Ærir er ekki beint þátttakandi í lífinu, heldur áhorfandi. Hann hefur komist að því með árunum að það hlutskipti hentar honum best. Hann er í rauninni ekki til, en hann hefur ódrepandi áhuga á mannlegu eðli. Bloggið er undarlegur hlutur eða heimur út af fyrir sig og þar gerist margt skrýtið. Þar skiptast á skyn og skúrir í lífi fólks. Ærir er alltaf sammála síðasta ræðumanni og hefur aldrei skoðanir á hlutum eða málefnum, enda er það ekki hlutverk skrásetjarans.
Athyglisverðasta fyrirbærið sem hann hefur rekist á bloggsíðum nýlega er hvaða myndir miðlífskrísur geta tekið hjá konum. Hann hefur áður mælt með bókinni ´"How to survive your husbands midlife krisis", sem mun vera sjálfshjálparbók fyrir fráskildar eiginkonur, en stúdíur Æris hafa sýnt að þetta fyrirbæri hrjáir ekki síður konur en karla. Þær virðast ekki síður vera leitandi og í því ástandi er oft gripið til skyndiúrlausna og gullnum tækifærum kastað á glæ.
Þegar fólk stendur sameiginlega frammi fyrir vanda, reynir á karakterstyrk þess. Sumir hlaupa alltaf frá erfiðleikunum, en aðrir fá stuðning hvert af öðru. Aðrir sjá bara dökku hliðarnar og grafa það góða í skyndingu, eru alltaf að leita að hinu fullkomna sem er ekki til. Það er ein lausn býst Ærir við, en telur þó að alltaf sé mikilvægt, þegar kaflaskil verða í lífi fólks, að skilja við fortíðina með reisn og veiti stuðning svo framast sem það unnt. Án þess þó endilega að framtíðinni sé kastað á glæ. Þeir sem velja slíka leið taka oft mikla áhættu því framtíðin er óþolinmóð og nútíminn óvæginn og dómharður. Það reynir á og sumir gugna og sumar orustur tapast en stríðið þarf þar með ekki að vera glatað. Þá má heldur ekki gleymast fyrir hverju barist í upphafi. Litlir sigrar í einu, eða eins og Ærir sagði í nýju skónum sínum í gær, eitt skref í einu er ágætt svo framarlega sem áfram miðar. Jafnfætisstökk skilar manni ekki langt í einum rykk, en sumir vilja fara þannig í gegnum lífið. Aðrir velja sér alltaf nýjan og nýjan völl, halda að þar sé hamingjunar að leita. Þannig geta miðlífskrísur bæði karla og kvenna verið, -en sumir hafa bara ekki innsæi og skima alltaf út. Skyggni þeirra er samt takmarkað.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ærir fékk nú nokkra bakþanka eftir þennan pistil, enda á bakvakt. OF mikil introversion getur nú líka verið af hinu slæma. Grái fiðringurinn getur leitt til góðs, ef maður bara sér það þegar það blasir við manni. En themað átti nú að vera stundum leita menn langt yfir skammt. Annars bendir Ærir á ágætan pistil með jákvæðari sjónarhorni á fyrirbærið í nýlegu "alt for damerne"!
"þegar fólk stendur sameiginlega frammi fyrir vanda...." er greinilega eitthvað sem gefið er fyrirfram. En ef vandinn upplifist ekki "sameiginlegur".. eða vandinn er alfarið önnur persónan, hvað þá?
Framhjáhald annars aðilans er kannski sameiginlegur vandi beggja? Eða geðsjúkdómur annars aðilans? Svo mætti lengi telja.
Hmm, Ærir sér að hann á enn margt ólært og sér ýmsar rökvillur í grein sinni, þegar honum hefur á verið bent. Forsendur skipta greinilega miklu máli, svo skilgreina verður betur hugtakið "midlife crisis" eða "grái fiðringurinn" betur eða yfir höfuð. Ærir mun leggjast í grúsk og skoða hug sinn betur. Midlife crisis þarf greinilega og er örugglega ekki alltaf sameiginlegur vandi. En skipbrotið sem fylgir er vandi beggja þó ekki ekki þurfi hann að vera sameiginlegur. En svo er ekki endilega um skipbrot að ræða (amk ekki endilega hjá báðum). Mikið vildi Ærir að hann hefði áttað sig á þessu (fyrr). Hann hefur greinilega verið að lesa lélegan litteratúr eða bara lokaður.
Hmm.... Ærir er enn að hugsa, þetta fyrirbæri og önnur tengd, kalla oft fram það besta og versta í fólki. Hann sér það nú... að hliðarnar eru ask. margar. Loks innsæi!
Skrifa ummæli