7. júlí 2005

Aðþrengdur í kvöld

Í kvöld sjáum við aðþrengdar eiginkonur. Mun auðvitað horfa á það með minni konu. En minn maður er nú mikið frekar Tony en hún horfir aldrei á Sopranós með mér. Skrítið. Ég hlýt að vera vel taminn eða sjónvarpssjúkur. Annars aldrei að vita nema ég skjótist austur í Land í kvöld. Var þar í gærkveldi. Fór eftir vinnu. Ágætt veður í Rvik, 11-13C en í Landinu 19C og logn. Sælureitur. Dundaði við að færa rafmagnsgirðinguna. Þykist vera að stýra beitarálagi, en hestarnir sjá alltaf við mér og komast út úr girðingunni á einn eða annan hátt. Nú setti ég rafmagnsgirðingu allt í kring, svo það ætti að halda. Er spenntur að sjá. Annars er of mikið reyrgresi í landinu. Smakkast eins og cumin kryddið. Hestarnir eru ekki hrifnir af því. Í gær komust þeir í tæri við lynggróðurinn og ég hélt þeir myndur éta grasið í kringum víðirunnana, en svo er nú ekki. Það verður því flókið að beita á eftir hluta landsins þar sem víðirplöntur og fjalldrapi eru einkennisjurtir og hafa tekið vel við sér. Inn á milli eru grasspildur sem ég vil beita, þarf greinilega mikið rafmagn og fleiri rafstöðvar ef það á að takast. Sá að nágranni minn er að reisa einn af þessum 20fm bústöðum, sem er púslað saman. Er að deyja úr löngun að geta byrjað á slíku. Þarf alveg nauðsynlega að koma mér upp vinnuskúr. Er aðþrengdur eiginmaður sem á ekki vinnuskúr. Verð að tala við "friend of ours".

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Komdu bara norður á blueshátíð hér er 16 stiga hiti, Sigr og Co er hér og svo er líka bústaður sem ekki þarf að púsla saman og ekki skemmir allt vallfoxgrasið sem er hér allt um kring kveðja að norðan . heyrðu þið eruð ekki nema um 5tíma að skreppa þetta.

ærir sagði...

hefði betur lesið þetta, hér verið rigning og rok. byrjaði í fríi á föstudag og stóð af mér slagveður austur í bletti. lét það ekki á mig fá og hélt uppteknum hætti við girðingar. varð holdvotur, en líkaði vel enda á mínu landi og mín rigning og mitt frí. blúshátið hefði þó getað næstumþví toppað það. verst að missa af því og vallarfoxgrasinu.