Handa Hali, örvæntingarfullu náttúrubarni, með sjónpípu magnaða og myndavél á köldu vori norðanlands
Hrafnsönd á hreiðri lá í fjarska
hani óðins synti á vatni lygnu.
Fögru sundi flórgoðans ei má raska
og fagra sjáum bleika synda hryggnu.
Vorlykt góða vantar enn í sveitum
varla sést í græna tuggu á hólum.
Veiðistaðir vakna brátt ef leitum,
vorsins græna nálægt næstu jólum.
Úr eggjum skríða ungar brátt í kulda,
sem alltaf skulu vorsins komu fagna.
Ef skýjin hverfa skín þá sólin hulda,
með skemmtun, þá er vetrarbyljir þagna.
Vaknar þrá er vetur kveður langur,
í veiði fara, við árnar stríðu dvelja.
Á línu grípur lagarbúa slangur,
og lengi verður fiska þá að telja.
8. júní 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli