Það hafði verið sól í viku
en svo sagðir þú,
sól ég er komin í frí
og eftir stóð ég og fann
skuggann langa.
Ég stóð í skugga,
sólin var allt um kring.
Þú hljópst út í sólskinið
og hrópaðir ég er frjáls.
Ég sat í skugganum
og naut sumargolunar
leika við andlit mitt
og hárið bærðist og
flugur kitluðu hálsinn minn.
Ef skugginn gæti breyst
í mánaskin og í húminu
sætum við tvö,
þúværir vindurinn
sem gáraðir hárið mitt
og varir þínar flugur
sem kitluðu hálsinn minn.
Ég sit og bíð eftir sólskini,
að hausta taki og kvöldin
lengi með fullu tungli.
Þá kemur þú aftur
og skóhljóð þitt svo létt
berst að dyrum mínum
og þú segir ég komin,
ég er komin úr fríi.
13. júní 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli