23. júní 2005
Kristján Ólafsson
Föðurafi Bergsveins afa var Kristján Ólafsson bóndi á Dunk í Hörðudal (faðir Sveins), ættfaðirinn í fjölskyldutréinu hér að ofan. Hann eignaðist átta börn með konu sinni Guðrúnu Bjarnadóttur (1789 – 1870). Börn hans og Guðrúnar voru:
Valgerður Kristjánsdóttir 1816 - 1904
Kristján "Hítardalsráðsmaður" Kristjánsson 1817 - 1900
Tómas Kristjánsson 1818 - 1912
Ólafur Kristjánsson 1819 - 1873
Sveinn Kristjánsson 1821 - 1883
Margrét Kristjánsdóttir 1824 - 1861
Sigurður Kristjánsson 1825 - 1872
Jónas Kristjánsson 1827 - um 1837
Guðrún Kristjánsdóttir 1829 – 1913
Kristján Ólafsson var fæddur 26. September 1794 og það fysta sem við vitum um hann er að honum er komið í fóstur hjá ömmu sinni að Vatnshorni í Haukadal í Dalasýslu, ekki langt frá Eiríksstöðum bæ Eiríks rauða föður Leifs heppna. Kristján var skráður sem fósturbarn að Vatnshorni í Haukadal (1801), en hefur risið til manns og var allan sinn búskap að Dunk.
Kona Kristjáns var Guðrún Bjarnadóttir (1789-1870), en hún hafði átt eitt eina dóttur fyrir (í lausaleik) þegar hún giftist Kristjáni. Guðrún var fædd í Norðtungusókn í Mýrarsýslu og árið 1801 er hún skráð til heimilis að Hóli í Snókdalssókn, Dalasýslu. Kristján og Guðrún hafa því alist upp í sömu sókn og kynnst á æskuslóðum. Eins og fram kemur síðar eiga þau bæði ættir að rekja inn í Haukadal, að Stóra og Litla Vatnshorni.
Faðir Guðrúnar var Bjarni Benediktsson var Borgfirðingur sem býr um tíma í Snóksdal og þar hafa Guðrún og Kristján eflaust kynnst. En móðurfólk Bjarna átti ættir að rekja að Litla-Vatnshorni í Haukadal. Víkjum nánar að þeim síðar.
Foreldrar Kristjáns voru Ólafur Jónsson (1764-1827) bóndi í Snóksdal og kona hans Svannlaug stóra Þórðardóttir (1773-1804). Ólafur átti börn með tveim öðrum konum. Fyrri kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir en barnsmóðir Þórlaug Jónsdóttir, sem hann eignast einn son með framhjá eiginkonu sinni. Framættir Ólafs eru brenglaðar og ekki raktar frekar.
Ættir Svannlaugar eru aðgengilegri. Ólafur og Svannlaug eignuðust sex börn saman, og er Kristján sonur þeirra annar í röðinni, fæddur 1794, en þriðja barn föður síns.
Börn Ólafs voru:
Með Svanlaugu "stóru" Þórðardóttur 1773 - 1804 (gift):
Tómas Ólafsson 1794 – 1860
Kristján Ólafsson 1794 – 1830
Rannveig Ólafsdóttir 1796 – 1843
Salóme Ólafsdóttir 1798
Arngrímur Ólafsson 1799
Svanlaug Ólafsdóttir 1801
Með Ingibjörgu Jónsdóttur ~1750 (gift)
Herdís Ólafsdóttir 1788 - 1863
Með Þorlaugu Jónsdóttur 1774 - 1843 (barnsmóður)
Samúel Ólafsson 1799 - 1860
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli