6. júlí 2005
Silvo-pastoral búskapur
Lærði þetta um helgina síðustu. Var í útilegu, í roki og rigningu á Suðurlandi. Sem betur fer rok annan daginnog rigning hinn en ekki hvort tveggja í einu. Tjölduðum á Þingvöllum í tvær nætur, ásamt GG og dætrum þeirra. Ein lítil frá Trekt með með líka. Þær stöllur þrjár á aldrinum 2 til 5 ára, kátar og glaðar með útileguna. Æfðu þúfnagöngulag og klifu hamrabeltinn við Hvannabrekku. Náðum að gera ótrúlega margt. Fórum í Sólheima, þar var mikið leitað að heimili sólarinnar enda rigndi á meðan. Þar voru stórir pollar sem mikið var buslað í. Síðan tónleikar í Skálholti þar sem einn úr fjölskyldunni söng ástaóð úr Biblíunni, þ.e. ljóðaljóðin við lög frá endureisnartímanum. Næst var kaffi að hætti Skálholtsstaðar með kanelkökum og lummum. Stórfjölskyldan, þ.e. konu minnar var auðvitað mætt enda þeim það skylt þar sem BI var að syngja. Þaðan farið í landið með stóra ellinu og stúlkur tvær fóru á hestbak. Fengu hann Hóf minn. Ekki vildu þær vera lengi enda þurfti að ríða berbakt. Fékk ráð frá tengdaföður um landið. Þarf að ræsa fram mun kalla til ráðunaut bænda sunnanlands í það verk. Hann var nýkomin af ráðstefnu um silvopastoral búskap. Hann erum við að fara að stunda, vissum bara ekki að hann héti svona fínu nafni. Þ.e. skógrækt og beit saman. Síðan var skundað á Þingvöll og naut sett yfir eld og kokkað stutt og reyndist það vel. Tengdó fóru svo í bæinn. Við í okkar tjaldi eru orðin gömul og því sváfum við í beddum ágætum sem ég hafði fest kaup á fyrir helgina. Vorum því ferðafélögum okkar til lítillar skemmtunar um miðnættið, hvað þá lágnættið. Sofnuðum á undan stúlkunum, sem mótmæltu hástöfum því að fara að sofa. Næsta morgun var rok og reyndar um nótttina líka. En þó var þurrt sem var framför frá deginum áður. Sátum lengi yfir almennilegu kaffi, með flóaðri og þeyttri mjólk. Engin ástæða til að hafa ekki almennilegar tjaldgræjur með sér, eins og mjólkurþeytara, þessa littlu og nettu. Sátum of lengi, því loks fór að rigna og þá tókum við saman tjaldið, enda tilheyrandi í íslenskumútilegum að taka niður blautt tjald. Til stóða að veiða murtu í Þingvallavatni en því frestað vegna veðurs. Þess í stað haldið að Eyrarbakka að skoða eignir samferðafólks okkar og leita húsaskjóls. Etv renna fyrir marhnút í höfninni. Stoppuðum á fallegum stað sem heitir Hafið bláa, veitingastað við Ölfusaárósa, alveg í fjörunni. Minnti helst á veitingastaði á Kaliforníuströnd. Brimaldan brotnaði fyrir utan og við fengum þar miðdegishressingu og gengu svo í fjörunni og lékum við báruna. Síðan haldið í kaffi í Eyrarbakka húsið, þar sem stytta af Gretti gætir hlaðs og húss. Þar voru fyrir frægt fólk. Drukkum þar kaffi en í smæð okkar héldum við fljótt á brott og kvöddum þar ferðafélaga okkar sem hugðust gista í eign sinni við hafið. Með okkur kom littla skottan frá Trekt og virtist ánægð með að vera á heimleið eftir viku úthald með frænkum sínum. Fór reydnar að tala um þegar Reykjavík nálgaðist að hún vildi halda áfram í útilegu. Svona kallar náttúra Íslands.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
þetta er orðið ansi gott úthald hjá mínu fólki. hlakka til endurfunda á morgun. takk fyrir barnið!
Skrifa ummæli