18. júlí 2005
Slæm útreið
Komumst bæði í fríi um helgina. Loksins ekki einn.  Fórumí útreiðartúr um Grímsnesið.  Riðum að ármótum Brúaráar og Hvítár.  Lentum í mýrlendum túnum bændanna þar.  Frúin reið hratt og reif eina skeifu undan Glóa kallinum.  Þá er hann úr leik í bili.  Höfum annar kannað reiðleiðir þar og ágætar eru sumar en ekki langar nema ef vegi fylgt, Sólheimabrautinni.  Ekki sem verst að vera á þeirri braut, svona almennt í lífinu.  PS sváfum í tjaldi.  Tjaldabeddar ekki góðir til margra nátta dvalar.  Svei mér ef vindsæng er ekki betri?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
 
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli