13. júní 2005
Ljósaklif
"Það stendur skáld á tröppunum", kallar barnið sem hafði farið til dyra. Bjallan hafði vakið alla í átjánda húsi við Hafrahvamma, þar sem ljósuklifsálfarnir áttu nú heima. Utan barst þungur niður úr gljúfrinu á milli blokkanna þar sem álreiðir þustu áfram eins og jökulsá í vatnavöxtum eftir sólbráð dagsins. Kárahnjúkur breiðholtsins gnæfði yfir sjónarrönd eins og fell sem íbúa aðrir en þú. "Afsakið ég hef farið húsavillt, en leigið þér út herbergi".
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli