2. júní 2005

Sáluhjálp

Lítið að gera og ligg á fleti,
læðist um á interneti.
Varla lengur að vilji og geti,
vesæll nema bíða í leti.

Ef að einhver áttu ráð,
andans bæta máttu dáð.
Litlu korni líka sáð,
léttir huga nú í bráð.

Sólin vermir kalda kinn,
kemst þó varla í sálu inn.
Hrjúft er þetta heljar skinn,
hylur vanda enn um sinn.

Upp, upp minn andi rís,
ásjónuna bjarta lýs.
Eldur sá er í æðum gýs,
aftur nú til alls er vís.

Engin ummæli: