21. júlí 2005
Góð nótt og enn betri dagur.
Það er sko munur að eiga tjaldvagn.  Þetta er kosta gripur, ég sé það strax og finn það á skrokknum.  Svaf vel í nótt,  pakkaði saman tjaldbeddum.  Þeir eru til sölu, eða verða notaðir sem sólbekki í Stærra-Skálholti um ókomin ár, eða sem minnismerki um kaupæði húsbóndans.  En það verður sko tjaldvagninn ekki.  Hann skal notaður og honum hrósað.  Kostagripur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
 
 
Engin ummæli:
Skrifa ummæli