25. júlí 2005

Úr Krepputungunni / í Sænautasel

Sænautasel. Bærinn.


Eftir svaðilfarir fyrr í dag var ánægjulegt að komast í átt að byggð. Fórum yfir Þríhyrningsfjallgarð eftir að við komum úr Krepputungu og í stað þess að fara niður að Möðrudal á Fjöllum héldum við niður að Snæutaseli, fjallabraut nokkuð austar. Fórum fram hjá vötnunum á Jökuldalsheiðinni og við Ánavatn sáum við fjóra unga fálka á flugi. Nokkuð sem ég hef ekki sé áður. Einn satt í vegkantinum og leyfði okkur að skoða sig í kíki, en myndataka fór fyrir ofan garð og neðan.

Útihúsin og hlaðan. Nú Cafe Sænautasel.

Komum svo í Sænautasel og fengum þar kaffi og lummur í gamal torffjárhúsinu og skoðuðum húsakost torfbæjarinns undir leiðsögn. Vorum mjög imponeruð.

Engin ummæli: