16. júní 2005

Drangavíkurætt

Það getur verið gaman að grúska í ættfræði, þegar aldurinn fer að færast yfir. Þá leitar maður upprunans, sem oft hefur of lengi legið í þagnargildi. Þannig er móðurættin mín af norðanverðum Ströndum. En svo vaknar alltaf sú spurning hvað telst til sömu fjölskyldu og ættar. Við erum svo misættrækin. Lengi vissi ég lítið um mína áa í móðurætt. Hafði einhvern vegin meiriupplýsingar um föðurfólkið mitt sem bjó sunnar á Ströndum. En nú skal reynt að bæta úr því. Fyrir nokkrum árum fór ég með frænda mínum um norðanverðar Strandi, við dvöldum í Norðurfirði fórum svo að Dröngum og Drangavík. Þá lærði ég margt um fjölskylduna og vaknaði áhugi á að reyna að átta mig á högum þessa fólks. Nýlega rifjaði ég upp ættartréið og ég held að ég sé að byrja að fá mynd af því.


Ég ætla að byrja þessa upprifjun á í Furufirði um á fyrrihluta 18. öld.

Þar bjó Alexíus Grímsson (hann er af ætt Alexíusar Magnússonar, sem bjó að Gröf í Þorskafirði og hyllti konung í Svefneyjum 1649). Alexíus Grímsson bjó að Dröngum. Honum er lýst sem svo: "Talinn skikkanlegur og vinnusamur, en daufur í skilningi og þó sæmilega kunnandi. Varð úti milli bæja". Hann var giftur Guðrúnu Sigurðardóttir og áttu þau fjögur börn.

Yngstur sona þeirra var Sigurður Alexíusson f. 1781 í Furufirði. Fyrir áttu þau hjón Jon (1744-1807), Katrínu (1776-1796) og Grím (1779-1841).

Sigurður var bóndi að Dröngum. "Allra manna fimastur við seladráp". Sigurður var tvíkvæntur og með fyrri konu sinni Guðríði Björnsdóttur (1786-1834) eignast hann langa-langafa minn Jóhannes "yngri" Sigurðsson (1825-1870). Guðríður var fædd í Súgandafirði. Þau eignast þrjú börn, elstur var Jóhannes, svo Guðrún og loks Jóhannes yngri.

Jóhannes Sigurðarsson yngri bjó að Dröngum, í Furufirði og í Drangavík. Hann giftist Guðfinnu Einarsdóttur, hún ólst upp hjá foreldrum sínum í Bolungarvík á Ströndum. Þau eignuðust sjö börn, þar á meðal Friðrik langafaminn og Hallvarð bróður hans sem lengi bjó í Skjaldarbjarnarvík, þar sem amma mín Sigríður ólst upp hjá föðurbróður sínum. Hann fluttist síðar að Búðum í Hlöðuvík á Hornströndum. Hin systkinin hétu Einar og Guðríður sem létust á fyrsta ári, Guðrún, Guðný og Sigríður. Mér þykir líklegt að Sigríður amma mín hafi gefið móður minni nafn Guðnýjar föður systur sinnar, þó ekki viti ég það með vissu. Vil þó setja fram þá tilgátu hér.

Friðrik Jóhannesson (1840 - 1905), var skv. heimildum komið í fóstur í Bolungarvík, þá sennilega hjá móður fólki sínu Einar afa sínum og Jóhönnu. Hann giftist Guðbjörgu Björnsdóttur, dóttur hreppstjórans. Þau búa í Drangavík, oft við harðan kost. Þar eignast þau 9 börn, en mörg þeirra deyja í æsku á þeim tíma sem mislingafaraldur gengur yfir landið á árunum1870-1885). Af börnum þeirra eiga aðeins þrjú afkomendur sem eru á lífi í dag.

Fyrstu tvö börn þeirra Friðriks og Guðbjörgu, Sigrún og Jóhannes deyja á fyrsta ári. Árið 1875 fæðist Jóhannes. Hann er í minni heimild sagður sjómaður í Drangavík. Hann eignast einn son Guðbjörn sem deyr á fyrsta mánuði 1897.

Næst í röðinni var amma mín Sigríður Guðrún Friðriksdóttir (1879-1976). Hún og Bergsveinn afi eignuðust 15 börn og af þeim er stór ættbogi. Eins og áður sagði ólst hún upp hjá föðurbróður sínum Hallvarði í Skjaldarbjarnarvík. Hún bjó lengst af í Aratungu í Staðardal í Steingrímsfirði.

Næstu börn Friðriks og Guðbjargar í röðinni voru Guðfinna, hvers afdrif ég veit ekki um, en hún er skráð á lífi 1901, og svo Björn sem fæddist 1880 og dó tveggja ára.

Einar Jóhann Friðriksson (1885 - 1972). Hann var síðast búsettur í Kópavogi. Sonur hans var Guðmundur Steinn Einarsson (1917 - 1985). Skv. heimildum var hann skráður sem tökubarn á Hamri, Nauteyrarsókn, N-Ís. 1930. Síðast bús. í Kópavogi. Hans synir tveir eru Jón Ármann Steinsson 1955 og Halldór Jóhann Guðmundsson 1956.

Næstur í röð ömmusystkina minna var Pétur Friðriksson (1887-1979), hann var bóndi í Hraundal í Nauteyrarhr., N.-Ís., í Skjaldbjarnarvík og Reykjarfirði í Árneshr., Strand., síðar á Hellissandi og í Reykjavík. Bóndi í Skjaldbjarnarvík, Árnesssókn, Strand. 1930. Hann og afkomendur hans hafa verið duglegir við skrásetningar frá heimahögunum og má lesa um það í Strandpóstinum. Pétur á marga afkomendur. Hann og kona hans Sigríður Elín Jónsdóttir (Sigríður strandasól) eignuðust 6 börn. Fimm drengi og eina dóttur. Eru þetta systkinabörn móður minnar.

Elstur barna Péturs var Guðmundur (1917-1960) og hans dætur Sigrún 1947-2003, síðast prófessor í Noregi og Elsa f. 1956.

Næst kom Guðbjörg Pétursdóttir (f 1920), hennar dætur eru Sigríður (1945), Ásdís (1948), Guðrún Anna (1949) og Helga (1952).

Jóhannes Pétur (1922 - 2000). Kennari, síðast bús. í Reykjavík. Hans börn eru Haukur f. 1948, jarðfræðingur og fv. forseti Ferðafélags Íslands, Björn Hákon 1951, Pétur 1953, Hrönn 1958, Guðmundur Bjarki 1967 og Hilmir Bjarki 1967.

Friðrik Pétursson (1924). Hans börn eru Rósa (1957), Ágústa Frímansdóttir (1958-2003) og Ríkarður Helgi (1960).

Matthías Péturson (1926). Hans börn eru Þórólfur Geir Matthíasson, prófessor (1953) , Sigríður (1954), Guðmundur Pétur, fréttamaður (1960), Hörður (1962).

Jón Pétursson (1929-1997), bifvélavirki, vatnsveitustjóri og slökkviliðsstjóri í Búðardal. Hans börn eru Elín Sigurbjörg (1950), Sigtryggur Ómar (1952) Bryndís Rósa (1957), Guðmundur Heimir (1960 - 1981), Sigrún Ásta (1962).


Eins og sést þá er þetta stór ættbogi sem komin er frá hjónunum í Drangavík, þó ekki séu hér talin upp systkin móður minnar og afkomenda þeirra. Það efni í annan kafla og verður gert skil síðar. Því finnst mér rétt að ætt þessi sé kennd við Drangavík á Ströndum og kallist Drangavíkurætt. Einnig væri áhugavert að rekja ætt Jóhannesar yngri en hann bjó að Dröngum og Furufirði en einnig um tíma í Drangavík, ætt föður hans Sigurðar selaskyttu á Dröngum.

Athyglisverðar heimasíður:
Strandamenn síða tileinkuð ættum Strandamanna.
Vestfirska ættfræðisíðan

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll! Rakst af tilviljun á þessa síðu. Mig langar til að gera athugasemd við að þú segir að Hallvarður Jóhannesson flutti að Búum í Hlöðuvík 1905, hann var langa-langafi minn. Ég heiti Ingibjörg og bý í Noregi. Mail adr.:tgraneru@online.no

Nafnlaus sagði...

fyrirgefðu! Þetta er vitleysa hjá mér. Þú sagðist halda að hann hafi flutt til Hælavíkur. Hann flutti sem sagt til Hlöðuvíkur.