10. júní 2005

Ættfræði

Ærir á ekki miklar ættir að rekja til austfjarða, en fann þó þennan forföður sinn í 10. lið:

Ólafur "Mehe" Eiríksson
Fæddur 1667
Látinn 1748
Prestur á Hjaltastöðum, Vallnahreppi, Múl. 1703. Prestur í Saurbæjarþingum, Dal. 1722-43. "Mikilhæfur í ýmsu og vinsæll, en hégómlegur í sumum háttum", segir í Dalamönnum. Ritaði mehe aftan við nafn sitt í umsókn til konungs sem þýddi með eigin hendi. Dönsk stjórnvöld töldu það vera ættarnafn hans og nefndu hann svo í konungsbréfi.
Heimildir: 1703, Esp.5403, Tröllat., Æ.A-Hún.125.2, Austf.6848, Dalamenn

Engin ummæli: