 1869 (barnsfaðir):
Sigurlína Þorláksdóttir 1865 - 1944 Var í Ásgarðsnesi, Þingeyrarsókn, V-Ís. 1930.

Með Þorbergi Björnssyni 1835 - 1894 (Var í Hlíð, Fellssókn, Strand. 1845. Bóndi í Reykjarvík, Nessveit, Strand. Húsmaður í Bolungarvík 2, Staðarsókn í Grunnavík, N-Ís. 1880. Skrifaður Guðmundsson í manntali 1880):
Lilja Þorbergsdóttir 1861 - 1925 Vinnukona í Vatnshorni , Staðarsókn, Strand. 1880.

Með Sveini Kristjánssyni 1821 - 1883 (Bóndi í Sunnudal í Kaldrananeshr., Strand. Tökubarn á Hólmlát, Breiðabólstaðarsókn, Snæf. 1835):
Bergsveinn Sveinsson 1876 - 1967 Kennari og verkamaður í Skeljavík, Staðarsókn, Strand. 1930. Bóndi í Aratungu í Steingrímsfirði, síðar húsmaður og farkennari á Vatnshorni og í Skeljavík í Hrófsbergshr., Strand., síðast á Hólmavík.
Sigurður Sveinsson 1876 - 1882

Faðir Bjargar var Ólafur Bjarnason, fæddur í Reykjarvík í Strandasýslu 1774. Hann var lengst af bóndi á Hellu í Kaldrananessókn. Hann giftist Ingibjörgu Jónsdóttur (1787-1867) frá Kollubúðum í Reykhólahr. A-Barðarstrandasýslu. Hennar faðir var Jón Þorleifsson í Munistungu í Reykhólasveit og kona hans Elís (Elín?) Árnadóttir. Bæði Jón og Elís voru gift en eignast Ingibjörgu saman þegar þau eru 36 og 37 jára gömul (búin að missa maka sína?). Jón átti ekki börn fyrir en Elís átti fjögur börn. Hún var úr Reykhólasveit og var húsfreyja á Kinnarstöðum (1780). Árið 1801 er hún orðin ráðskona á Bæ í Kaldrananessókn, þá sennilega 51 árs gömul og búsett nærri dóttur sinni Ingibjörgu á Hellu. Ekki er fleira vitað um ættir hennar nú.

Engin ummæli: