8. júlí 2005

Vinnuskúr

Vinnuskúra má nota til ýmissa verka og athafna.

Var annars að ræða við ráðunaut hjá búnaðarsambandinu. Hann ætlar að hjálpa mér að leggja línur með framræstluskurði. Mér finnst ég vera eins og vel vopnaður bóndi þessa daganna. Vopnaður stígvélum og járnkarli.





(P.S. Þetta eru ekki við hjónin að smíða vinnuskúrinn sem mig dreymir um, ef einhver er ekki viss.)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þar ertu heppinn og þið hjónin að vera ekki í klæðum þessa fólks í mynd þeirri er sýnd hefir verið í íslenskri sínemu undanfarið og Hali var boðið að berja augum og fylla eyru. Myndin gæti fengið hálfa stjörnu af fimm mögulegum fyrir 5 mín. kafla; annars er myndin vart hauskúpu verð. Betra að halda sig við gúmmístígvélin, sjálfur á Halur ætíð par eða pör til vara af ódýrum stígvélum og gamla ullarsokka með.

Elísabet sagði...

ertu nokkuð að breytast í Ingólf? búinn að kaupa land og alltaf eitthvað að vesenast í hrossum og sveitastörfum...K;)

ærir sagði...

hef lengi átt í erfiðleikum meðað vita hver ég er,-í raun og veru. það er svo margt sem kemur til greina, en ullarsokkar og stígvél hjálpa mér að halda sönsum og hérna megin.