9. júní 2005

galaxí gvendur

Veit ekki hvernig þetta kom til í haus mínum, en fæddist bara alltí einu:

Hann galaxí gvendur á hraunum,
var gamall og reyndur í raunum,
en gudda hans smáa
gekk undir fáa
svo gvendur fékk lítið að launum.

Hún gudda hans gvendar á hrauni,
gaf kallinum súpu og baunir
svo fylltist af gasi
af því ferlega brasi
og viðrekur nú allar þær raunir.

En viðrekstur varla var búinn
er vesalings kallinn varð lúinn
og gasið það skaut
gvendi á braut
um stjörnur og tungl sagði frúin.

Í geimnum nú svífur hann gvendur
um galaxíið liggja hans lendur
svo laus er hann við
allt það leiðindalið
kellinguna og aðra hans fjendur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hjá guði hann gvendur er geymdur,

að eigin sögn galaxí reyndur

mér þykir það leitt

hann þráir svo heitt

að verða ekki af okkur gleymdur

Byrjandi á B2